Tólf bílar komnir í úrslit í vali á bíl ársins Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 13:00 Renault Talisman hlaut Stálstýrið í fyrra. Tólf bílar hafa verið valdir í úrslit í Bíl ársins 2018 en það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem sér um valið á Bíl ársins, nú í ellefta skiptið. Alls 30 bílar voru tilnefndir í valinu. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð en þrír efstu bílarnir í hverjum flokki komust í úrslit. Í flokki smábíla urðu Suzuki Swift, Nissan Micra og Kia Rio fyrir valinu. Í flokki millistórra bíla komust Honda Civic, Hyundai Ionic og Hyundai i30 í úrslitin. Í flokki stórra fólksbíla voru það BMW 5, Peugeot 3008 og Volvo V90 Cross Country sem stóðu eftir á blaði og í flokki jeppa og jepplinga komust Skoda Kodiaq, Volvo XC60 og Renault Koleos í úrslit. Sá bíll sem valinn verður Bíll ársins hlýtur verðlaunagripinn Stálstýrið. Í fyrra var Renault Talisman valinn Bíll ársins. Tilkynnt verður um val á Bíl ársins 2018 síðar í mánuðinum. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent
Tólf bílar hafa verið valdir í úrslit í Bíl ársins 2018 en það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem sér um valið á Bíl ársins, nú í ellefta skiptið. Alls 30 bílar voru tilnefndir í valinu. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð en þrír efstu bílarnir í hverjum flokki komust í úrslit. Í flokki smábíla urðu Suzuki Swift, Nissan Micra og Kia Rio fyrir valinu. Í flokki millistórra bíla komust Honda Civic, Hyundai Ionic og Hyundai i30 í úrslitin. Í flokki stórra fólksbíla voru það BMW 5, Peugeot 3008 og Volvo V90 Cross Country sem stóðu eftir á blaði og í flokki jeppa og jepplinga komust Skoda Kodiaq, Volvo XC60 og Renault Koleos í úrslit. Sá bíll sem valinn verður Bíll ársins hlýtur verðlaunagripinn Stálstýrið. Í fyrra var Renault Talisman valinn Bíll ársins. Tilkynnt verður um val á Bíl ársins 2018 síðar í mánuðinum.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent