Flokkarnir flestir á elleftu stundu með framboðslista sína Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. október 2017 06:00 Flokkarnir hafa til hádegis í dag til að skila framboðum. Vísir/Ernir Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag. Á framboðslista skulu vera tvöfalt fleiri frambjóðendur en nemur þingsætum í kjördæminu. Listanum þarf að fylgja skrifleg yfirlýsing þeirra sem á honum eru um að þeir veiti leyfi fyrir því að nöfn þeirra séu þar. Þá þarf að skila inn meðmælum, skriflegri yfirlýsingu um stuðning við listann frá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki. Kjörstjórnir fara síðan yfir hvort framboð séu gild og veita flokkum skamman frest, ef þörf er á, til að bæta úr. Staðan á framlagningu framboðslista er mismunandi milli kjördæma. Í Suðvesturkjördæmi hafði til að mynda enginn flokkur skilað inn formlegum framboðslista þegar Fréttablaðið athugaði málið hjá yfirkjörstjórn þar. Tekið verður á móti framboðum í Kaplakrika kl. 10-12 í dag og stefnir því í að það verði traffík í Krikanum fram að hádegi. Í Norðvesturkjördæmi höfðu þrír flokkar skilað inn listum í gær, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn. Þar fengust þær upplýsingar að von væri á fleiri framboðum, eins og gefur að skilja. Staðan er best í Norðausturkjördæmi þar sem 10 flokkar hafa skilað framboðslistum og bjóst oddviti yfirkjörstjórnar ekki við fleiri listum. Sjö framboðslistar höfðu borist í Suðurkjördæmi og höfðu þeir komið á þriðjudag. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, suður og norður, höfðu aðeins Vinstri græn og Píratar skilað inn framboðslistum sínum á þriðjudag. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag. Á framboðslista skulu vera tvöfalt fleiri frambjóðendur en nemur þingsætum í kjördæminu. Listanum þarf að fylgja skrifleg yfirlýsing þeirra sem á honum eru um að þeir veiti leyfi fyrir því að nöfn þeirra séu þar. Þá þarf að skila inn meðmælum, skriflegri yfirlýsingu um stuðning við listann frá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki. Kjörstjórnir fara síðan yfir hvort framboð séu gild og veita flokkum skamman frest, ef þörf er á, til að bæta úr. Staðan á framlagningu framboðslista er mismunandi milli kjördæma. Í Suðvesturkjördæmi hafði til að mynda enginn flokkur skilað inn formlegum framboðslista þegar Fréttablaðið athugaði málið hjá yfirkjörstjórn þar. Tekið verður á móti framboðum í Kaplakrika kl. 10-12 í dag og stefnir því í að það verði traffík í Krikanum fram að hádegi. Í Norðvesturkjördæmi höfðu þrír flokkar skilað inn listum í gær, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn. Þar fengust þær upplýsingar að von væri á fleiri framboðum, eins og gefur að skilja. Staðan er best í Norðausturkjördæmi þar sem 10 flokkar hafa skilað framboðslistum og bjóst oddviti yfirkjörstjórnar ekki við fleiri listum. Sjö framboðslistar höfðu borist í Suðurkjördæmi og höfðu þeir komið á þriðjudag. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, suður og norður, höfðu aðeins Vinstri græn og Píratar skilað inn framboðslistum sínum á þriðjudag.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira