Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 16:12 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH og Heimir Guðjónsson, fráfarandi þjálfari FH. Vísir/Stefán Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. „Eins og hjá öllu góðu og faglegu fólki þá eru svona hluti alltaf til skoðunar. Við viljum trúa því að við gerum ekki hlutina í einhverju óðagoti. Þetta er ekki neitt skemmtiefni,“ sagði Jón Rúnar um þá stóru ákvörðun að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla hjá FH. „Við höfum bara að komist að því, og þegar ég segi við þá er það félagið og þar með talinn þjálfarinn, að þetta sé tími til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Þess vegna er þetta lendingin,“ sagði Jón Rúnar. „Það er með þetta eins og annað að ákvarðanir eru teknar þegar þær eru teknar og svo getur vel verið að þetta sé tóm helvítis þvæla,“ sagði Jón Rúnar í léttum tón en þetta stærsta ákvörðun sem Knattspyrnudeild FH hefur tekið? „Þetta er í þeim flokki,“ sagði Jón Rúnar en hvað með leitina af næsta þjálfara FH? „Nú þarf að hugsa það vel og vanda sig. Við þurfum að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti,“ sagði Jón Rúnar en þegar Ólafur Jóhannesson hætti með liðið árið 2007 til að taka við íslenska landsliðinu þá réði FH aðstoðarmann hans, Heimi Guðjónsson. „Við vorum svo heppnir að hafa rétta manninn í túngarðinum þá,“ sagði Jón Rúnar en mun þjálfaraleitin taka langan tíma? „Við tökum bara þann tíma sem þarf. Hann getur verið langur og hann getur verið stuttur. Ég veit ekkert um það,“ sagði Jón Rúnar. Tími Heimis með FH-liðið er sögulegur. Tíu tímabil, fimm Íslandsmeistaratitlar og fjögur silfurverðlaun. „Allt hefur sinn tíma í þessu sem öðru. Við verðum líka að vera menn sem hanga ekki bara á einhverju roði af því því bara,“ sagði Jón Rúnar. En hverjir koma þá til greina sem eftirmenn Heimis? „Þegar við erum að tala um íslensk nöfn þá eru það ekkert margir. Ef við tölum um erlend nöfn þá eru heldur ekkert margir. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að menn komi upp með nöfn sem eru innan seilingar. Ég geri ekki athugasemd við það,“ sagði Jón Rúnar þegar nafn Ólafs Kristjánssonar var nefnt við hann. Ólafur er atvinnulaus eftir að hann hætti með Randers-liðið. Að þjálfa FH hlýtur að vera eitt eftirsóttasta starfið í íslenskum fótbolta? „Fyrir menn sem hafa metnað þá held ég að ég sé ekki að gorta með það með því að segja að FH hljóti að vera þar efst á blaði,“ sagði Jón Rúnar. En skilja Heimir og FH í góðu? „Það skal tekið fram að Heimir er stórmenni hvað það varðar. Hann setur sjálfan sig ekki fremst. Hann er jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár sem hann hefur verið hjá okkur. Hjá okkur er enginn kali eða eitthvað svoleiðis enda reynum við að skilja við okkar fólk þannig að komi til þess þá finnist það vera velkomið til baka,“ sagði Jón Rúnar. Jón Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að Heimir verði atvinnulaus lengi. „Ætli það sé ekki meira hringt í hann heldur en mig þar að segja menn sem vilja fá hann í vinnu. Það væri nú eitthvað ef hann væri ekki eftirsóttur,“ sagði Jón Rúnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. „Eins og hjá öllu góðu og faglegu fólki þá eru svona hluti alltaf til skoðunar. Við viljum trúa því að við gerum ekki hlutina í einhverju óðagoti. Þetta er ekki neitt skemmtiefni,“ sagði Jón Rúnar um þá stóru ákvörðun að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla hjá FH. „Við höfum bara að komist að því, og þegar ég segi við þá er það félagið og þar með talinn þjálfarinn, að þetta sé tími til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Þess vegna er þetta lendingin,“ sagði Jón Rúnar. „Það er með þetta eins og annað að ákvarðanir eru teknar þegar þær eru teknar og svo getur vel verið að þetta sé tóm helvítis þvæla,“ sagði Jón Rúnar í léttum tón en þetta stærsta ákvörðun sem Knattspyrnudeild FH hefur tekið? „Þetta er í þeim flokki,“ sagði Jón Rúnar en hvað með leitina af næsta þjálfara FH? „Nú þarf að hugsa það vel og vanda sig. Við þurfum að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti,“ sagði Jón Rúnar en þegar Ólafur Jóhannesson hætti með liðið árið 2007 til að taka við íslenska landsliðinu þá réði FH aðstoðarmann hans, Heimi Guðjónsson. „Við vorum svo heppnir að hafa rétta manninn í túngarðinum þá,“ sagði Jón Rúnar en mun þjálfaraleitin taka langan tíma? „Við tökum bara þann tíma sem þarf. Hann getur verið langur og hann getur verið stuttur. Ég veit ekkert um það,“ sagði Jón Rúnar. Tími Heimis með FH-liðið er sögulegur. Tíu tímabil, fimm Íslandsmeistaratitlar og fjögur silfurverðlaun. „Allt hefur sinn tíma í þessu sem öðru. Við verðum líka að vera menn sem hanga ekki bara á einhverju roði af því því bara,“ sagði Jón Rúnar. En hverjir koma þá til greina sem eftirmenn Heimis? „Þegar við erum að tala um íslensk nöfn þá eru það ekkert margir. Ef við tölum um erlend nöfn þá eru heldur ekkert margir. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að menn komi upp með nöfn sem eru innan seilingar. Ég geri ekki athugasemd við það,“ sagði Jón Rúnar þegar nafn Ólafs Kristjánssonar var nefnt við hann. Ólafur er atvinnulaus eftir að hann hætti með Randers-liðið. Að þjálfa FH hlýtur að vera eitt eftirsóttasta starfið í íslenskum fótbolta? „Fyrir menn sem hafa metnað þá held ég að ég sé ekki að gorta með það með því að segja að FH hljóti að vera þar efst á blaði,“ sagði Jón Rúnar. En skilja Heimir og FH í góðu? „Það skal tekið fram að Heimir er stórmenni hvað það varðar. Hann setur sjálfan sig ekki fremst. Hann er jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár sem hann hefur verið hjá okkur. Hjá okkur er enginn kali eða eitthvað svoleiðis enda reynum við að skilja við okkar fólk þannig að komi til þess þá finnist það vera velkomið til baka,“ sagði Jón Rúnar. Jón Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að Heimir verði atvinnulaus lengi. „Ætli það sé ekki meira hringt í hann heldur en mig þar að segja menn sem vilja fá hann í vinnu. Það væri nú eitthvað ef hann væri ekki eftirsóttur,“ sagði Jón Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn