Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2017 08:15 Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. Vísir „Ísland nötrar eftir að Guðni Th. Jóhannesson hefur opinberað leyniuppskrift sína sem hinn venjulegi Íslendingur er að nota til að þéna pening heima frá.“ Svona hefst frétt sem látin er líta út fyrir fyrir að hafa verið birt á viðskiptavef CNN í gær. Þegar betur að er gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk. Slóðin á fréttina sjálfa er allt önnur en hefðbundin slóð á viðskiptavef CNN og þá virðist greinarhöfundur ekki gera sér grein fyrir því að Guðni sé forseti Íslands. Auglýsingu með þar sem tengli á fréttina hefur verið dreift um netið en glöggur lesandi Vísis kom auga á auglýsinguna á vef Observer. Í falsfréttinni sem um ræðir er láti líta út fyrir að rætt hafi verið við Guðna þar sem hann opinberar hvernig meðaljónið geti hætt í vinnunni á 30 dögum og þénað allt að 350 dollara á dag að meðaltali með því að vinna heima frá sér. „Það er jafnvel hættulegt að tala um þetta vegna þess að hinn valdamikla elíta vill ekki að hinn venjulegi Íslendingur verði svona ríkur. Því ríkari sem almenningur er, þeim mun meira minnka völd þeirra. Þeir hata mig fyrir að deila þessu,“ er Guðni látinn segja. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er fréttin látin líta út fyrir að birtast á vef CNN Money og eru líkindin töluverð. Algjörlega óljóst er þó hver tilgangur falsfréttarinnar er þar sem að ef smellt er á myndbönd eða tengla þar sem boðað er að nánari upplýsingar um leyniaðferð Guðna megi finna, kemur villa upp.Fyrir áhugasama má sjá falsfréttina hér en líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða og eru lesendur því varaðir við að smella á tengilinn.Falsfréttin er til hægri, alvöru frétt á CNN til vinstri. Forseti Íslands Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ísland nötrar eftir að Guðni Th. Jóhannesson hefur opinberað leyniuppskrift sína sem hinn venjulegi Íslendingur er að nota til að þéna pening heima frá.“ Svona hefst frétt sem látin er líta út fyrir fyrir að hafa verið birt á viðskiptavef CNN í gær. Þegar betur að er gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk. Slóðin á fréttina sjálfa er allt önnur en hefðbundin slóð á viðskiptavef CNN og þá virðist greinarhöfundur ekki gera sér grein fyrir því að Guðni sé forseti Íslands. Auglýsingu með þar sem tengli á fréttina hefur verið dreift um netið en glöggur lesandi Vísis kom auga á auglýsinguna á vef Observer. Í falsfréttinni sem um ræðir er láti líta út fyrir að rætt hafi verið við Guðna þar sem hann opinberar hvernig meðaljónið geti hætt í vinnunni á 30 dögum og þénað allt að 350 dollara á dag að meðaltali með því að vinna heima frá sér. „Það er jafnvel hættulegt að tala um þetta vegna þess að hinn valdamikla elíta vill ekki að hinn venjulegi Íslendingur verði svona ríkur. Því ríkari sem almenningur er, þeim mun meira minnka völd þeirra. Þeir hata mig fyrir að deila þessu,“ er Guðni látinn segja. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er fréttin látin líta út fyrir að birtast á vef CNN Money og eru líkindin töluverð. Algjörlega óljóst er þó hver tilgangur falsfréttarinnar er þar sem að ef smellt er á myndbönd eða tengla þar sem boðað er að nánari upplýsingar um leyniaðferð Guðna megi finna, kemur villa upp.Fyrir áhugasama má sjá falsfréttina hér en líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða og eru lesendur því varaðir við að smella á tengilinn.Falsfréttin er til hægri, alvöru frétt á CNN til vinstri.
Forseti Íslands Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira