Þekktast plötusnúður græmsins á landinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. október 2017 10:00 Spooky er einn öflugasti græm plötusnúður heimsins. Breski græm-plötusnúðurinn Spooky Bizzle ætlar að gera allt bókstaflega sturlað í miðstöð danstónlistar á Íslandi, Paloma, í kvöld. Hann kemur hingað til lands í boði Plútó og FALK Records Spooky hefur verið að bera út orðspor græm-tónlistarstefnunnar síðustu tuttugu árin og hefur fyrir vikið verið kallaður „plötusnúður plötusnúðanna“ innan þeirrar senu. „Hann er klárlega þekktur fyrir að vera dj/pródúserinn sem aðrir dj-ar innan græm-senunnar halda mest upp á og hlusta á, vegna þess að hann fer svo vítt og breitt um stefnuna og mixar saman áhrifum sem gerðu græm að því sem það er nú í dag,“ segir Árni Bragi Hjaltason, meðlimur Plútó, sem er kannski betur þekktur sem DJ Kocoon – en hann og Skurður ætla að verma upp dans. Einnig er Spooky liðtækur pródúser og gaf meðal annars út EP-plötuna Spartan Beat EP árið 2010 – mikið af þessari tónlist Spookys hefur verið að gera fólk alveg tryllt á dansgólfum víðsvegar um heiminn. Upphitun kvöldsins er í höndum rapparans GKR. „GKR verður þarna með nýtt efni og ætlar að vera með frekar hart stöff í takt vid græm stemmninguna,“ segir Árni. GKR hefur verið að vinna helling af nýju efni síðan hann gaf út plötuna GKR í fyrra og er víst búinn að koma sér upp töluvert öðruvísi hljóm en þeim sem við eigum að venjast frá honum. Leikar hefjast klukkan tíu og gamanið mun standa fram eftir nóttu. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Breski græm-plötusnúðurinn Spooky Bizzle ætlar að gera allt bókstaflega sturlað í miðstöð danstónlistar á Íslandi, Paloma, í kvöld. Hann kemur hingað til lands í boði Plútó og FALK Records Spooky hefur verið að bera út orðspor græm-tónlistarstefnunnar síðustu tuttugu árin og hefur fyrir vikið verið kallaður „plötusnúður plötusnúðanna“ innan þeirrar senu. „Hann er klárlega þekktur fyrir að vera dj/pródúserinn sem aðrir dj-ar innan græm-senunnar halda mest upp á og hlusta á, vegna þess að hann fer svo vítt og breitt um stefnuna og mixar saman áhrifum sem gerðu græm að því sem það er nú í dag,“ segir Árni Bragi Hjaltason, meðlimur Plútó, sem er kannski betur þekktur sem DJ Kocoon – en hann og Skurður ætla að verma upp dans. Einnig er Spooky liðtækur pródúser og gaf meðal annars út EP-plötuna Spartan Beat EP árið 2010 – mikið af þessari tónlist Spookys hefur verið að gera fólk alveg tryllt á dansgólfum víðsvegar um heiminn. Upphitun kvöldsins er í höndum rapparans GKR. „GKR verður þarna með nýtt efni og ætlar að vera með frekar hart stöff í takt vid græm stemmninguna,“ segir Árni. GKR hefur verið að vinna helling af nýju efni síðan hann gaf út plötuna GKR í fyrra og er víst búinn að koma sér upp töluvert öðruvísi hljóm en þeim sem við eigum að venjast frá honum. Leikar hefjast klukkan tíu og gamanið mun standa fram eftir nóttu.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira