Ólympíusigurvegari var beitt kynferðislegu ofbeldi af lækni liðsins í sjö ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 10:30 McKayla Maroney vann gull og silfur á Ólympíuleikum í skugga kynferðislegs ofbeldis. vísir/getty Bandaríska fimleikadrottningin McKayla Maroney, sem vann gull í liðakeppni á Ólympíuleikunum í London árið 2012, segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassar, lækni bandaríska liðsins, í sjö ár en það hófst þegar að hún var þrettán ára gömul. Nassar er í fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum þar sem hann bíður réttarhalda vegna fjölda ásakanna um kynferðislegt ofbeldi en fyrr á þessu ári viðurkenndi hann að eiga barnaklámsmyndir heima hjá sér. Í tengslum við Mee Too-herferðina ákvað Maroney, sem vann þrjú gull á HM og eitt á ÓL á sínum glæsta ferli, að segja sína sögu en hún birti pistil á Twitter-síðu sinni. „Ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassarr, lækni bandaríska kvennalandsliðsins. Það virtist vera alveg sama hvar og hvenær, alltaf lenti ég í þessu. Þetta gerðist í London áður en ég vann gullverðlaunin og þetta gerðist áður en ég vann silfrið,“ segir Maroney sem er frægasti íþróttamaðurinn sem hefur sakað lækninn um slíkt athæfi.WATCH: Gold Medal gymnast McKayla Maroney reveals she was abused by USA gymnastics team doctor: https://t.co/yGvsCW9oa1pic.twitter.com/lnQ9r2SC9K — Good Morning America (@GMA) October 18, 2017 Hundruðir kvenna og stúlkna hafa aftur á móti stigið fram síðasta árið og sakað Nassar um kynferðislegt ofbeldi en þetta hófst allt með rannsókn bandaríska dagblaðsins Indianapolis Star. Nassar, sem er á fimmtugsaldri, starfaði í tæpa þrjá áratugi með bandaríska landsliðinu og var með því á fernum Ólympíuleikum. Hann hefur neitað fyrir að beita nokkra einustu stúlku kynferðislegu ofbeldi. „Þetta byrjaði þegar að ég var þrettán ára á einni fyrstu æfingu minni með landsliðinu og hætti ekki fyrr en að ég hætti í fimleikum,“ segir Maroney og bætir við afskaplega óhugnarlegri sögu. „Ógnvænlegasta kvöld lífs míns átti sér stað þegar að ég var fimmtán ára gömul. Við vorum búin að flúga allan daginn og alla nóttina til að komast til Tókýó. Hann gaf mér svefnpillu fyrir flugið og það næsta sem ég veit er að ég var ein í herbergi með honum að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ segir McKayla Maroney. Allan pistil bandarísku fimleikadrottningarinnar má lesa hér að neðan.#MeToopic.twitter.com/lYXaDTuOsS — mckayla (@McKaylaMaroney) October 18, 2017 Aðrar íþróttir Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira
Bandaríska fimleikadrottningin McKayla Maroney, sem vann gull í liðakeppni á Ólympíuleikunum í London árið 2012, segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassar, lækni bandaríska liðsins, í sjö ár en það hófst þegar að hún var þrettán ára gömul. Nassar er í fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum þar sem hann bíður réttarhalda vegna fjölda ásakanna um kynferðislegt ofbeldi en fyrr á þessu ári viðurkenndi hann að eiga barnaklámsmyndir heima hjá sér. Í tengslum við Mee Too-herferðina ákvað Maroney, sem vann þrjú gull á HM og eitt á ÓL á sínum glæsta ferli, að segja sína sögu en hún birti pistil á Twitter-síðu sinni. „Ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassarr, lækni bandaríska kvennalandsliðsins. Það virtist vera alveg sama hvar og hvenær, alltaf lenti ég í þessu. Þetta gerðist í London áður en ég vann gullverðlaunin og þetta gerðist áður en ég vann silfrið,“ segir Maroney sem er frægasti íþróttamaðurinn sem hefur sakað lækninn um slíkt athæfi.WATCH: Gold Medal gymnast McKayla Maroney reveals she was abused by USA gymnastics team doctor: https://t.co/yGvsCW9oa1pic.twitter.com/lnQ9r2SC9K — Good Morning America (@GMA) October 18, 2017 Hundruðir kvenna og stúlkna hafa aftur á móti stigið fram síðasta árið og sakað Nassar um kynferðislegt ofbeldi en þetta hófst allt með rannsókn bandaríska dagblaðsins Indianapolis Star. Nassar, sem er á fimmtugsaldri, starfaði í tæpa þrjá áratugi með bandaríska landsliðinu og var með því á fernum Ólympíuleikum. Hann hefur neitað fyrir að beita nokkra einustu stúlku kynferðislegu ofbeldi. „Þetta byrjaði þegar að ég var þrettán ára á einni fyrstu æfingu minni með landsliðinu og hætti ekki fyrr en að ég hætti í fimleikum,“ segir Maroney og bætir við afskaplega óhugnarlegri sögu. „Ógnvænlegasta kvöld lífs míns átti sér stað þegar að ég var fimmtán ára gömul. Við vorum búin að flúga allan daginn og alla nóttina til að komast til Tókýó. Hann gaf mér svefnpillu fyrir flugið og það næsta sem ég veit er að ég var ein í herbergi með honum að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ segir McKayla Maroney. Allan pistil bandarísku fimleikadrottningarinnar má lesa hér að neðan.#MeToopic.twitter.com/lYXaDTuOsS — mckayla (@McKaylaMaroney) October 18, 2017
Aðrar íþróttir Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira