Eigendur Strætó vilja vera sýnilegri í Leifsstöð 17. október 2017 06:00 Eigendum Strætó svíður að vera ekki listaðir sem möguleiki í Leifsstöð. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ítrekað farið þess á leit við Isavia að almenningssamgöngur verði gerðar sýnilegri valkostur í Leifsstöð. Erlendir ferðamenn geti ekki með góðu móti áttað sig á að hægt sé að taka strætó til Reykjavíkur miðað við ástandið í dag. Isavia telur sig gera Strætó góð skil en boðar að útimerkingar verði bættar. „Við höfum óskað eftir því að vera sýnileg því eins og staðan er núna erum við eitt best geymda leyndarmálið um að það séu almenningssamgöngur í boði við flugstöðina,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Almenningssamgöngur eru í dag ekki merktar sérstaklega sem valkostur á skiltum í Leifsstöð fyrir farþega og ferðamenn líkt og leigubílar, rútur og bílaleigur. Þá gagnrýnir sambandið, sem aðstandandi 55 hjá Strætó, aðstöðuleysið sömuleiðis.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Strætó getur í dag skilað farþegum af sér fyrir framan flugstöðina en til að taka á móti komufarþegum er vagninum úthlutað svæði um 200 metrum frá flugstöðinni hjá skammtímastæðunum. „Þar sem er engin lýsing og engar merkingar. Inni í flugstöðinni sjálfri er heldur ekki að finna neinar merkingar, þannig að þetta er mjög bagalegt ástand fyrir ferðamenn sem vilja nýta sér almenningssamgöngur en finna þær ekki með góðu móti,“ segir Berglind sem finnst að Strætó eigi að vera jafnsýnilegur og aðrir. Segir hún aðspurð að rekstur leiðarinnar hafi verið þungur og verið rekinn með halla. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, bendir á að nýlega hafi farið fram útboð á stæðunum í kringum flugstöðina þar sem tvö stóru rútufélögin greiði gjald fyrir góða staðsetningu. Skiljanlega væri erfitt að bjóða þeim sem ekki greiða fyrir stæði sömu staðsetningu og þeim sem geri það. Strætó hafi, líkt og aðrir sem ekki greiði fyrir aðstöðuna, stæði við skammtímastæðin. „Svo gerum við þeim góð skil á vefnum okkar, Kefairport.is og .com þar sem skráðar eru ferðir Strætó og hlekkir á vef þeirra og tímatöflur. Við teljum okkur vera að gera þessu góð skil. Við förum ákveðið langt í að kynna þau en svo eru fyrirtækin bara með sína eigin markaðssetningu á sinni vöru. Strætó er þannig að fá meira en önnur fyrirtæki sem ekki er sérstakur samningur við.“ Aðspurður segir Guðni að Strætó geti keypt auglýsingaskilti innanhúss ef áhugi er á. Isavia hyggist þó bæta merkinguna fyrir Strætó á útisvæðinu á næstunni. Strætó er ódýrari valkostur fyrir ferðamenn en leigubílar og heldur ódýrari en fargjöld rútufyrirtækjanna. Strætó með leið 55 frá Leifsstöð til Reykjavíkur kostar í dag 1.760 kr. og tekur ferðin rúman klukkutíma. Grayline Airport Express selur sömu ferð á 2.400 krónur og Reykjavík Excursions selur ferðina á 2.500 kr. Ferðir rútufyrirtækjanna taka á bilinu 35-45 mínútur. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ítrekað farið þess á leit við Isavia að almenningssamgöngur verði gerðar sýnilegri valkostur í Leifsstöð. Erlendir ferðamenn geti ekki með góðu móti áttað sig á að hægt sé að taka strætó til Reykjavíkur miðað við ástandið í dag. Isavia telur sig gera Strætó góð skil en boðar að útimerkingar verði bættar. „Við höfum óskað eftir því að vera sýnileg því eins og staðan er núna erum við eitt best geymda leyndarmálið um að það séu almenningssamgöngur í boði við flugstöðina,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Almenningssamgöngur eru í dag ekki merktar sérstaklega sem valkostur á skiltum í Leifsstöð fyrir farþega og ferðamenn líkt og leigubílar, rútur og bílaleigur. Þá gagnrýnir sambandið, sem aðstandandi 55 hjá Strætó, aðstöðuleysið sömuleiðis.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Strætó getur í dag skilað farþegum af sér fyrir framan flugstöðina en til að taka á móti komufarþegum er vagninum úthlutað svæði um 200 metrum frá flugstöðinni hjá skammtímastæðunum. „Þar sem er engin lýsing og engar merkingar. Inni í flugstöðinni sjálfri er heldur ekki að finna neinar merkingar, þannig að þetta er mjög bagalegt ástand fyrir ferðamenn sem vilja nýta sér almenningssamgöngur en finna þær ekki með góðu móti,“ segir Berglind sem finnst að Strætó eigi að vera jafnsýnilegur og aðrir. Segir hún aðspurð að rekstur leiðarinnar hafi verið þungur og verið rekinn með halla. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, bendir á að nýlega hafi farið fram útboð á stæðunum í kringum flugstöðina þar sem tvö stóru rútufélögin greiði gjald fyrir góða staðsetningu. Skiljanlega væri erfitt að bjóða þeim sem ekki greiða fyrir stæði sömu staðsetningu og þeim sem geri það. Strætó hafi, líkt og aðrir sem ekki greiði fyrir aðstöðuna, stæði við skammtímastæðin. „Svo gerum við þeim góð skil á vefnum okkar, Kefairport.is og .com þar sem skráðar eru ferðir Strætó og hlekkir á vef þeirra og tímatöflur. Við teljum okkur vera að gera þessu góð skil. Við förum ákveðið langt í að kynna þau en svo eru fyrirtækin bara með sína eigin markaðssetningu á sinni vöru. Strætó er þannig að fá meira en önnur fyrirtæki sem ekki er sérstakur samningur við.“ Aðspurður segir Guðni að Strætó geti keypt auglýsingaskilti innanhúss ef áhugi er á. Isavia hyggist þó bæta merkinguna fyrir Strætó á útisvæðinu á næstunni. Strætó er ódýrari valkostur fyrir ferðamenn en leigubílar og heldur ódýrari en fargjöld rútufyrirtækjanna. Strætó með leið 55 frá Leifsstöð til Reykjavíkur kostar í dag 1.760 kr. og tekur ferðin rúman klukkutíma. Grayline Airport Express selur sömu ferð á 2.400 krónur og Reykjavík Excursions selur ferðina á 2.500 kr. Ferðir rútufyrirtækjanna taka á bilinu 35-45 mínútur.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira