Jeep selst 17 sinnum betur en Chevrolet í Japan Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 15:00 Jeep Cherokee. Söluárangur Jeep um allan heim er glæstur á undanförnum árum og þar er hinn erfiði markaður í Japan ekki undanskilinn. Ekki einungis er Jeep söluhæsta bandaríska bílamerkið í Japan, heldur selur Jeep t.d. 17 sinnum fleiri bíla en Chevrolet þar í landi. Jeep hefur verið á meðal 10 söluhæstu erlendu bílamerkjunum í Japan á undanförnum árum og á fyrri helmingi þessa árs var Jeep í 7. sæti, aðallega á eftir evrópskum bílamerkjum. Sala Jeep jókst um 6,9% á þessum fyrri helmingi ársins og ágúst var metmánuður hjá Jeep í Japan, en þá seldust 6.344 bílar. Góð sala Jeep í Japan helst reyndar í hendur við mikla fjölgun söluumboða, sem hafa farið úr 52 árið 2010 í 82 nú. Fjármagn til auglýsinga hjá Jeep í Japan hefur einnig verið tvöfaldað á síðustu 7 árum. Bandarískir bílar hafa ekki verið þekktir fyrir gæði og lága bilanatíðni og það líkar Japönum ekki vel, en svo virðist sem ímynd Jeep sé á annan veg en með önnur bandarísk bílafyrirtæki og því slær Jeep þeim svo rækilega við. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent
Söluárangur Jeep um allan heim er glæstur á undanförnum árum og þar er hinn erfiði markaður í Japan ekki undanskilinn. Ekki einungis er Jeep söluhæsta bandaríska bílamerkið í Japan, heldur selur Jeep t.d. 17 sinnum fleiri bíla en Chevrolet þar í landi. Jeep hefur verið á meðal 10 söluhæstu erlendu bílamerkjunum í Japan á undanförnum árum og á fyrri helmingi þessa árs var Jeep í 7. sæti, aðallega á eftir evrópskum bílamerkjum. Sala Jeep jókst um 6,9% á þessum fyrri helmingi ársins og ágúst var metmánuður hjá Jeep í Japan, en þá seldust 6.344 bílar. Góð sala Jeep í Japan helst reyndar í hendur við mikla fjölgun söluumboða, sem hafa farið úr 52 árið 2010 í 82 nú. Fjármagn til auglýsinga hjá Jeep í Japan hefur einnig verið tvöfaldað á síðustu 7 árum. Bandarískir bílar hafa ekki verið þekktir fyrir gæði og lága bilanatíðni og það líkar Japönum ekki vel, en svo virðist sem ímynd Jeep sé á annan veg en með önnur bandarísk bílafyrirtæki og því slær Jeep þeim svo rækilega við.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent