Kínverjar munu framleiða milljón rafmagnsbíla á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2017 12:45 Úr bílasamsetningarverksmiðju í Kína. Einna mesti vöxtur í rafmagnsbílaframleiðslu er austur í Kína. Áætlanir þaðan segja til um að framleiðsla rafmagnsbíla verði komin í 1 milljón bíla á næsta ári. Árið 2020 verður hún orðin 3 milljónir bíla og 7 milljónir árið 2025. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs voru framleiddir 424.000 rafmagnsbílar og var vöxturinn 40,2% á milli ára. Kínverskir ráðamenn liggja nú undir feldi og velta fyrir sér á hvaða ári bannað verður að selja bíla með brunavélar þar, en búast má við yfirlýsingu þess efnis brátt. Kínversk yfirvöld hafa ýtt mjög undir framleiðslu rafmagnsbíla og ætla að taka forystuna í heiminum í þeim efnum. Í Kína eru framleiddir flestir bílar allra landa í heiminum, en þar seldust ríflega 28 milljón bílar í fyrra. Forstjóri BYD bílaframleiðandans kínverska lét hafa eftir sér um daginn að árið 2030 muni líklega enginn kínverskur bílaframleiðandi enn framleiða bíla með hefðbundnum brunavélum. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent
Einna mesti vöxtur í rafmagnsbílaframleiðslu er austur í Kína. Áætlanir þaðan segja til um að framleiðsla rafmagnsbíla verði komin í 1 milljón bíla á næsta ári. Árið 2020 verður hún orðin 3 milljónir bíla og 7 milljónir árið 2025. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs voru framleiddir 424.000 rafmagnsbílar og var vöxturinn 40,2% á milli ára. Kínverskir ráðamenn liggja nú undir feldi og velta fyrir sér á hvaða ári bannað verður að selja bíla með brunavélar þar, en búast má við yfirlýsingu þess efnis brátt. Kínversk yfirvöld hafa ýtt mjög undir framleiðslu rafmagnsbíla og ætla að taka forystuna í heiminum í þeim efnum. Í Kína eru framleiddir flestir bílar allra landa í heiminum, en þar seldust ríflega 28 milljón bílar í fyrra. Forstjóri BYD bílaframleiðandans kínverska lét hafa eftir sér um daginn að árið 2030 muni líklega enginn kínverskur bílaframleiðandi enn framleiða bíla með hefðbundnum brunavélum.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent