Phaeton endurvakinn sem rafmagnsbíll í Genf 2018 Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2017 14:15 Volkswagen Phideon GTE er nú í boði í Kína sem tengiltvinnbíll. Volkswagen framleiddi flaggskip sitt Phaeton á árunum 2002 til 2016 og framleiddi alls 84.235 eintök af þessum stóra lúxusbíl sem mörgum fannst að ætti ekki heima í bílaúrvali Volkswagen. Framleiðslunni, sem fram fór í Dresden í austurhluta Þýskalands, var semsagt hætt í fyrra þar, en hélt samt áfram í Kína og er þar framleiddur undir nafninu Phideon. Meiningin áður en ákvörðun var tekin um að hætta framleiðslu Phaeton í Þýskalandi var að kynna nýja kynslóð hans á næsta ári. Volkswagen hefur í raun aldrei gefist upp alveg upp á framleiðslu Phaeton fyrir Evrópumarkað þó svo hann fáist þar ekki nú. Til vitnis um það þá ætlar Volkswagen að sýna nýja gerð bílsins á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, en sá bíll mun eingöngu verða drifinn áfram á rafmagni. Hann á að komast heila 600 kílómetra á fullri hleðslu. Volkswagen finnst það sérlega við hæfi að flaggskip fyrirtækisins sé hreinræktaður rafmagnsbíll og það rímar ágætlega við nýja stefnu þess eftir dísilvélasvindlið. Þó svo að Volkswagen ætli að kynna Phaeton í Genf í mars á næsta ári þá kemur hann líklega ekki á markað fyrr en öðru hvoru megin við áramótin 2019/2020. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Volkswagen framleiddi flaggskip sitt Phaeton á árunum 2002 til 2016 og framleiddi alls 84.235 eintök af þessum stóra lúxusbíl sem mörgum fannst að ætti ekki heima í bílaúrvali Volkswagen. Framleiðslunni, sem fram fór í Dresden í austurhluta Þýskalands, var semsagt hætt í fyrra þar, en hélt samt áfram í Kína og er þar framleiddur undir nafninu Phideon. Meiningin áður en ákvörðun var tekin um að hætta framleiðslu Phaeton í Þýskalandi var að kynna nýja kynslóð hans á næsta ári. Volkswagen hefur í raun aldrei gefist upp alveg upp á framleiðslu Phaeton fyrir Evrópumarkað þó svo hann fáist þar ekki nú. Til vitnis um það þá ætlar Volkswagen að sýna nýja gerð bílsins á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, en sá bíll mun eingöngu verða drifinn áfram á rafmagni. Hann á að komast heila 600 kílómetra á fullri hleðslu. Volkswagen finnst það sérlega við hæfi að flaggskip fyrirtækisins sé hreinræktaður rafmagnsbíll og það rímar ágætlega við nýja stefnu þess eftir dísilvélasvindlið. Þó svo að Volkswagen ætli að kynna Phaeton í Genf í mars á næsta ári þá kemur hann líklega ekki á markað fyrr en öðru hvoru megin við áramótin 2019/2020.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent