„Þetta var eins og heimsendir" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. október 2017 19:00 Tala látinna í skógareldunum í norðurhluta Kaliforníu fer hækkandi en staðfest er að minnst þrjátíu og fimm séu látnir, hundraða er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslensk kona sem býr á svæðinu lýsti ástandinu sem heimsendi þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt í miklu flýti. Tæplega tíu þúsund slökkviliðsmenn og björgunaraðilar unnu enn einn daginn að því nær ómögulega að bjarga eignum og fólki frá skógareldunum sem geisað hafa nær stjórnlaust í norðurhluta Kaliforníu frá því á sunnudag. Eldarnir eru þeir verstu í ríkinu frá upphafi og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nokkrum sýslum. Eldarnir hafa breiðst hratt út og eru dæmi þess að fólk hafi brunnið inni á heimilum sínum en stjórnvöld hvetja fólk til þess að yfirgefa svæðið og jafnframt sagt að þeir sem ekki fari séu á eigin spýtum og geti ekki vænst björgunar. Sjötíu þúsund hektarar lands hafa brunnið og til að setja það í samhengi væri það þessi hluti af Reykjanesi sem hefði nú þegar orðið eldunum að bráð. Að minnsta kosti þrjú þúsund og fimm hundruð heimili og fyrirtæki eru brunnin til grunna og í sumum borgum má einungis sjá brunarústir stíga frá jörðu. Brunnin tré og brunnir bílar. Eldarnir hafa logað á tuttugu og tveimur stöðum í átta sýslum. Íslensk kona sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum í rúm 25 ár þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt í Santa Rosa í miklu flýti um síðustu helgi. „Nágranni okkar kom og lamdi á svefnherbergisgluggann hjá okkur og vakti okkur og við bara tókum það sem við mögulega gátum og æddum út í bíl,“ segir Lára Magnúsdóttir.Voru eldarnir farnir að loga nálægt heimili ykkar? „Já, guð minn góður. Þetta var eins og heimsendir. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Lára. Þessar myndir tók eiginmaður Láru nóttina sem þau yfirgáfu heimili sitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskyldan hefur fengið er húsið þeirra í lagi en sömu sögu er ekki að segja annars staðar. „Kílómetra frá okkur er allt farið. Bara jafnað við jörðu,“ segir Lára. Slökkvistarf gengur hægt vegna mikils hita og mikilla vinda og ekki búist við að lægi fyrr en eftir helgi.Hafið þið fengið upplýsingar hvenær þið fáið að snúa til baka? „Nei. Við vitum ekkert,“ segir Lára.Þið bara bíðið? „Já,“ segir Lára. Veður Tengdar fréttir Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Tala látinna í skógareldunum í norðurhluta Kaliforníu fer hækkandi en staðfest er að minnst þrjátíu og fimm séu látnir, hundraða er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslensk kona sem býr á svæðinu lýsti ástandinu sem heimsendi þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt í miklu flýti. Tæplega tíu þúsund slökkviliðsmenn og björgunaraðilar unnu enn einn daginn að því nær ómögulega að bjarga eignum og fólki frá skógareldunum sem geisað hafa nær stjórnlaust í norðurhluta Kaliforníu frá því á sunnudag. Eldarnir eru þeir verstu í ríkinu frá upphafi og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nokkrum sýslum. Eldarnir hafa breiðst hratt út og eru dæmi þess að fólk hafi brunnið inni á heimilum sínum en stjórnvöld hvetja fólk til þess að yfirgefa svæðið og jafnframt sagt að þeir sem ekki fari séu á eigin spýtum og geti ekki vænst björgunar. Sjötíu þúsund hektarar lands hafa brunnið og til að setja það í samhengi væri það þessi hluti af Reykjanesi sem hefði nú þegar orðið eldunum að bráð. Að minnsta kosti þrjú þúsund og fimm hundruð heimili og fyrirtæki eru brunnin til grunna og í sumum borgum má einungis sjá brunarústir stíga frá jörðu. Brunnin tré og brunnir bílar. Eldarnir hafa logað á tuttugu og tveimur stöðum í átta sýslum. Íslensk kona sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum í rúm 25 ár þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt í Santa Rosa í miklu flýti um síðustu helgi. „Nágranni okkar kom og lamdi á svefnherbergisgluggann hjá okkur og vakti okkur og við bara tókum það sem við mögulega gátum og æddum út í bíl,“ segir Lára Magnúsdóttir.Voru eldarnir farnir að loga nálægt heimili ykkar? „Já, guð minn góður. Þetta var eins og heimsendir. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Lára. Þessar myndir tók eiginmaður Láru nóttina sem þau yfirgáfu heimili sitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskyldan hefur fengið er húsið þeirra í lagi en sömu sögu er ekki að segja annars staðar. „Kílómetra frá okkur er allt farið. Bara jafnað við jörðu,“ segir Lára. Slökkvistarf gengur hægt vegna mikils hita og mikilla vinda og ekki búist við að lægi fyrr en eftir helgi.Hafið þið fengið upplýsingar hvenær þið fáið að snúa til baka? „Nei. Við vitum ekkert,“ segir Lára.Þið bara bíðið? „Já,“ segir Lára.
Veður Tengdar fréttir Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24