Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. október 2017 14:30 Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Þór tapaði á fimmtudag gegn Njarðvík og hafa nú tapað báðum fyrstu leikjum sínum, eftir að hafa orðið Meistarar meistaranna í opnunarleik tímabilsins.Fyrsta deildarleiknum gegn Grindavík var frestað vegna veikindanna, en hann átti að fara fram 6. október síðast liðinn. Í staðinn var leikurinn leikinn tveimur dögum síðar, sunnudaginn 8. október. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. „Ég ætla að taka upp hanskann fyrir mótanefnd. Ég skil að þeir hafi sett þetta strax á,“ sagði þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson. Kristinn Geir Friðriksson var sammála honum, en Jón Halldór Eðvaldsson sagði það algjöra þvælu. „Þetta er bara eins og í Forrest Gump myndinni, shit happens,“ sagði Kristinn Geir. Mótanefnd KKÍ verður samkvæmt reglum að setja leikinn á næstu mögulegu dagsetningu, og kom Kristinn Geir með röksemdafærslu sem erfitt er að eiga við. „Sönnun þess að þetta var fyrsta mögulega dagsetningin er sú að leikurinn var settur á þarna.“ Jón Halldór keypti þó ekki þessa staðhæfingu Kristins. „Það eru fræðimenn sem skrifa upp á þessi bréf [læknisvottorð sem að minnsta kosti 6 leikmenn Þórs skiluðu inn] sem eru lögð á borðið fyrir þessa mótanefnd. Mótanefndin, ætla þeir svo bara að ákveða, matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara?“ Þessar stórskemmtilegu rökræður má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 106-105 | Gulir unnu baráttuna um Suðurstandarveginn Grindavík vann nauman sigur á Þór Þ., 106-105, í síðasta leik 1. umferðar Domino's deildar karla. 8. október 2017 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 74-76 | Aftur tap hjá Þórsurum í spennuleik Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Þorlákhöfn í kvöld og unnu 76-74 sigur á heimamönnum í Þór í uppgjöri tveggja liða sem voru á eftir fyrsta sigri sínum í Domino´s deild karla í vetur. Þórsarar, sem hafa glímt við mikil veikindi, hafa nú tapað naumlega í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 12. október 2017 22:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Þór tapaði á fimmtudag gegn Njarðvík og hafa nú tapað báðum fyrstu leikjum sínum, eftir að hafa orðið Meistarar meistaranna í opnunarleik tímabilsins.Fyrsta deildarleiknum gegn Grindavík var frestað vegna veikindanna, en hann átti að fara fram 6. október síðast liðinn. Í staðinn var leikurinn leikinn tveimur dögum síðar, sunnudaginn 8. október. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. „Ég ætla að taka upp hanskann fyrir mótanefnd. Ég skil að þeir hafi sett þetta strax á,“ sagði þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson. Kristinn Geir Friðriksson var sammála honum, en Jón Halldór Eðvaldsson sagði það algjöra þvælu. „Þetta er bara eins og í Forrest Gump myndinni, shit happens,“ sagði Kristinn Geir. Mótanefnd KKÍ verður samkvæmt reglum að setja leikinn á næstu mögulegu dagsetningu, og kom Kristinn Geir með röksemdafærslu sem erfitt er að eiga við. „Sönnun þess að þetta var fyrsta mögulega dagsetningin er sú að leikurinn var settur á þarna.“ Jón Halldór keypti þó ekki þessa staðhæfingu Kristins. „Það eru fræðimenn sem skrifa upp á þessi bréf [læknisvottorð sem að minnsta kosti 6 leikmenn Þórs skiluðu inn] sem eru lögð á borðið fyrir þessa mótanefnd. Mótanefndin, ætla þeir svo bara að ákveða, matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara?“ Þessar stórskemmtilegu rökræður má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 106-105 | Gulir unnu baráttuna um Suðurstandarveginn Grindavík vann nauman sigur á Þór Þ., 106-105, í síðasta leik 1. umferðar Domino's deildar karla. 8. október 2017 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 74-76 | Aftur tap hjá Þórsurum í spennuleik Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Þorlákhöfn í kvöld og unnu 76-74 sigur á heimamönnum í Þór í uppgjöri tveggja liða sem voru á eftir fyrsta sigri sínum í Domino´s deild karla í vetur. Þórsarar, sem hafa glímt við mikil veikindi, hafa nú tapað naumlega í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 12. október 2017 22:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 106-105 | Gulir unnu baráttuna um Suðurstandarveginn Grindavík vann nauman sigur á Þór Þ., 106-105, í síðasta leik 1. umferðar Domino's deildar karla. 8. október 2017 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 74-76 | Aftur tap hjá Þórsurum í spennuleik Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Þorlákhöfn í kvöld og unnu 76-74 sigur á heimamönnum í Þór í uppgjöri tveggja liða sem voru á eftir fyrsta sigri sínum í Domino´s deild karla í vetur. Þórsarar, sem hafa glímt við mikil veikindi, hafa nú tapað naumlega í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 12. október 2017 22:00