Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. október 2017 07:56 Rodrigo Duterte skar upp herör gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Vísir/afp Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum. Hann sætir æ meiri gagnrýni innanlands vegna hörku í stríðinu gegn fíkniefnum. Forsetinn hefur verið undir miklum þrýstingi allt frá því að hann var kosinn en stefna hans er að taka eins hart og mögulegt er á fíkniefnasölum og smyglurum. Hingað til hefur forsetinn falið lögreglunni að ráðast gegn fíkniefnum í landinu en talið er að lögreglan hafi drepið meira en 3850 manns í aðgerðum gegn fíkniefnum.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Þá hafa fjölmargir verið drepnir án dóms og laga auk þess sem saklaust fólk hefur látið lífið í átökum lögreglu og glæpagengja. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir. Nú hefur þjóð forsetans risið á afturlappirnar og mótmælaalda hefur gripið Filippseyjar í sumar og í haust eftir að lögregla drap þrjá unglinga í aðgerðum sínum. Þá hefur Kaþólska kirkjan, sem hefur mikil ítök í Filippseyjum fordæmt aðgerðir forsetans. Forsetinn hefur nú brugðist við gagnrýni og segir lögreglulið landsins spillt. Hann hefur nú dregið lögregluna úr öllum fíkniefnatengdum aðgerðum og hefur falið fíkniefnaeftirliti landsins að taka við því hlutverki. Filippseyjar Tengdar fréttir Kirkjan fordæmir herferð Duterte Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga. 21. ágúst 2017 06:00 Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta. 27. ágúst 2017 08:11 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum. Hann sætir æ meiri gagnrýni innanlands vegna hörku í stríðinu gegn fíkniefnum. Forsetinn hefur verið undir miklum þrýstingi allt frá því að hann var kosinn en stefna hans er að taka eins hart og mögulegt er á fíkniefnasölum og smyglurum. Hingað til hefur forsetinn falið lögreglunni að ráðast gegn fíkniefnum í landinu en talið er að lögreglan hafi drepið meira en 3850 manns í aðgerðum gegn fíkniefnum.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Þá hafa fjölmargir verið drepnir án dóms og laga auk þess sem saklaust fólk hefur látið lífið í átökum lögreglu og glæpagengja. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir. Nú hefur þjóð forsetans risið á afturlappirnar og mótmælaalda hefur gripið Filippseyjar í sumar og í haust eftir að lögregla drap þrjá unglinga í aðgerðum sínum. Þá hefur Kaþólska kirkjan, sem hefur mikil ítök í Filippseyjum fordæmt aðgerðir forsetans. Forsetinn hefur nú brugðist við gagnrýni og segir lögreglulið landsins spillt. Hann hefur nú dregið lögregluna úr öllum fíkniefnatengdum aðgerðum og hefur falið fíkniefnaeftirliti landsins að taka við því hlutverki.
Filippseyjar Tengdar fréttir Kirkjan fordæmir herferð Duterte Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga. 21. ágúst 2017 06:00 Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta. 27. ágúst 2017 08:11 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Kirkjan fordæmir herferð Duterte Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga. 21. ágúst 2017 06:00
Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02
Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49
Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta. 27. ágúst 2017 08:11