Andri jafnaði metið og Víkingur féll Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. október 2017 06:00 Bjarni Ólafur Eiríksson lyftir 21. Íslandsmeistarabikar Valsmanna á loft vísir/anton brink Lokaumferð Pepsi deildar karla var spiluð á laugardag, og ríkti mikil spenna fyrir hana. Andri Rúnar Bjarnason gat jafnað eða bætt markametið, ÍBV og Víkingur Ó. kepptust um að halda sæti sínu í deildinni að ári og FH gat rænt öðru sæti deildarinnar af Stjörnunni. Það fór svo að Andri Rúnar skoraði eitt mark og jafnaði metið, FH mistókst að taka annað sætið og var það því í fyrsta skipti síðan 2002 sem FH lendir ekki í öðru tveggja efstu sætanna. Víkingi Ó. mistókst að vinna ÍA og féll því úr efstu deild með andstæðingunum frá Akranesi. Það var mikil pressa á Bolvíkingnum Andra Rúnari Bjarnasyni fyrir leik Grindavíkur gegn Fjölni í gær. Andri Rúnar hafði skorað 18 mörk á tímabilinu og var beðið með eftirvæntingu hvort hann næði að jafna, eða jafnvel bæta, hið langlífa 19 marka met. Andri fékk frábært tækifæri til þess þegar Grindavík fékk vítaspyrnu á 20. mínútu leiksins. Hann brenndi hins vegar af vítinu og allt útlit var fyrir að markið myndi ekki koma. En allt kom fyrir ekki og skoraði Andri Rúnar sigurmark Grindavíkur á 88. mínútu leiksins og er kominn í hinn fræga 19 marka klúbb. „Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta. Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst,“ sagði Andri Rúnar eftir leikinn í gær. Hann sagði einnig að hugurinn leitaði út í atvinnumennsku, en ef hann yrði áfram á Íslandi á næsta tímabili myndi hann skora 20 mörk og slá metið.Andra Rúnari Bjarnasyni var færður gullskórinn frá Adidas eftir sigur Grindvíkinga.vísir/silja úlfarsdóttirFyrir leiki helgarinnar munaði einu stigi á ÍBV og Víkingi Ó. í 10. og 11. sæti deildarinnar. Vestmannaeyingar fengu KA í heimsókn á Hásteinsvöll og Ólsarar fóru á Skipaskaga og mættu föllnum ÍA-mönnum. ÍBV átti ekki í neinum vandræðum með Akureyringa og unnu 3-0 sigur og tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Á meðan vantaði allt líf í Ólsara og var ekki að sjá á leik þeirra að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu. Leikurinn á Akranesi endaði í markalausu jafntefli og liðin af Vesturlandi fara saman í Inkasso deildina að ári. „Ég er bara mjög ánægður, við spiluðum mjög vel í dag og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Ég hafði engar áhyggjur af þessu, án gríns, þú getur rætt við hvern sem er hérna í Vestmannaeyjum að ég var búinn að segja „3-0 og ég skora tvö,“ og það var einmitt það sem gerðist í dag,“ sagði Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir leikinn. Hann endaði sem markahæstur manna ÍBV með 10 mörk á tímabilinu. Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. sagðist ekki vita hvort hann myndi halda áfram með liðið eftir tímabilið. Hann var að vonum ekki sáttur með úrslitin, en samt stoltur af sínu liði. „Þetta er kannski ekki eins sárt að vita til þess að ÍBV hafi unnið sinn leik sannfærandi, fyrst við náðum ekki að klára okkar leik. Ég er samt áður ánægður með mitt lið, frammistöðuna, viljann og baráttu og allt saman. Eins og ég segi, mér fannst við gera nóg til að skora eitt mark. Það er kannski ekki margt meira að segja um það,“ sagði Ejub eftir leikinn.Niðurlútur Ejub gengur af velli á AkranesiVísir/Hanna AndrésdóttirÞað gerðist síðast fyrir 15 árum að FH endaði ekki í öðru tveggja efstu sætanna í deildinni. Þeir voru í þriðja sæti fyrir lokaumferðina en gátu stolið öðru sætinu af Garðbæingum ef þeir ynnu Breiðablik og Stjarnan tapaði fyrir KR í Vesturbænum. Það fór hins vegar svo að Stjarnan vann sinn leik, en FH tapaði fyrir Blikum og enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Ekki alslæmur árangur, en vonbrigðatímabil fyrir fráfarandi Íslandsmeistara. „Það þarf bara að fara í einhverja vinnu núna. Við leikmenn þurfum bara að líta í eigin barm. Við getum ekki verið sáttir með þessa frammistöðu. Við þurfum að skoða hvað hefur farið úrskeiðis og hvað við getum gert til að koma sterkari til leiks að ári,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH eftir leikinn. Hann segir leikmennina verða að bera ábyrgð, hún liggi ekki öll hjá þjálfaranum. „Það er ekki hann sem hefur verið inni á vellinum í sumar og það erum við leikmennirnir sem þurfum að axla ábyrgð á þessu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Lokaumferð Pepsi deildar karla var spiluð á laugardag, og ríkti mikil spenna fyrir hana. Andri Rúnar Bjarnason gat jafnað eða bætt markametið, ÍBV og Víkingur Ó. kepptust um að halda sæti sínu í deildinni að ári og FH gat rænt öðru sæti deildarinnar af Stjörnunni. Það fór svo að Andri Rúnar skoraði eitt mark og jafnaði metið, FH mistókst að taka annað sætið og var það því í fyrsta skipti síðan 2002 sem FH lendir ekki í öðru tveggja efstu sætanna. Víkingi Ó. mistókst að vinna ÍA og féll því úr efstu deild með andstæðingunum frá Akranesi. Það var mikil pressa á Bolvíkingnum Andra Rúnari Bjarnasyni fyrir leik Grindavíkur gegn Fjölni í gær. Andri Rúnar hafði skorað 18 mörk á tímabilinu og var beðið með eftirvæntingu hvort hann næði að jafna, eða jafnvel bæta, hið langlífa 19 marka met. Andri fékk frábært tækifæri til þess þegar Grindavík fékk vítaspyrnu á 20. mínútu leiksins. Hann brenndi hins vegar af vítinu og allt útlit var fyrir að markið myndi ekki koma. En allt kom fyrir ekki og skoraði Andri Rúnar sigurmark Grindavíkur á 88. mínútu leiksins og er kominn í hinn fræga 19 marka klúbb. „Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta. Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst,“ sagði Andri Rúnar eftir leikinn í gær. Hann sagði einnig að hugurinn leitaði út í atvinnumennsku, en ef hann yrði áfram á Íslandi á næsta tímabili myndi hann skora 20 mörk og slá metið.Andra Rúnari Bjarnasyni var færður gullskórinn frá Adidas eftir sigur Grindvíkinga.vísir/silja úlfarsdóttirFyrir leiki helgarinnar munaði einu stigi á ÍBV og Víkingi Ó. í 10. og 11. sæti deildarinnar. Vestmannaeyingar fengu KA í heimsókn á Hásteinsvöll og Ólsarar fóru á Skipaskaga og mættu föllnum ÍA-mönnum. ÍBV átti ekki í neinum vandræðum með Akureyringa og unnu 3-0 sigur og tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Á meðan vantaði allt líf í Ólsara og var ekki að sjá á leik þeirra að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu. Leikurinn á Akranesi endaði í markalausu jafntefli og liðin af Vesturlandi fara saman í Inkasso deildina að ári. „Ég er bara mjög ánægður, við spiluðum mjög vel í dag og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Ég hafði engar áhyggjur af þessu, án gríns, þú getur rætt við hvern sem er hérna í Vestmannaeyjum að ég var búinn að segja „3-0 og ég skora tvö,“ og það var einmitt það sem gerðist í dag,“ sagði Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir leikinn. Hann endaði sem markahæstur manna ÍBV með 10 mörk á tímabilinu. Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. sagðist ekki vita hvort hann myndi halda áfram með liðið eftir tímabilið. Hann var að vonum ekki sáttur með úrslitin, en samt stoltur af sínu liði. „Þetta er kannski ekki eins sárt að vita til þess að ÍBV hafi unnið sinn leik sannfærandi, fyrst við náðum ekki að klára okkar leik. Ég er samt áður ánægður með mitt lið, frammistöðuna, viljann og baráttu og allt saman. Eins og ég segi, mér fannst við gera nóg til að skora eitt mark. Það er kannski ekki margt meira að segja um það,“ sagði Ejub eftir leikinn.Niðurlútur Ejub gengur af velli á AkranesiVísir/Hanna AndrésdóttirÞað gerðist síðast fyrir 15 árum að FH endaði ekki í öðru tveggja efstu sætanna í deildinni. Þeir voru í þriðja sæti fyrir lokaumferðina en gátu stolið öðru sætinu af Garðbæingum ef þeir ynnu Breiðablik og Stjarnan tapaði fyrir KR í Vesturbænum. Það fór hins vegar svo að Stjarnan vann sinn leik, en FH tapaði fyrir Blikum og enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Ekki alslæmur árangur, en vonbrigðatímabil fyrir fráfarandi Íslandsmeistara. „Það þarf bara að fara í einhverja vinnu núna. Við leikmenn þurfum bara að líta í eigin barm. Við getum ekki verið sáttir með þessa frammistöðu. Við þurfum að skoða hvað hefur farið úrskeiðis og hvað við getum gert til að koma sterkari til leiks að ári,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH eftir leikinn. Hann segir leikmennina verða að bera ábyrgð, hún liggi ekki öll hjá þjálfaranum. „Það er ekki hann sem hefur verið inni á vellinum í sumar og það erum við leikmennirnir sem þurfum að axla ábyrgð á þessu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira