Bílasala minnkaði í Evrópu í september Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2017 16:26 Bílaumferð í London. Bílasala hefur verið með miklu ágætum í Evrópu í ár, en svo bar þó við í Evrópu að bílasala minnkaði um 2% í liðnum mánuði. Helsta ástæða þess er sögð vera Brexit en í Bretlandi minnkaði bílasala um 9,3% og munar um minna á þeim stóra bílamarkaði. Fólk í Bretlandi er ekki tilbúið að fjárfesta í dýrum hlutum eins og bílum á þessum óvissutímum og það sést best á bílasölunni frá því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu varð ljós. Í Bretlandi hefur nú verið minnkandi bílasala í 6 mánuði í röð. Bílasala minnkaði þó víðar en í Bretlandi því á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, minnkaði salan um 3,3%, en þar hafði nokkuð að segja að einum söludegi var færra í september í ár en í fyrra. Bílasala í Evrópu hefur aukist um 3,6% á fyrstu 9 mánuðum ársins og er komin í 12 milljón bíla, en salan í september nam 1,47 milljónum bíla. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Bílasala hefur verið með miklu ágætum í Evrópu í ár, en svo bar þó við í Evrópu að bílasala minnkaði um 2% í liðnum mánuði. Helsta ástæða þess er sögð vera Brexit en í Bretlandi minnkaði bílasala um 9,3% og munar um minna á þeim stóra bílamarkaði. Fólk í Bretlandi er ekki tilbúið að fjárfesta í dýrum hlutum eins og bílum á þessum óvissutímum og það sést best á bílasölunni frá því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu varð ljós. Í Bretlandi hefur nú verið minnkandi bílasala í 6 mánuði í röð. Bílasala minnkaði þó víðar en í Bretlandi því á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, minnkaði salan um 3,3%, en þar hafði nokkuð að segja að einum söludegi var færra í september í ár en í fyrra. Bílasala í Evrópu hefur aukist um 3,6% á fyrstu 9 mánuðum ársins og er komin í 12 milljón bíla, en salan í september nam 1,47 milljónum bíla.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent