Volvo mun smíða XC90 í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 10:15 Volvo XC90 öslar snjóinn. Volvo er nú að byggja verksmiðju í S-Karolínu í Bandaríkjunum og meiningin í fyrstu var að smíða þar nýju kynslóðina af Volvo XC60 jepplingnum. Starfsemi í verksmiðjunni, sem er fyrsta verksmiðja Volvo í Bandaríkjunum, á að hefjast haustið 2018. Volvo hefur nú ákveðið að smíða þar einnig XC90 jeppann af næstu kynslóð hans sem koma skal árið 2021. Þessi ákvörðun kemur ef til vill ekki á óvart í ljósi þess að nú er XC90 jeppinn mest selda bílgerð Volvo í Bandaríkjunum. Þeir XC90 bílar sem seljast nú svo vel vestanhafs eru smíðaðir í Torslanda í Svíþjóð og því mætti heilmikið spara með því að smíða bílinn í Bandaríkjunum fyrir þann góða markað sem þar er fyrir jeppann. Volvo mun bæta við 1.200 milljón króna fjárfestingu í verksmiðjunni vegna smíði XC90 og fjölga starfsmönnum frá fyrirhuguðum 2.000 starfsmönnum í 3.900. Markmið Volvo með nýju verksmiðjunni er að tvöfalda sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum fram til ársins 2020. Stöðug aukning hefur verið í sölu Volvo bíla vestanhafs á síðustu árum. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent
Volvo er nú að byggja verksmiðju í S-Karolínu í Bandaríkjunum og meiningin í fyrstu var að smíða þar nýju kynslóðina af Volvo XC60 jepplingnum. Starfsemi í verksmiðjunni, sem er fyrsta verksmiðja Volvo í Bandaríkjunum, á að hefjast haustið 2018. Volvo hefur nú ákveðið að smíða þar einnig XC90 jeppann af næstu kynslóð hans sem koma skal árið 2021. Þessi ákvörðun kemur ef til vill ekki á óvart í ljósi þess að nú er XC90 jeppinn mest selda bílgerð Volvo í Bandaríkjunum. Þeir XC90 bílar sem seljast nú svo vel vestanhafs eru smíðaðir í Torslanda í Svíþjóð og því mætti heilmikið spara með því að smíða bílinn í Bandaríkjunum fyrir þann góða markað sem þar er fyrir jeppann. Volvo mun bæta við 1.200 milljón króna fjárfestingu í verksmiðjunni vegna smíði XC90 og fjölga starfsmönnum frá fyrirhuguðum 2.000 starfsmönnum í 3.900. Markmið Volvo með nýju verksmiðjunni er að tvöfalda sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum fram til ársins 2020. Stöðug aukning hefur verið í sölu Volvo bíla vestanhafs á síðustu árum.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent