Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi Hörður Ægisson skrifar 3. október 2017 09:45 Festi er næst stærsta smásölufélag landsins og rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. VÍSIR/ERNIR Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. Þetta kom fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun en kaupsamningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem N1 og hluthafar Festi skrifuðu undir þann 9. júní síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festi 37,9 milljarðar sem verður greitt annars vegar með rúmlega 78 milljónum hluta í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna, og hins vegar með nýrri lántöku. Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um rúmlega 6 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um undirritun kaupsamningsins. Gera áætlanir yfirstandandi rekstrarárs Festi ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 3.340 milljónir og eru 2.125 milljónir vegna rekstrarfélaga Festi en 1.215 milljónir vegna fasteignastarfsemi þess. Heildarvirði félagsins getur tekið breytingum vegna afkomu rekstrarfélaga Festi. Þannig kemur fram í tilkynningunni að reynist EBITDA rekstrarfélaganna vera lægri en 2.050 milljónir skal kaupverðið lækka en þó aldrei meira en um 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 1.925 milljónir króna eða lægri.Væntingar um lakari afkomu eftir innkomu Costco Frá því var greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í byrjun síðasta mánaðar að búist væri við því að EBITDA rekstrarfélaga Festi yrði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi ári en fyrri spár höfðu áður gert ráð fyrir. Stjórnendur N1 færu því fram á að kaupverðið á öllu hlutafé Festi myndi lækka ef afkoma rekstrarfélaganna verður ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins frá því í júní. Væntingar um minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Þá segir í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar í morgun, eins og fram kom í viljayfirlýsingunni fyrr á árinu, að reynist EBITDA rekstrarfélaga Festi fyrir yfirstandandi rekstrarár vera hærri en 2.125 milljónir skal kaupverð hækka en þó aldrei meira en 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 2.250 milljónir eða hærri. Eggert Kristófersson, forstjóri N1, segir í tilkynningu: „Það er okkur sönn ánægja að samningum um kaup N1 á Festi hafi lokið í dag með undirritun kaupsamnings. Með kaupunum verður til stærra og öflugra félag með getu til að þjónusta viðskiptavinum sínum enn betur um land allt með samþættingu í rekstri fyrirtækjanna og góðum staðsetningum.“ Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um að hluthafafundir beggja aðila samþykki kaupin og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. Þetta kom fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun en kaupsamningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem N1 og hluthafar Festi skrifuðu undir þann 9. júní síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festi 37,9 milljarðar sem verður greitt annars vegar með rúmlega 78 milljónum hluta í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna, og hins vegar með nýrri lántöku. Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um rúmlega 6 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um undirritun kaupsamningsins. Gera áætlanir yfirstandandi rekstrarárs Festi ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 3.340 milljónir og eru 2.125 milljónir vegna rekstrarfélaga Festi en 1.215 milljónir vegna fasteignastarfsemi þess. Heildarvirði félagsins getur tekið breytingum vegna afkomu rekstrarfélaga Festi. Þannig kemur fram í tilkynningunni að reynist EBITDA rekstrarfélaganna vera lægri en 2.050 milljónir skal kaupverðið lækka en þó aldrei meira en um 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 1.925 milljónir króna eða lægri.Væntingar um lakari afkomu eftir innkomu Costco Frá því var greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í byrjun síðasta mánaðar að búist væri við því að EBITDA rekstrarfélaga Festi yrði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi ári en fyrri spár höfðu áður gert ráð fyrir. Stjórnendur N1 færu því fram á að kaupverðið á öllu hlutafé Festi myndi lækka ef afkoma rekstrarfélaganna verður ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins frá því í júní. Væntingar um minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Þá segir í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar í morgun, eins og fram kom í viljayfirlýsingunni fyrr á árinu, að reynist EBITDA rekstrarfélaga Festi fyrir yfirstandandi rekstrarár vera hærri en 2.125 milljónir skal kaupverð hækka en þó aldrei meira en 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 2.250 milljónir eða hærri. Eggert Kristófersson, forstjóri N1, segir í tilkynningu: „Það er okkur sönn ánægja að samningum um kaup N1 á Festi hafi lokið í dag með undirritun kaupsamnings. Með kaupunum verður til stærra og öflugra félag með getu til að þjónusta viðskiptavinum sínum enn betur um land allt með samþættingu í rekstri fyrirtækjanna og góðum staðsetningum.“ Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um að hluthafafundir beggja aðila samþykki kaupin og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira