Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2017 05:00 Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan. Vísir/GVA Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar og baráttukona fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. Freyja telur brotið á mannréttindum sínum. „Hún óskaði þess að gerast fósturforeldri en því var hafnað af Barnaverndarstofu. Þeirri synjun var skotið til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti síðan synjun Barnaverndarstofu,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Freyja var varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð árin 2013-2016 og lagði fram frumvarp árið 2015 um bann við mismunun og réttindi fatlaðs fólks. Einnig barðist hún fyrir innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valliBragi segist ekki geta rætt ástæður þess að Barnaverndarstofa synjaði ósk Freyju. „Hins vegar tel ég líklegt að þessar málsástæður Barnaverndarstofu komi allar fram við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá geta menn lagt mat á þetta. Mér er ekki heimilt að greina frá ástæðum sem lúta að persónulegum þáttum einstaklinga sem varða mál á okkar borðum.“ Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er rætt um réttindi fatlaðra til fjölskyldulífs. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að fjölskyldu og foreldrahlutverki á sama hátt og gildir um aðra. Einnig mun jafnræðisregla stjórnarskrárinnar líka verða tekin til skoðunar við meðferð þessa máls. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, segir málið snúast að miklu leyti um réttlæti og jafna stöðu borgaranna. „Við viljum ekki tjá okkur um málið á þessu stigi að öðru leyti en því að í hnotskurn snýst þetta um það hvort fatlað fólk fái sömu meðferð og sama umsagnarferli og ófatlað fólk,“ segir Sigrún Ingibjörg. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar og baráttukona fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. Freyja telur brotið á mannréttindum sínum. „Hún óskaði þess að gerast fósturforeldri en því var hafnað af Barnaverndarstofu. Þeirri synjun var skotið til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti síðan synjun Barnaverndarstofu,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Freyja var varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð árin 2013-2016 og lagði fram frumvarp árið 2015 um bann við mismunun og réttindi fatlaðs fólks. Einnig barðist hún fyrir innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valliBragi segist ekki geta rætt ástæður þess að Barnaverndarstofa synjaði ósk Freyju. „Hins vegar tel ég líklegt að þessar málsástæður Barnaverndarstofu komi allar fram við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá geta menn lagt mat á þetta. Mér er ekki heimilt að greina frá ástæðum sem lúta að persónulegum þáttum einstaklinga sem varða mál á okkar borðum.“ Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er rætt um réttindi fatlaðra til fjölskyldulífs. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að fjölskyldu og foreldrahlutverki á sama hátt og gildir um aðra. Einnig mun jafnræðisregla stjórnarskrárinnar líka verða tekin til skoðunar við meðferð þessa máls. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, segir málið snúast að miklu leyti um réttlæti og jafna stöðu borgaranna. „Við viljum ekki tjá okkur um málið á þessu stigi að öðru leyti en því að í hnotskurn snýst þetta um það hvort fatlað fólk fái sömu meðferð og sama umsagnarferli og ófatlað fólk,“ segir Sigrún Ingibjörg.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira