Tesla rekur hundruði starfsmanna Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2017 12:48 Heilmikil vandræði virðast innanhúss hjá Tesla nú um stundir. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum rak um 400 starfsmenn sína í síðustu viku, þar á meðal fjölmarga yfirmenn og hópstjóra. Svo virðist sem heilmikil vandræði séu nú í herbúðum Tesla þar sem fyrirtækinu tekst illa upp við að auka framleiðslu sína þó svo yfir 450.000 pantanir liggi fyrir af nýjasta bíl Tesla, Model 3. Tesla er langt á eftir fyrri áætlunum um framleiðsluhraða og svo virðist sem geta fyrirtækisins til að auka við hann sé takmörkuð og það fer illa í yfirstjórn Tesla og því gætu þessar brottvikningar endurspeglað þann pirring. Tesla lét ekki vita af þessum brottvikningum, en fréttir þess efnis bárust í fyrstu frá fyrrum starfsmanni Tesla. Í fyrri áætlunum Tesla hefði nú átt að vera farin af stað heilmikil fjöldaframleiðsla á Tesla Model 3 bílnum, en engan veginn tekst að hraða framleiðslunni að neinu marki og á þriðja ársfjórðungi ársisns, frá júlí til september tókst aðeins að framleiða 260 Model 3 bíla. Á meðan bíða óþreyjufullir kaupendur, sem fyrir löngu hafa pantað sinn Model 3 bíl og horfa bara á að afgreiðslutíminn mun áfram lengjast og það umtalsvert ef Tesla fer ekki að takast að auka hraðann í framleiðslunni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum rak um 400 starfsmenn sína í síðustu viku, þar á meðal fjölmarga yfirmenn og hópstjóra. Svo virðist sem heilmikil vandræði séu nú í herbúðum Tesla þar sem fyrirtækinu tekst illa upp við að auka framleiðslu sína þó svo yfir 450.000 pantanir liggi fyrir af nýjasta bíl Tesla, Model 3. Tesla er langt á eftir fyrri áætlunum um framleiðsluhraða og svo virðist sem geta fyrirtækisins til að auka við hann sé takmörkuð og það fer illa í yfirstjórn Tesla og því gætu þessar brottvikningar endurspeglað þann pirring. Tesla lét ekki vita af þessum brottvikningum, en fréttir þess efnis bárust í fyrstu frá fyrrum starfsmanni Tesla. Í fyrri áætlunum Tesla hefði nú átt að vera farin af stað heilmikil fjöldaframleiðsla á Tesla Model 3 bílnum, en engan veginn tekst að hraða framleiðslunni að neinu marki og á þriðja ársfjórðungi ársisns, frá júlí til september tókst aðeins að framleiða 260 Model 3 bíla. Á meðan bíða óþreyjufullir kaupendur, sem fyrir löngu hafa pantað sinn Model 3 bíl og horfa bara á að afgreiðslutíminn mun áfram lengjast og það umtalsvert ef Tesla fer ekki að takast að auka hraðann í framleiðslunni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent