Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 15:49 Óttarr Proppé segir liðsmenn Bjartrar framtíðar keika og hressa þrátt fyrir lítið fylgi í skoðanakönnunum. Vísir/Hanna Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. Í síðustu þremur könnunum, það er í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í dag, í þjóðarpúlsi Gallup á laugardag sem og í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sama dag mælist Björt framtíð með það lítið fylgi að flokkurinn næði ekki mönnum á þing. „Auðvitað vildi maður alltaf sjá betri stöðu í könnunum en það sem maður les í þessar kannanir sem eru að birtast þessa daga er að það er mikil hreyfing á fylgi og staðan mjög óljós. Þannig að maður tekur þetta ekkert nærri sér. Við höfum nú séð það svartara,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Aðspurður hvað hann telji að skýri þetta litla fylgi flokksins segir Óttarr: „Ég held að það sem skýri þetta sé óljós staða fyrir fólki. Það er mikið flakk á fylgi og órói í stjórnmálunum og það er í sjálfu sér bara líka góður möguleiki á breytingum. Síðan auðvitað hefur umræðan í kosningabaráttunni frekar snúist um menn heldur en málefni og ég held að þegar nær dregur þá eigi málefnin eftir að skipta meira máli. Svo við erum bara keik og hress.“Það hefur stundum verið talað um dauðakoss Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, það er að þeir flokkar sem fari með honum í ríkisstjórn nái ekki miklu flugi í næstu kosningum. Óttast Óttarr ekkert þann umtalaða koss? „Nei, ég tek nú ekki mikið mark á hindurvitnum og þetta er eitt af mörgu sem er sagt. Ég held að við í Bjartri framtíð erum nýr flokkur og höfum sveiflast upp og niður í skoðanakönnunum alveg síðan 2012. Auðvitað er þátttaka okkar í ríkisstjórn og þáttur Bjartrar framtíðar í að slíta ríkisstjórninni hefur örugglega áhrif á það hvernig fólk er að upplifa okkur en ég tengi það ekki við þessar skoðanakannanir,“ segir Óttarr. Þá segir hann flokkinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið sem og skilningi á þeirri ákvörðun flokksins að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45 Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. Í síðustu þremur könnunum, það er í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í dag, í þjóðarpúlsi Gallup á laugardag sem og í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sama dag mælist Björt framtíð með það lítið fylgi að flokkurinn næði ekki mönnum á þing. „Auðvitað vildi maður alltaf sjá betri stöðu í könnunum en það sem maður les í þessar kannanir sem eru að birtast þessa daga er að það er mikil hreyfing á fylgi og staðan mjög óljós. Þannig að maður tekur þetta ekkert nærri sér. Við höfum nú séð það svartara,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Aðspurður hvað hann telji að skýri þetta litla fylgi flokksins segir Óttarr: „Ég held að það sem skýri þetta sé óljós staða fyrir fólki. Það er mikið flakk á fylgi og órói í stjórnmálunum og það er í sjálfu sér bara líka góður möguleiki á breytingum. Síðan auðvitað hefur umræðan í kosningabaráttunni frekar snúist um menn heldur en málefni og ég held að þegar nær dregur þá eigi málefnin eftir að skipta meira máli. Svo við erum bara keik og hress.“Það hefur stundum verið talað um dauðakoss Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, það er að þeir flokkar sem fari með honum í ríkisstjórn nái ekki miklu flugi í næstu kosningum. Óttast Óttarr ekkert þann umtalaða koss? „Nei, ég tek nú ekki mikið mark á hindurvitnum og þetta er eitt af mörgu sem er sagt. Ég held að við í Bjartri framtíð erum nýr flokkur og höfum sveiflast upp og niður í skoðanakönnunum alveg síðan 2012. Auðvitað er þátttaka okkar í ríkisstjórn og þáttur Bjartrar framtíðar í að slíta ríkisstjórninni hefur örugglega áhrif á það hvernig fólk er að upplifa okkur en ég tengi það ekki við þessar skoðanakannanir,“ segir Óttarr. Þá segir hann flokkinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið sem og skilningi á þeirri ákvörðun flokksins að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45 Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45
Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30