General Motors stefnir á bensínlausa framtíð Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 22:39 Chevrolet Bolt, rafbíll frá General Motors. Einn af stærstu bílaframleiðendum í heimi, General Motors, hefur tilkynnt að fyrirtækið stefni hraðbyri að því að hætta framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Greint er frá því á vef Washington Post að Genaral Motors muni senda frá sér tvær gerðir af rafbílum á næsta ári og átján til viðbótar fyrir árið 2023. Fyrirtækið bauð fjölmiðlum til fundar fyrr í dag en þar sagði einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins að breytingin úr eldsneytisbílum í rafbíla muni taka tíma, en þetta sé stefnan sem fyrirtækið mun fylgja. „General Motors trúir á rafbílaframtíð,“ er haft eftir Mark Reuss á vef Washington Post. „Þrátt fyrir að eitthvað sé í það, þá er GM staðráðið í að auka notkun og samþykki fyrir rafknúnum ökutækjum.“Reuss er sagður hafa forðast að svara spurningum um hvenær nákvæmlega fyrirtækið mun láta af framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, en minntist á að fyrirtækið sé of stórt til að leggja mat á það að svo stöddu.General Motors var þriðji stærsti bílaframleiðandinn í heimi árið 2016, en það ár sló fyrirtækið eigið met með því að selja 10 milljónir ökutækja. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent
Einn af stærstu bílaframleiðendum í heimi, General Motors, hefur tilkynnt að fyrirtækið stefni hraðbyri að því að hætta framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Greint er frá því á vef Washington Post að Genaral Motors muni senda frá sér tvær gerðir af rafbílum á næsta ári og átján til viðbótar fyrir árið 2023. Fyrirtækið bauð fjölmiðlum til fundar fyrr í dag en þar sagði einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins að breytingin úr eldsneytisbílum í rafbíla muni taka tíma, en þetta sé stefnan sem fyrirtækið mun fylgja. „General Motors trúir á rafbílaframtíð,“ er haft eftir Mark Reuss á vef Washington Post. „Þrátt fyrir að eitthvað sé í það, þá er GM staðráðið í að auka notkun og samþykki fyrir rafknúnum ökutækjum.“Reuss er sagður hafa forðast að svara spurningum um hvenær nákvæmlega fyrirtækið mun láta af framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, en minntist á að fyrirtækið sé of stórt til að leggja mat á það að svo stöddu.General Motors var þriðji stærsti bílaframleiðandinn í heimi árið 2016, en það ár sló fyrirtækið eigið met með því að selja 10 milljónir ökutækja.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent