Framleiðslu Golf hætt í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 14:18 Volkswagen Golf hefur verið ein mest selda bílgerð heims í langan tíma. Volkswagen ætlar að hætta framleiðslu á Golf fólksbílnum í Mexíkó og flytja framleiðslu Golf algerlega til Evrópu. Í verksmiðjunni í Mexíkó verður í staðinn hafin framleiðsla á Volkswagen Tiguan í bæði 5 og 7 sæta útgáfum, sem og framleiðslu Jetta, en ný kynslóð hans verður kynnt til sögunnar á næsta ári. Sala Golf hefur minnkað til muna á síðustu árum í bæði S-Ameríku og N-Ameríku og er það líklega helsta ástæðan fyrir því að framleiðslunni þar verður hætt. En góð sala jepplinga á þessum markaðssvæðum, sem og í heiminum öllum, á örugglega líka þátt í þessum umskiptum í framleiðslunni í Puebla verksmiðju Volkswagen í Mexíkó. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent
Volkswagen ætlar að hætta framleiðslu á Golf fólksbílnum í Mexíkó og flytja framleiðslu Golf algerlega til Evrópu. Í verksmiðjunni í Mexíkó verður í staðinn hafin framleiðsla á Volkswagen Tiguan í bæði 5 og 7 sæta útgáfum, sem og framleiðslu Jetta, en ný kynslóð hans verður kynnt til sögunnar á næsta ári. Sala Golf hefur minnkað til muna á síðustu árum í bæði S-Ameríku og N-Ameríku og er það líklega helsta ástæðan fyrir því að framleiðslunni þar verður hætt. En góð sala jepplinga á þessum markaðssvæðum, sem og í heiminum öllum, á örugglega líka þátt í þessum umskiptum í framleiðslunni í Puebla verksmiðju Volkswagen í Mexíkó.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent