Tesla rekur hundruði starfsmanna Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2017 12:48 Heilmikil vandræði virðast innanhúss hjá Tesla nú um stundir. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum rak um 400 starfsmenn sína í síðustu viku, þar á meðal fjölmarga yfirmenn og hópstjóra. Svo virðist sem heilmikil vandræði séu nú í herbúðum Tesla þar sem fyrirtækinu tekst illa upp við að auka framleiðslu sína þó svo yfir 450.000 pantanir liggi fyrir af nýjasta bíl Tesla, Model 3. Tesla er langt á eftir fyrri áætlunum um framleiðsluhraða og svo virðist sem geta fyrirtækisins til að auka við hann sé takmörkuð og það fer illa í yfirstjórn Tesla og því gætu þessar brottvikningar endurspeglað þann pirring. Tesla lét ekki vita af þessum brottvikningum, en fréttir þess efnis bárust í fyrstu frá fyrrum starfsmanni Tesla. Í fyrri áætlunum Tesla hefði nú átt að vera farin af stað heilmikil fjöldaframleiðsla á Tesla Model 3 bílnum, en engan veginn tekst að hraða framleiðslunni að neinu marki og á þriðja ársfjórðungi ársisns, frá júlí til september tókst aðeins að framleiða 260 Model 3 bíla. Á meðan bíða óþreyjufullir kaupendur, sem fyrir löngu hafa pantað sinn Model 3 bíl og horfa bara á að afgreiðslutíminn mun áfram lengjast og það umtalsvert ef Tesla fer ekki að takast að auka hraðann í framleiðslunni. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum rak um 400 starfsmenn sína í síðustu viku, þar á meðal fjölmarga yfirmenn og hópstjóra. Svo virðist sem heilmikil vandræði séu nú í herbúðum Tesla þar sem fyrirtækinu tekst illa upp við að auka framleiðslu sína þó svo yfir 450.000 pantanir liggi fyrir af nýjasta bíl Tesla, Model 3. Tesla er langt á eftir fyrri áætlunum um framleiðsluhraða og svo virðist sem geta fyrirtækisins til að auka við hann sé takmörkuð og það fer illa í yfirstjórn Tesla og því gætu þessar brottvikningar endurspeglað þann pirring. Tesla lét ekki vita af þessum brottvikningum, en fréttir þess efnis bárust í fyrstu frá fyrrum starfsmanni Tesla. Í fyrri áætlunum Tesla hefði nú átt að vera farin af stað heilmikil fjöldaframleiðsla á Tesla Model 3 bílnum, en engan veginn tekst að hraða framleiðslunni að neinu marki og á þriðja ársfjórðungi ársisns, frá júlí til september tókst aðeins að framleiða 260 Model 3 bíla. Á meðan bíða óþreyjufullir kaupendur, sem fyrir löngu hafa pantað sinn Model 3 bíl og horfa bara á að afgreiðslutíminn mun áfram lengjast og það umtalsvert ef Tesla fer ekki að takast að auka hraðann í framleiðslunni.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent