Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. október 2017 14:30 Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Þór tapaði á fimmtudag gegn Njarðvík og hafa nú tapað báðum fyrstu leikjum sínum, eftir að hafa orðið Meistarar meistaranna í opnunarleik tímabilsins.Fyrsta deildarleiknum gegn Grindavík var frestað vegna veikindanna, en hann átti að fara fram 6. október síðast liðinn. Í staðinn var leikurinn leikinn tveimur dögum síðar, sunnudaginn 8. október. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. „Ég ætla að taka upp hanskann fyrir mótanefnd. Ég skil að þeir hafi sett þetta strax á,“ sagði þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson. Kristinn Geir Friðriksson var sammála honum, en Jón Halldór Eðvaldsson sagði það algjöra þvælu. „Þetta er bara eins og í Forrest Gump myndinni, shit happens,“ sagði Kristinn Geir. Mótanefnd KKÍ verður samkvæmt reglum að setja leikinn á næstu mögulegu dagsetningu, og kom Kristinn Geir með röksemdafærslu sem erfitt er að eiga við. „Sönnun þess að þetta var fyrsta mögulega dagsetningin er sú að leikurinn var settur á þarna.“ Jón Halldór keypti þó ekki þessa staðhæfingu Kristins. „Það eru fræðimenn sem skrifa upp á þessi bréf [læknisvottorð sem að minnsta kosti 6 leikmenn Þórs skiluðu inn] sem eru lögð á borðið fyrir þessa mótanefnd. Mótanefndin, ætla þeir svo bara að ákveða, matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara?“ Þessar stórskemmtilegu rökræður má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 106-105 | Gulir unnu baráttuna um Suðurstandarveginn Grindavík vann nauman sigur á Þór Þ., 106-105, í síðasta leik 1. umferðar Domino's deildar karla. 8. október 2017 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 74-76 | Aftur tap hjá Þórsurum í spennuleik Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Þorlákhöfn í kvöld og unnu 76-74 sigur á heimamönnum í Þór í uppgjöri tveggja liða sem voru á eftir fyrsta sigri sínum í Domino´s deild karla í vetur. Þórsarar, sem hafa glímt við mikil veikindi, hafa nú tapað naumlega í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 12. október 2017 22:00 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Leik lokið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ Sjá meira
Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Þór tapaði á fimmtudag gegn Njarðvík og hafa nú tapað báðum fyrstu leikjum sínum, eftir að hafa orðið Meistarar meistaranna í opnunarleik tímabilsins.Fyrsta deildarleiknum gegn Grindavík var frestað vegna veikindanna, en hann átti að fara fram 6. október síðast liðinn. Í staðinn var leikurinn leikinn tveimur dögum síðar, sunnudaginn 8. október. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. „Ég ætla að taka upp hanskann fyrir mótanefnd. Ég skil að þeir hafi sett þetta strax á,“ sagði þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson. Kristinn Geir Friðriksson var sammála honum, en Jón Halldór Eðvaldsson sagði það algjöra þvælu. „Þetta er bara eins og í Forrest Gump myndinni, shit happens,“ sagði Kristinn Geir. Mótanefnd KKÍ verður samkvæmt reglum að setja leikinn á næstu mögulegu dagsetningu, og kom Kristinn Geir með röksemdafærslu sem erfitt er að eiga við. „Sönnun þess að þetta var fyrsta mögulega dagsetningin er sú að leikurinn var settur á þarna.“ Jón Halldór keypti þó ekki þessa staðhæfingu Kristins. „Það eru fræðimenn sem skrifa upp á þessi bréf [læknisvottorð sem að minnsta kosti 6 leikmenn Þórs skiluðu inn] sem eru lögð á borðið fyrir þessa mótanefnd. Mótanefndin, ætla þeir svo bara að ákveða, matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara?“ Þessar stórskemmtilegu rökræður má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 106-105 | Gulir unnu baráttuna um Suðurstandarveginn Grindavík vann nauman sigur á Þór Þ., 106-105, í síðasta leik 1. umferðar Domino's deildar karla. 8. október 2017 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 74-76 | Aftur tap hjá Þórsurum í spennuleik Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Þorlákhöfn í kvöld og unnu 76-74 sigur á heimamönnum í Þór í uppgjöri tveggja liða sem voru á eftir fyrsta sigri sínum í Domino´s deild karla í vetur. Þórsarar, sem hafa glímt við mikil veikindi, hafa nú tapað naumlega í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 12. október 2017 22:00 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Leik lokið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 106-105 | Gulir unnu baráttuna um Suðurstandarveginn Grindavík vann nauman sigur á Þór Þ., 106-105, í síðasta leik 1. umferðar Domino's deildar karla. 8. október 2017 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 74-76 | Aftur tap hjá Þórsurum í spennuleik Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Þorlákhöfn í kvöld og unnu 76-74 sigur á heimamönnum í Þór í uppgjöri tveggja liða sem voru á eftir fyrsta sigri sínum í Domino´s deild karla í vetur. Þórsarar, sem hafa glímt við mikil veikindi, hafa nú tapað naumlega í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 12. október 2017 22:00
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli