Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2017 16:45 Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu vegna kosninga um sjálfstæði héraðsins. Vísir/afp Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Áður hafði verið greint frá því að 337 mótmælendur væru særðir en ástandið í spænska héraðinu er eldfimt í kjölfar kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. Yfirvöld á Spáni hafa heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og hefur stjórnarskrárréttur Spánar sagt atkvæðagreiðsluna ólöglega. Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu en fjölmennar sveitir lögregluþjóna hafa verið sendar á staðinn.Ada Colau, borgarstjóri Barselóna, á kjörstað í dag.Vísir/AFPAda Colau, borgarstjóri Barselóna, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis að tala særðra úr hópi mótmælenda í Katalóníu væri komin upp í 460. Þá hafði áður verið gefið út að 337 mótmælenda hefðu særst í átökum við lögreglu. „Nú þegar eru yfir 460 manns særðir í Katalóníu. Sem borgarstjóri Barselóna krefst ég þess að tafarlaust lát verði á aðgerðum lögreglu gegn varnarlausum íbúunum,“ sagði í yfirlýsingu Colau.Over 460 people injured in Catalonia already. As Mayor of BCN I demand an immediate end to police charges against the defenceless population https://t.co/412z6Jacap— Ada Colau (@AdaColau) October 1, 2017 Lögreglusveitir á vegum spænsku ríkisstjórnarinnar reyna nú allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að íbúar Katalóníu kjósi í sjálfstæðiskosningunum en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa til að mynda skotið gúmmískotum að mótmælendum og barið þá með kylfum. Þá hafa kjörseðlar og kjörkassar verið gerðir upptækir á kjörstöðum víðsvegar um héraðið.Sjá einnig: Börsungar skoruðu þrjú í þögninniSjálfstæði Katalóníu er mörgum íbúum héraðsins hjartans mál en þessi mynd var tekin á kjörstað í dag.Vísir/AFPÍ tilkynningu frá spænska innanríkisráðuneytinu í dag var greint frá því að 12 lögregluþjónar hefðu særst í átökunum og að þrír hefðu verið handteknir. Þá hefur 92 kjörstöðum verið lokað. Júlia Graell, sem komið hafði á kjörstað til að kjósa, sagði í samtali við BBC að lögregluþjónar hefðu sparkað í fólk, „gamalt og ungt.“ „Í dag hef ég orðið vitni að verstu aðgerðum sem ríkisstjórn getur staðið að gegn sinni eigin þjóð.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05 Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57 Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00 Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Áður hafði verið greint frá því að 337 mótmælendur væru særðir en ástandið í spænska héraðinu er eldfimt í kjölfar kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. Yfirvöld á Spáni hafa heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og hefur stjórnarskrárréttur Spánar sagt atkvæðagreiðsluna ólöglega. Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu en fjölmennar sveitir lögregluþjóna hafa verið sendar á staðinn.Ada Colau, borgarstjóri Barselóna, á kjörstað í dag.Vísir/AFPAda Colau, borgarstjóri Barselóna, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis að tala særðra úr hópi mótmælenda í Katalóníu væri komin upp í 460. Þá hafði áður verið gefið út að 337 mótmælenda hefðu særst í átökum við lögreglu. „Nú þegar eru yfir 460 manns særðir í Katalóníu. Sem borgarstjóri Barselóna krefst ég þess að tafarlaust lát verði á aðgerðum lögreglu gegn varnarlausum íbúunum,“ sagði í yfirlýsingu Colau.Over 460 people injured in Catalonia already. As Mayor of BCN I demand an immediate end to police charges against the defenceless population https://t.co/412z6Jacap— Ada Colau (@AdaColau) October 1, 2017 Lögreglusveitir á vegum spænsku ríkisstjórnarinnar reyna nú allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að íbúar Katalóníu kjósi í sjálfstæðiskosningunum en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa til að mynda skotið gúmmískotum að mótmælendum og barið þá með kylfum. Þá hafa kjörseðlar og kjörkassar verið gerðir upptækir á kjörstöðum víðsvegar um héraðið.Sjá einnig: Börsungar skoruðu þrjú í þögninniSjálfstæði Katalóníu er mörgum íbúum héraðsins hjartans mál en þessi mynd var tekin á kjörstað í dag.Vísir/AFPÍ tilkynningu frá spænska innanríkisráðuneytinu í dag var greint frá því að 12 lögregluþjónar hefðu særst í átökunum og að þrír hefðu verið handteknir. Þá hefur 92 kjörstöðum verið lokað. Júlia Graell, sem komið hafði á kjörstað til að kjósa, sagði í samtali við BBC að lögregluþjónar hefðu sparkað í fólk, „gamalt og ungt.“ „Í dag hef ég orðið vitni að verstu aðgerðum sem ríkisstjórn getur staðið að gegn sinni eigin þjóð.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05 Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57 Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00 Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05
Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57
Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00
Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15