Ritskoðað myndband Reykjavíkurdætra komið á YouTube Þórdís Valsdóttir skrifar 9. október 2017 18:30 Reykjavíkurdætur höfðu ekki leyfi til að birta myndefni af tökustað myndbandsins. Nú hafa þær ritskoðað myndbandið og birt það á ný. Skjáskot Reykjavíkurdætur hafa endurútgefið myndband við lag sitt Reppa Heiminn. Misskilningur olli því að þær þurftu að taka myndbandið út af YouTube í lok ágúst, sama dag og það fór í loftið. Reykjavíkurdætur höfðu ekki leyfi til að birta myndefni af tökustaðnum þar sem myndbandið var tekið upp og er því tæplega helmingur myndbandsins ritskoðað. Vísir sagði frá málinu í lok ágúst. Hægt er að nýju útgáfuna af myndbandinu hér fyrir neðan. Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins og meðlimur í Reykjavíkurdætrum, segir að málið sé hið leiðinlegasta því mikil vinna hafði farið í gerð myndbandsins. „Myndbandið var á netinu í fimm klukkutíma og fékk þrjátíu þúsund views. Við höfðum lagt mesta vinnu í þetta myndband af öllum okkar myndböndum og hugmyndavinnan var búin að standa yfir í ár.“ Ekki er víst hvort þetta sé loka útgáfa myndbandsins sem mun birtast á YouTube. „Þetta er lausnin í bili, það gæti verið að við getum fengið leyfi fyrir birtingunni aftur í janúar, við þurfum að ræða það við fyrirtækið sem á vélina,“ segir Kolfinna. Stelpurnar í Reykjavíkurdætrum eru strax byrjaðar að vinna í næsta myndbandi og láta ekki mótlætið stoppa sig. „Við höldum bara áfram og gerum meira,“ segir Kolfinna. Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Reykjavíkurdætur þurfa að fjarlægja nýjasta myndbandið af YouTube Myndbandið við Reppa heiminn verður fjarlægt af YouTube. 25. ágúst 2017 12:15 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Reykjavíkurdætur hafa endurútgefið myndband við lag sitt Reppa Heiminn. Misskilningur olli því að þær þurftu að taka myndbandið út af YouTube í lok ágúst, sama dag og það fór í loftið. Reykjavíkurdætur höfðu ekki leyfi til að birta myndefni af tökustaðnum þar sem myndbandið var tekið upp og er því tæplega helmingur myndbandsins ritskoðað. Vísir sagði frá málinu í lok ágúst. Hægt er að nýju útgáfuna af myndbandinu hér fyrir neðan. Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins og meðlimur í Reykjavíkurdætrum, segir að málið sé hið leiðinlegasta því mikil vinna hafði farið í gerð myndbandsins. „Myndbandið var á netinu í fimm klukkutíma og fékk þrjátíu þúsund views. Við höfðum lagt mesta vinnu í þetta myndband af öllum okkar myndböndum og hugmyndavinnan var búin að standa yfir í ár.“ Ekki er víst hvort þetta sé loka útgáfa myndbandsins sem mun birtast á YouTube. „Þetta er lausnin í bili, það gæti verið að við getum fengið leyfi fyrir birtingunni aftur í janúar, við þurfum að ræða það við fyrirtækið sem á vélina,“ segir Kolfinna. Stelpurnar í Reykjavíkurdætrum eru strax byrjaðar að vinna í næsta myndbandi og láta ekki mótlætið stoppa sig. „Við höldum bara áfram og gerum meira,“ segir Kolfinna.
Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Reykjavíkurdætur þurfa að fjarlægja nýjasta myndbandið af YouTube Myndbandið við Reppa heiminn verður fjarlægt af YouTube. 25. ágúst 2017 12:15 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30
Reykjavíkurdætur þurfa að fjarlægja nýjasta myndbandið af YouTube Myndbandið við Reppa heiminn verður fjarlægt af YouTube. 25. ágúst 2017 12:15