MAX1 Bílavaktin og Bleika slaufan í samstarf Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 12:15 Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdarstjóri MAX1 Bílavaktarinnar, Temu Valta, sölustjóri Nokian Tyres, og Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands innsigla hér samstarfið. Hluti ágóða af sölu Nokian dekkja mun renna til Bleiku slaufunnar. MAX1 Bílavaktin, sem er söluaðili Nokian Tyres á Íslandi, mun nú í fjórða sinn ganga til samstarfs við Bleiku slaufuna. Í október og nóvember mun hluti ágóða af sölu Nokian gæðadekkja renna til átaksins. Bleika slaufan er í senn árvekni- og fjáröflunarátak sem er nú haldið í ellefta sinn. Í ár rennur söfnunarfé Bleiku slaufunnar til Ráðgjafaþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Þriðji hver einstaklingur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og afar mikilvægt er að þeir og aðstandendur þeirra geti gengið að áreiðanlegri ráðgjöf og stuðningi í veikindunum og í kjölfar þeirra. MAX1 og Bleika slaufan hafa átt mjög farsælt samstarf og því var enginn vafi á að endurtaka samstarfið. „Samstarfi MAX1 og Bleiku slaufunnar hefur verið gríðarlega vel tekið undanfarin ár enda þarft málefni. Starfsmenn sem og viðskiptavinir MAX1 hafa líst mikilli ánægju með samstarfið og starfsmenn MAX1 skarta stoltir bleikum bolum á meðan á átakinu stendur. Það er okkur sönn ánægja að fá að vera partur af því að vekja athygli á svo þörfu málefni“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar. Öryggi bílsins veltur á gæðum dekkjanna Nokian dekk koma frá Finnlandi og eru ein öruggustu dekk sem völ er á eins og kannanir hafa sýnt fram á. Nokian hefur sérhæft sig í framleiðslu dekkja fyrir þær aksturs aðstæður sem finnast hér á Íslandi. „Við höfum reynt að efla fræðslu um öryggi í umferðinni. Það kemur mörgum á óvart að heyra að mismunur á hemlunarvegalengd tveggja nýrra dekkja á 100 km hraða getur verið allt að 27 metrar. Þessi vegalengd getur skipt sköpum. Við bjóðum upp á mikið úrval gæðadekkja frá Nokian á frábæru verði og í öllum tilfellum þá ráðleggjum fólki að velja gæðadekk því öryggi bílsins veltur mikið á gæðum dekkjanna“ segir Sigurjón Árni. „Við veitum fólki ráðgjöf um hvernig dekk séu best undir bílinn og hvetjum okkar viðskiptavini til að fara á heimasíðuna okkar, www.max1.is og kynna sér verð og úrval. Styrkur til Bleiku slaufunnar Samstarfið hefst 1. október og verður út nóvember mánuð. Að sjálfsögðu verður Bleika slaufan til sölu á öllum verkstæðum MAX1 en þau eru fjögur talsins, þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði. Viðskiptavinir MAX1 sem versla Nokian gæðadekk í október og nóvember styrkja Bleiku slaufuna um leið með kaupunum. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
MAX1 Bílavaktin, sem er söluaðili Nokian Tyres á Íslandi, mun nú í fjórða sinn ganga til samstarfs við Bleiku slaufuna. Í október og nóvember mun hluti ágóða af sölu Nokian gæðadekkja renna til átaksins. Bleika slaufan er í senn árvekni- og fjáröflunarátak sem er nú haldið í ellefta sinn. Í ár rennur söfnunarfé Bleiku slaufunnar til Ráðgjafaþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Þriðji hver einstaklingur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og afar mikilvægt er að þeir og aðstandendur þeirra geti gengið að áreiðanlegri ráðgjöf og stuðningi í veikindunum og í kjölfar þeirra. MAX1 og Bleika slaufan hafa átt mjög farsælt samstarf og því var enginn vafi á að endurtaka samstarfið. „Samstarfi MAX1 og Bleiku slaufunnar hefur verið gríðarlega vel tekið undanfarin ár enda þarft málefni. Starfsmenn sem og viðskiptavinir MAX1 hafa líst mikilli ánægju með samstarfið og starfsmenn MAX1 skarta stoltir bleikum bolum á meðan á átakinu stendur. Það er okkur sönn ánægja að fá að vera partur af því að vekja athygli á svo þörfu málefni“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar. Öryggi bílsins veltur á gæðum dekkjanna Nokian dekk koma frá Finnlandi og eru ein öruggustu dekk sem völ er á eins og kannanir hafa sýnt fram á. Nokian hefur sérhæft sig í framleiðslu dekkja fyrir þær aksturs aðstæður sem finnast hér á Íslandi. „Við höfum reynt að efla fræðslu um öryggi í umferðinni. Það kemur mörgum á óvart að heyra að mismunur á hemlunarvegalengd tveggja nýrra dekkja á 100 km hraða getur verið allt að 27 metrar. Þessi vegalengd getur skipt sköpum. Við bjóðum upp á mikið úrval gæðadekkja frá Nokian á frábæru verði og í öllum tilfellum þá ráðleggjum fólki að velja gæðadekk því öryggi bílsins veltur mikið á gæðum dekkjanna“ segir Sigurjón Árni. „Við veitum fólki ráðgjöf um hvernig dekk séu best undir bílinn og hvetjum okkar viðskiptavini til að fara á heimasíðuna okkar, www.max1.is og kynna sér verð og úrval. Styrkur til Bleiku slaufunnar Samstarfið hefst 1. október og verður út nóvember mánuð. Að sjálfsögðu verður Bleika slaufan til sölu á öllum verkstæðum MAX1 en þau eru fjögur talsins, þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði. Viðskiptavinir MAX1 sem versla Nokian gæðadekk í október og nóvember styrkja Bleiku slaufuna um leið með kaupunum.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent