Á 189 km hraða á skíðum aftaní Jaguar Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 15:33 Grahan Bell og Jaguarinn sem dró hann. Jaguar bílar eru skemmtilegir og það er líka skemmtilegt á skíðum. En að sameina þetta tvennt hlýtur að vera enn skemmtilegra. Það taldi að minnsta kosti breski brunsérfræðingurinn Graham Bell því hann lét 380 hestafla Jaguar XF S Sportbrake bíl draga sig á rennsléttri braut á ónefndum stað við norðurheimskautsbaug á ógnarhraða. Þar náði hann 189 km hraða dreginn af bílnum og setti með því nýtt Guinness heimsmet í slíkri skíðamennsku. Hann bætti metið reyndar mjög myndarlega þar sem fyrra metið var aðeins 112 km/klst. Það þarf líklega mikinn ofurhuga að láta draga sig á 189 km hraða því það hlýtur að hafa slæmar afleiðingar að detta á slíkri ferð. Það tókst honum hinsvegar að forðast. Sjá má heimsmetssláttinn í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Jaguar bílar eru skemmtilegir og það er líka skemmtilegt á skíðum. En að sameina þetta tvennt hlýtur að vera enn skemmtilegra. Það taldi að minnsta kosti breski brunsérfræðingurinn Graham Bell því hann lét 380 hestafla Jaguar XF S Sportbrake bíl draga sig á rennsléttri braut á ónefndum stað við norðurheimskautsbaug á ógnarhraða. Þar náði hann 189 km hraða dreginn af bílnum og setti með því nýtt Guinness heimsmet í slíkri skíðamennsku. Hann bætti metið reyndar mjög myndarlega þar sem fyrra metið var aðeins 112 km/klst. Það þarf líklega mikinn ofurhuga að láta draga sig á 189 km hraða því það hlýtur að hafa slæmar afleiðingar að detta á slíkri ferð. Það tókst honum hinsvegar að forðast. Sjá má heimsmetssláttinn í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent