Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 74-76 | Aftur tap hjá Þórsurum í spennuleik Sindri Freyr Ágústsson skrifar 12. október 2017 22:00 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara og fyrrum þjálfari Njarðvíkur. vísir/ernir Það var hörku spenna í Icelandic Glacial Höllinn í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn og Njarðvík mættust. Njarðvíkingar náðu að hirða stigin tvö undir lok leiks en þurftu að hafa mikið fyrir því.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar litu betur út en heimamenn nánast allan leikinn. Þeir voru skynsamari þegar það koma að því að velja skotin sín og spiluðu hörku vel. Terrell Vinson leikmaður Njarðvíkur átti flottan leik og var hann án nokkurs vafa maður leiksins. Hann var algjör lykilmaður í þessum sigri en það er samt erfitt að finna veikan blett í liði þeirra í þessum leik því flestir leikmenn Njarðvíkur áttu fínan leik.Lykilmenn liðanna ? Eins og áður hefur komið fram þá var Terrell Vinson yfirburðar maður í kvöld, hann hitti úr 11 af 16 skotum sínum og endaði með 30 stig. Raggi Nat var einnig flottur en hann endaði með tvennu, 11 stig og 10 fráköst. Snorri Hrafnkelsson var virkilega flottur í kvöld og náði hann að skora 15 stig. Emil Karel var fínn og endaði hann með 14 stig. Jesse Pellot-Rosa hitti aðeins úr 8 af 21 skotum sínum en endaði með 23 stig, frekar slöpp nýting frá virkilega góðum leikmanni.Hvað gekk illa? Bæði lið voru að hitti frekar illa í dag og enduðu bæði lið með 29 prósent nýtingu úr þriggja stiga skotum. Það var frekar mikið af klaufa villum hjá báðum liðum og það er eitthvað sem bæði lið þurfa að laga fyrir næsta leik. Stúkan var virkilega slöpp og hálftóm, vonandi verður þetta betra í næstu leikjum því stemmning er stór partur af leiknum.Áhugaverð tölfræði? Skotnýting heimamanna var virkilega slöpp, hún var aðeins 38 prósent. Þeir hafa oft átt töluvert betri daga. Bæði lið töpuðu mörgum boltum. Njarðvíkingar töpuðu 17 og Þórsarar töpuðu 14.Þór Þ.-Njarðvík 74-78 (19-23, 20-20, 15-12, 20-23)Þór Þ.: Jesse Pellot-Rosa 23/8 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 15/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 14/10 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 5, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Magnús Breki Þórðason 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.Njarðvík: Terrell Vinson 30/4 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 13/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 11/11 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 10/6 fráköst, Logi Gunnarsson 6/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 5, Snjólfur Marel Stefánsson 3.Ragnar Ágúst Nathanaelsson.Vísir/ErnirRaggi Nat: Blendnar tilfinningar Ragnar Ágúst Nathanaelsson eða Raggi Nat eins og hann er kallaður var ánægður eftir sigurinn í kvöld. „Mér líður mjög vel eftir þennan leik en það eru svona blendnar tilfinningar í gangi vegna þess að ég spilaði hjá Þór þegar ég var síðast á Íslandi. Ég þekkti stúkuna frekar vel og hún lét mig heyra það frekar mikið,“ sagði Ragnar. „Það var heilmikið sem hefði getað farið betur í kvöld, til dæmis var ég að hjálpa of mikið í vörn og úr því fengu þeir mikið af opnum körfum en sem betur fer er þetta bara önnur umferð því þá er nóg tími eftir til að bæta sig,“ sagði Ragnar um hvað hefði getað farið betur í kvöld.Einar Árni: Við réttum þeim keflið Einar Árni, þjálfari Þórs var ekki sáttur eftir tapið í kvöld. „Mér finnst magnað að við vorum í jöfnum leik hérna undir lok leiks. Við klikkum illa þegar Maciej fær galopið þriggja stiga skot og svo vantaði bara helling upp á í vörninni. Við fengum algjör klaufa villu á okkur þegar Emil fékk sína fimmtu villu og við réttum þeim keflið, mér fannst Njarðvíkingarnir líka bara betri en við í dag,“ sagði Einar Árni. „Ég held að leiðin liggi bara upp á við og við höfum oft spilað betur enn í dag að mínu mati. Það þýðir ekkert að hengja haus, það er stutt í næsta leik og áfram gakk,“ sagði Einar Árni sem var bjartsýnn á framhaldið.Daníel: Sigurinn var vel þeginn Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur var sáttur með sigurinn í kvöld. „Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá strákunum. Sóknarleikurinn var reyndar frekar slappur sérstaklega í þriðja leikhluta en heilt yfir vorum við nokkuð þéttir og góðir,“ sagði Daníel. „Að halda þeim í 74 stigum er virkilega gott því þeir eru með hörku sóknarlið. Þegar maður spilar góða vörn þá fær maður sjálfstraustið í sókninni líka. Þetta eru framför frá síðasta leik og við erum allir að slípast til. Sigurinn var vel þeginn í dag,“ sagði Daníel. Dominos-deild karla
Það var hörku spenna í Icelandic Glacial Höllinn í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn og Njarðvík mættust. Njarðvíkingar náðu að hirða stigin tvö undir lok leiks en þurftu að hafa mikið fyrir því.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar litu betur út en heimamenn nánast allan leikinn. Þeir voru skynsamari þegar það koma að því að velja skotin sín og spiluðu hörku vel. Terrell Vinson leikmaður Njarðvíkur átti flottan leik og var hann án nokkurs vafa maður leiksins. Hann var algjör lykilmaður í þessum sigri en það er samt erfitt að finna veikan blett í liði þeirra í þessum leik því flestir leikmenn Njarðvíkur áttu fínan leik.Lykilmenn liðanna ? Eins og áður hefur komið fram þá var Terrell Vinson yfirburðar maður í kvöld, hann hitti úr 11 af 16 skotum sínum og endaði með 30 stig. Raggi Nat var einnig flottur en hann endaði með tvennu, 11 stig og 10 fráköst. Snorri Hrafnkelsson var virkilega flottur í kvöld og náði hann að skora 15 stig. Emil Karel var fínn og endaði hann með 14 stig. Jesse Pellot-Rosa hitti aðeins úr 8 af 21 skotum sínum en endaði með 23 stig, frekar slöpp nýting frá virkilega góðum leikmanni.Hvað gekk illa? Bæði lið voru að hitti frekar illa í dag og enduðu bæði lið með 29 prósent nýtingu úr þriggja stiga skotum. Það var frekar mikið af klaufa villum hjá báðum liðum og það er eitthvað sem bæði lið þurfa að laga fyrir næsta leik. Stúkan var virkilega slöpp og hálftóm, vonandi verður þetta betra í næstu leikjum því stemmning er stór partur af leiknum.Áhugaverð tölfræði? Skotnýting heimamanna var virkilega slöpp, hún var aðeins 38 prósent. Þeir hafa oft átt töluvert betri daga. Bæði lið töpuðu mörgum boltum. Njarðvíkingar töpuðu 17 og Þórsarar töpuðu 14.Þór Þ.-Njarðvík 74-78 (19-23, 20-20, 15-12, 20-23)Þór Þ.: Jesse Pellot-Rosa 23/8 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 15/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 14/10 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 5, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Magnús Breki Þórðason 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.Njarðvík: Terrell Vinson 30/4 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 13/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 11/11 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 10/6 fráköst, Logi Gunnarsson 6/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 5, Snjólfur Marel Stefánsson 3.Ragnar Ágúst Nathanaelsson.Vísir/ErnirRaggi Nat: Blendnar tilfinningar Ragnar Ágúst Nathanaelsson eða Raggi Nat eins og hann er kallaður var ánægður eftir sigurinn í kvöld. „Mér líður mjög vel eftir þennan leik en það eru svona blendnar tilfinningar í gangi vegna þess að ég spilaði hjá Þór þegar ég var síðast á Íslandi. Ég þekkti stúkuna frekar vel og hún lét mig heyra það frekar mikið,“ sagði Ragnar. „Það var heilmikið sem hefði getað farið betur í kvöld, til dæmis var ég að hjálpa of mikið í vörn og úr því fengu þeir mikið af opnum körfum en sem betur fer er þetta bara önnur umferð því þá er nóg tími eftir til að bæta sig,“ sagði Ragnar um hvað hefði getað farið betur í kvöld.Einar Árni: Við réttum þeim keflið Einar Árni, þjálfari Þórs var ekki sáttur eftir tapið í kvöld. „Mér finnst magnað að við vorum í jöfnum leik hérna undir lok leiks. Við klikkum illa þegar Maciej fær galopið þriggja stiga skot og svo vantaði bara helling upp á í vörninni. Við fengum algjör klaufa villu á okkur þegar Emil fékk sína fimmtu villu og við réttum þeim keflið, mér fannst Njarðvíkingarnir líka bara betri en við í dag,“ sagði Einar Árni. „Ég held að leiðin liggi bara upp á við og við höfum oft spilað betur enn í dag að mínu mati. Það þýðir ekkert að hengja haus, það er stutt í næsta leik og áfram gakk,“ sagði Einar Árni sem var bjartsýnn á framhaldið.Daníel: Sigurinn var vel þeginn Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur var sáttur með sigurinn í kvöld. „Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá strákunum. Sóknarleikurinn var reyndar frekar slappur sérstaklega í þriðja leikhluta en heilt yfir vorum við nokkuð þéttir og góðir,“ sagði Daníel. „Að halda þeim í 74 stigum er virkilega gott því þeir eru með hörku sóknarlið. Þegar maður spilar góða vörn þá fær maður sjálfstraustið í sókninni líka. Þetta eru framför frá síðasta leik og við erum allir að slípast til. Sigurinn var vel þeginn í dag,“ sagði Daníel.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum