Leikmyndin innflutt frá Bretlandi fyrir óperuna Tosca Þórdís Valsdóttir skrifar 18. október 2017 20:03 Frá æfingu á Tosca í Eldborgarsal Hörpu í vikunni. íslenska óperan Íslenska óperan og TVG-Zimsen hafa undirritað samstarfssamning sem segir að næstu misseri muni flutningafyrirtækið flytja leikmyndir til landsins fyrir óperuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. TVG-Zimsen sá um allan flutning á leikmyndinni fyrir nýjustu uppsetningu Íslensku óperunnar, Tosca, sem verður frumsýnd í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld. „Við erum afar stolt af samstarfinu við Íslensku óperuna og að geta stutt við bakið á glæsilegum menningarviðburðum sem Íslenska óperan stendur fyrir. Við fluttum leikmyndina frá Bretlandi og beint í Hörpu þar sem hún var sett upp. Þetta er krefjandi verkefni enda stór og glæsileg leikmynd fyrir þessa frægu óperu. Að sama skapi er þetta mjög skemmtilegt verkefni og við erum full tilhlökkunar alveg eins og flytjendur og allir óperuunnendur fyrir frumsýningunni á laugardagskvöld,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen í tilkynningunni. Óperan Tosca eftir Giacomo Puccini er ein allra ástsælasta ópera sem samin hefur verið. Tosca fjallar um ástir, afbrýði og átök í skjóli umbyltingatíma í pólitík. Tónlistin í óperunni er rómantísk og einstaklega áhrifarík enda er verkið alltaf jafn vinsælt. Með hlutverk í Tosca fara Claire Rutter, Kristján Jóhannsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Bergþór Pálsson, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson og Sigurbjartur Sturla Atlason.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Íslenska óperan og TVG-Zimsen hafa undirritað samstarfssamning sem segir að næstu misseri muni flutningafyrirtækið flytja leikmyndir til landsins fyrir óperuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. TVG-Zimsen sá um allan flutning á leikmyndinni fyrir nýjustu uppsetningu Íslensku óperunnar, Tosca, sem verður frumsýnd í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld. „Við erum afar stolt af samstarfinu við Íslensku óperuna og að geta stutt við bakið á glæsilegum menningarviðburðum sem Íslenska óperan stendur fyrir. Við fluttum leikmyndina frá Bretlandi og beint í Hörpu þar sem hún var sett upp. Þetta er krefjandi verkefni enda stór og glæsileg leikmynd fyrir þessa frægu óperu. Að sama skapi er þetta mjög skemmtilegt verkefni og við erum full tilhlökkunar alveg eins og flytjendur og allir óperuunnendur fyrir frumsýningunni á laugardagskvöld,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen í tilkynningunni. Óperan Tosca eftir Giacomo Puccini er ein allra ástsælasta ópera sem samin hefur verið. Tosca fjallar um ástir, afbrýði og átök í skjóli umbyltingatíma í pólitík. Tónlistin í óperunni er rómantísk og einstaklega áhrifarík enda er verkið alltaf jafn vinsælt. Með hlutverk í Tosca fara Claire Rutter, Kristján Jóhannsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Bergþór Pálsson, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson og Sigurbjartur Sturla Atlason.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira