Flókin forréttindi María Bjarnadóttir skrifar 13. október 2017 07:00 Fólk í forréttindastöðu* á samúð mína um þessar mundir. Það er svo mikið af baráttu- og hugsjónafólki að hrista heimsmyndina alla að það er erfitt að átta sig á hvað snýr fram og hvað aftur. Ólgan er svo mikil að hún nær jafnvel til góða fólksins. Stjórnmálamaður til áratuga komst til dæmis að því í vikunni, uppi á sviði og fyrir framan fullt af fólki, að það er ekki lengur viðeigandi að lýsa einhverju sem er gallað sem fötluðu. Nú er víst búið að ákveða að fólk er bara fólk, með mismunandi þarfir og getu sem skilgreina þau ekki. Fötlun má víst ekki lengur nota sem niðrandi orð. Það er skiljanlega erfitt að fylgjast með því hvað er viðeigandi hugtakanotkun um fólk sem er ekki nákvæmlega eins og við sjálf, en þá þarf að leita leiðbeininga og ráða þeirra sem þekkja til ef uppfærslan gerist ekki af sjálfu sér. Nútíminn og allt það. Að sama skapi var átakanlegt að fylgjast með saklausum framámanni í samfélaginu eiga þátt í því að skapa þvílíkan pólitískan jarðskjálfta að ríkisstjórnin hrundi og kjósendum var hrint að kjörkössunum aftur. Bara með einni velmeinandi undirskrift. Höfðingjar hafa jú löngum aðstoðað bændur og búalið í þrengingum og varla rétt að hætta því núna? Það eru ekki allir forstjórar í Garðabænum að #freethenipple og #hafahátt og #breytaheiminum. Kannski hefur ekki verið mjög opinská umræða um orsakir og afleiðingar kynferðisofbeldis og svoleiðis á Frímúrarafundum. Mögulega hefur eitthvað hrist upp í þeirra dagskrá nýlega. *Það er örugglega alger tilviljun að fólk í forréttindastöðu er flest karlar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 María Bjarnadóttir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Fólk í forréttindastöðu* á samúð mína um þessar mundir. Það er svo mikið af baráttu- og hugsjónafólki að hrista heimsmyndina alla að það er erfitt að átta sig á hvað snýr fram og hvað aftur. Ólgan er svo mikil að hún nær jafnvel til góða fólksins. Stjórnmálamaður til áratuga komst til dæmis að því í vikunni, uppi á sviði og fyrir framan fullt af fólki, að það er ekki lengur viðeigandi að lýsa einhverju sem er gallað sem fötluðu. Nú er víst búið að ákveða að fólk er bara fólk, með mismunandi þarfir og getu sem skilgreina þau ekki. Fötlun má víst ekki lengur nota sem niðrandi orð. Það er skiljanlega erfitt að fylgjast með því hvað er viðeigandi hugtakanotkun um fólk sem er ekki nákvæmlega eins og við sjálf, en þá þarf að leita leiðbeininga og ráða þeirra sem þekkja til ef uppfærslan gerist ekki af sjálfu sér. Nútíminn og allt það. Að sama skapi var átakanlegt að fylgjast með saklausum framámanni í samfélaginu eiga þátt í því að skapa þvílíkan pólitískan jarðskjálfta að ríkisstjórnin hrundi og kjósendum var hrint að kjörkössunum aftur. Bara með einni velmeinandi undirskrift. Höfðingjar hafa jú löngum aðstoðað bændur og búalið í þrengingum og varla rétt að hætta því núna? Það eru ekki allir forstjórar í Garðabænum að #freethenipple og #hafahátt og #breytaheiminum. Kannski hefur ekki verið mjög opinská umræða um orsakir og afleiðingar kynferðisofbeldis og svoleiðis á Frímúrarafundum. Mögulega hefur eitthvað hrist upp í þeirra dagskrá nýlega. *Það er örugglega alger tilviljun að fólk í forréttindastöðu er flest karlar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun