Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 15:49 Óttarr Proppé segir liðsmenn Bjartrar framtíðar keika og hressa þrátt fyrir lítið fylgi í skoðanakönnunum. Vísir/Hanna Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. Í síðustu þremur könnunum, það er í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í dag, í þjóðarpúlsi Gallup á laugardag sem og í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sama dag mælist Björt framtíð með það lítið fylgi að flokkurinn næði ekki mönnum á þing. „Auðvitað vildi maður alltaf sjá betri stöðu í könnunum en það sem maður les í þessar kannanir sem eru að birtast þessa daga er að það er mikil hreyfing á fylgi og staðan mjög óljós. Þannig að maður tekur þetta ekkert nærri sér. Við höfum nú séð það svartara,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Aðspurður hvað hann telji að skýri þetta litla fylgi flokksins segir Óttarr: „Ég held að það sem skýri þetta sé óljós staða fyrir fólki. Það er mikið flakk á fylgi og órói í stjórnmálunum og það er í sjálfu sér bara líka góður möguleiki á breytingum. Síðan auðvitað hefur umræðan í kosningabaráttunni frekar snúist um menn heldur en málefni og ég held að þegar nær dregur þá eigi málefnin eftir að skipta meira máli. Svo við erum bara keik og hress.“Það hefur stundum verið talað um dauðakoss Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, það er að þeir flokkar sem fari með honum í ríkisstjórn nái ekki miklu flugi í næstu kosningum. Óttast Óttarr ekkert þann umtalaða koss? „Nei, ég tek nú ekki mikið mark á hindurvitnum og þetta er eitt af mörgu sem er sagt. Ég held að við í Bjartri framtíð erum nýr flokkur og höfum sveiflast upp og niður í skoðanakönnunum alveg síðan 2012. Auðvitað er þátttaka okkar í ríkisstjórn og þáttur Bjartrar framtíðar í að slíta ríkisstjórninni hefur örugglega áhrif á það hvernig fólk er að upplifa okkur en ég tengi það ekki við þessar skoðanakannanir,“ segir Óttarr. Þá segir hann flokkinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið sem og skilningi á þeirri ákvörðun flokksins að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45 Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. Í síðustu þremur könnunum, það er í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í dag, í þjóðarpúlsi Gallup á laugardag sem og í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sama dag mælist Björt framtíð með það lítið fylgi að flokkurinn næði ekki mönnum á þing. „Auðvitað vildi maður alltaf sjá betri stöðu í könnunum en það sem maður les í þessar kannanir sem eru að birtast þessa daga er að það er mikil hreyfing á fylgi og staðan mjög óljós. Þannig að maður tekur þetta ekkert nærri sér. Við höfum nú séð það svartara,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Aðspurður hvað hann telji að skýri þetta litla fylgi flokksins segir Óttarr: „Ég held að það sem skýri þetta sé óljós staða fyrir fólki. Það er mikið flakk á fylgi og órói í stjórnmálunum og það er í sjálfu sér bara líka góður möguleiki á breytingum. Síðan auðvitað hefur umræðan í kosningabaráttunni frekar snúist um menn heldur en málefni og ég held að þegar nær dregur þá eigi málefnin eftir að skipta meira máli. Svo við erum bara keik og hress.“Það hefur stundum verið talað um dauðakoss Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, það er að þeir flokkar sem fari með honum í ríkisstjórn nái ekki miklu flugi í næstu kosningum. Óttast Óttarr ekkert þann umtalaða koss? „Nei, ég tek nú ekki mikið mark á hindurvitnum og þetta er eitt af mörgu sem er sagt. Ég held að við í Bjartri framtíð erum nýr flokkur og höfum sveiflast upp og niður í skoðanakönnunum alveg síðan 2012. Auðvitað er þátttaka okkar í ríkisstjórn og þáttur Bjartrar framtíðar í að slíta ríkisstjórninni hefur örugglega áhrif á það hvernig fólk er að upplifa okkur en ég tengi það ekki við þessar skoðanakannanir,“ segir Óttarr. Þá segir hann flokkinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið sem og skilningi á þeirri ákvörðun flokksins að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45 Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45
Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30