Evrópa ekki líkleg til stórræða í Katalóníu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. október 2017 06:00 Stúdentar mótmæltu lögregluofbeldi í Barcelona í gær. Framferði stjórnvalda í Madrid hefur verið mótmælt um alla Evrópu. Stjórnvöld í Katalóníu segjast enn vilja ná friðsamlegu samkomulagi við þau í Madrid. vísir/epa Ísland myndi ekki taka afstöðu til mögulegrar sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu nema með aðkomu Alþingis, segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og telur ekki æskilegt að starfsstjórn taki sjálfstæða afstöðu í málum eins og þessu, að svo stöddu. Aðspurð segir Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar, að nefndin hafi ekki komið saman vegna málsins.Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.vísir/gva„Evrópusambandið er aumingi og gerir ekki neitt og getur ekkert gert,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem hefur verið með annan fótinn á Spáni undanfarin ár. Jón er ekki bjartsýnn á framhaldið. Madrid hafi haft um tvær leiðir að velja. Annars vegar viðræður að siðaðra manna hætti eða valdbeitingu. „Nú eru þeir búnir að brenna brýr að baki sér með því að siga gömlu fasistalögreglunni á íbúa Katalóníu og þar með eru þeir búnir að eyðileggja sinn málstað og það má þakka fyrir ef þetta endar ekki í blóðugri borgarastyrjöld aftur.“ Jón segir nauðsynlegt að skilja sjálfstæðisþrá Katalóníumanna í sögulegu ljósi og bendir á að Spánverjar hafi aldrei gert tímabil fasismans upp, heldur hafi þeir haldið sig við sáttmála gleymskunnar. „Í honum fólst að láta hina dauðu grafa hina dauðu; gleyma fortíðinni og einblína bara á nýja framtíð lýðræðislegs Spánar.“ Jón segir þennan sáttmála vera að trosna upp núna. „Það er varla til sú fjölskylda á Spáni sem ekki hefur átt um sárt að binda vegna Franco, og PP [Þjóðarflokkurinn] er náttúrulega bara arftaki fasistanna,“ segir Jón og bætir við: „Lögreglan, kirkjan, herinn og landeigendaklíkan. Það er PP og þeir eru harðir á því að það má ekki opna grafir fortíðarinnar og þess vegna eru sárin ógróin.“ Jón Baldvin telur einu færu leiðina vera að alþjóðasamfélagið þrýsti á og beiti sér fyrir samningum og bendir á að að Evrópusambandið (ESB) var stofnað til að halda frið á stríðshrjáðu meginlandi Evrópu. „Þar af leiðir að ESB á auðvitað í ljósi þessa uppruna og eðlis bandalagsins að hlutast til um að koma á friði og samningum,“ segir Jón, en er ekki vongóður um að bandalagið beiti áhrifum sínum. „Þeir geta í besta falli boðist til að miðla málum. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafa döngun í sér til þess. Lögfræðingarnir munu segja nei, Spánn er fullgilt aðildarríki og það er engin miðstjórn í Evrópusambandinu sem hefur heimild til að blanda sér í málefni aðildarríkja. Valdamestu ríki Evrópusambandsins eru gömul nýlenduríki og ég á nú ekki von á að þau beiti sér fyrir milligöngu Evrópusambandsins í málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Ísland myndi ekki taka afstöðu til mögulegrar sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu nema með aðkomu Alþingis, segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og telur ekki æskilegt að starfsstjórn taki sjálfstæða afstöðu í málum eins og þessu, að svo stöddu. Aðspurð segir Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar, að nefndin hafi ekki komið saman vegna málsins.Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.vísir/gva„Evrópusambandið er aumingi og gerir ekki neitt og getur ekkert gert,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem hefur verið með annan fótinn á Spáni undanfarin ár. Jón er ekki bjartsýnn á framhaldið. Madrid hafi haft um tvær leiðir að velja. Annars vegar viðræður að siðaðra manna hætti eða valdbeitingu. „Nú eru þeir búnir að brenna brýr að baki sér með því að siga gömlu fasistalögreglunni á íbúa Katalóníu og þar með eru þeir búnir að eyðileggja sinn málstað og það má þakka fyrir ef þetta endar ekki í blóðugri borgarastyrjöld aftur.“ Jón segir nauðsynlegt að skilja sjálfstæðisþrá Katalóníumanna í sögulegu ljósi og bendir á að Spánverjar hafi aldrei gert tímabil fasismans upp, heldur hafi þeir haldið sig við sáttmála gleymskunnar. „Í honum fólst að láta hina dauðu grafa hina dauðu; gleyma fortíðinni og einblína bara á nýja framtíð lýðræðislegs Spánar.“ Jón segir þennan sáttmála vera að trosna upp núna. „Það er varla til sú fjölskylda á Spáni sem ekki hefur átt um sárt að binda vegna Franco, og PP [Þjóðarflokkurinn] er náttúrulega bara arftaki fasistanna,“ segir Jón og bætir við: „Lögreglan, kirkjan, herinn og landeigendaklíkan. Það er PP og þeir eru harðir á því að það má ekki opna grafir fortíðarinnar og þess vegna eru sárin ógróin.“ Jón Baldvin telur einu færu leiðina vera að alþjóðasamfélagið þrýsti á og beiti sér fyrir samningum og bendir á að að Evrópusambandið (ESB) var stofnað til að halda frið á stríðshrjáðu meginlandi Evrópu. „Þar af leiðir að ESB á auðvitað í ljósi þessa uppruna og eðlis bandalagsins að hlutast til um að koma á friði og samningum,“ segir Jón, en er ekki vongóður um að bandalagið beiti áhrifum sínum. „Þeir geta í besta falli boðist til að miðla málum. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafa döngun í sér til þess. Lögfræðingarnir munu segja nei, Spánn er fullgilt aðildarríki og það er engin miðstjórn í Evrópusambandinu sem hefur heimild til að blanda sér í málefni aðildarríkja. Valdamestu ríki Evrópusambandsins eru gömul nýlenduríki og ég á nú ekki von á að þau beiti sér fyrir milligöngu Evrópusambandsins í málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00
Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57