Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. október 2017 06:00 Myndir af svæðinu þar sem sprengingin varð lýsa mikilli skelfingu. Talið er víst að herskáir íslamistar úr röðum al-Shabab hafi staðið fyrir árásinni. Fréttablaðið/EPA Talið er að minnst 230 manns hafi farist þegar tvær sprengjur sprungu í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu á laugardaginn. Lögreglan þar segir að hundruð hafi særst að auki. Önnur sprengjan var í flutningabíl sem lagt hafði verið við inngang að Safari hótelinu, miðsvæðis í borginni. Lögregluyfirvöld staðfestu einnig að tveir hefðu farist í annarri sprengju í Madinahverfinu í Mógadisjú. Þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Sómalíu allt frá árinu 2007. Það liggur ekki fyrir hverjir bera ábyrgð á sprengingunni en Mógadisjú er skotmark stjórnarandstæðinga úr röðum al-Shabab skæruliða. Það er hópur herskárra múslima sem tengdir eru al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá því að fjölskyldur hafi safnast saman í gærmorgun á svæðinu þar sem sprengjan sprakk til að leita að ástvinum sínum. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðanna. „Þessi hræðilega árás sýnir okkur að óvinurinn beitir öllum brögðum til þess að valda okkur sársauka og þjáningu,“ sagði Mohamed á Twitter-síðu sinni. Ibrahim Mohamed lögreglustjóri sagði í samtali við AFP fréttastofuna að líklegast væri að tala látinna myndi hækka. „Það eru meira en 300 særðir og sumir þeirra hafa særst mjög illa,“ sagði hann. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir að hótelið hafi hrunið og fólk grafist í rústunum. Sjónarvottur sagði í samtali við AFP fréttastöðina að þetta hefði verið stærsta sprengja sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Forstjóri Madinasjúkrahússins, Mohamed Yusuf Hassan, sagði að hann væri sleginn yfir því hversu stór árásin væri. „Sjötíu og tveir særðir einstaklingar voru lagðir inn á spítalann og 25 þeirra eru mjög illa haldnir. Nokkrir misstu hendur og fætur. Það sem þarna gerðist var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og fjöldi fólks er látinn, segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum fórust fimm sjálfboðaliðar á vegum þeirra í árásinni. Abdiasis Mohamed, sjálfboðaliði sem slapp heill, sagði að hann og vinir hans hefðu verið að drekka te þegar önnur sprengjan sprakk. Hann missti meðvitund, en segir að þegar hann rankaði við sér hafi hann verið þakinn blóði og fjöldi vina hans hafi verið látnir og þaktir brunasárum. Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Talið er að minnst 230 manns hafi farist þegar tvær sprengjur sprungu í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu á laugardaginn. Lögreglan þar segir að hundruð hafi særst að auki. Önnur sprengjan var í flutningabíl sem lagt hafði verið við inngang að Safari hótelinu, miðsvæðis í borginni. Lögregluyfirvöld staðfestu einnig að tveir hefðu farist í annarri sprengju í Madinahverfinu í Mógadisjú. Þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Sómalíu allt frá árinu 2007. Það liggur ekki fyrir hverjir bera ábyrgð á sprengingunni en Mógadisjú er skotmark stjórnarandstæðinga úr röðum al-Shabab skæruliða. Það er hópur herskárra múslima sem tengdir eru al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá því að fjölskyldur hafi safnast saman í gærmorgun á svæðinu þar sem sprengjan sprakk til að leita að ástvinum sínum. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðanna. „Þessi hræðilega árás sýnir okkur að óvinurinn beitir öllum brögðum til þess að valda okkur sársauka og þjáningu,“ sagði Mohamed á Twitter-síðu sinni. Ibrahim Mohamed lögreglustjóri sagði í samtali við AFP fréttastofuna að líklegast væri að tala látinna myndi hækka. „Það eru meira en 300 særðir og sumir þeirra hafa særst mjög illa,“ sagði hann. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir að hótelið hafi hrunið og fólk grafist í rústunum. Sjónarvottur sagði í samtali við AFP fréttastöðina að þetta hefði verið stærsta sprengja sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Forstjóri Madinasjúkrahússins, Mohamed Yusuf Hassan, sagði að hann væri sleginn yfir því hversu stór árásin væri. „Sjötíu og tveir særðir einstaklingar voru lagðir inn á spítalann og 25 þeirra eru mjög illa haldnir. Nokkrir misstu hendur og fætur. Það sem þarna gerðist var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og fjöldi fólks er látinn, segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum fórust fimm sjálfboðaliðar á vegum þeirra í árásinni. Abdiasis Mohamed, sjálfboðaliði sem slapp heill, sagði að hann og vinir hans hefðu verið að drekka te þegar önnur sprengjan sprakk. Hann missti meðvitund, en segir að þegar hann rankaði við sér hafi hann verið þakinn blóði og fjöldi vina hans hafi verið látnir og þaktir brunasárum.
Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira