Hækka verðmat á Skeljungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. október 2017 11:00 Afkoma Skeljungs var yfir væntingum greinenda á fyrri helmingi ársins. Vísir/GVA Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Skeljungi og mælir með því að fjárfestar kaupi hlut í olíufélaginu. Samkvæmt nýju verðmati hagfræðideildarinnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði hvers hlutar í félaginu 7,54 krónur. Er verðmatsgengið um 11 prósentum hærra en gengi bréfa í félaginu eftir lokun markaða í gær. Hagfræðideildin tekur fram að afkoma Skeljungs á fyrri helmingi ársins hafi verið yfir væntingum. Félaginu hafi tekist vel upp með að halda aftur af kostnaði á sama tíma og sala hafi aukist töluvert, fyrst og fremst í flugi, en fyrirtækið þjónustar bæði WOW air og Icelandair. Hagfræðideildin bendir auk þess á að félagið selji eldsneyti í heildsölu til bandaríska risans Costco. Um töluvert magn sé að ræða en að sama skapi sé framlegðin minni af þeim viðskiptum en af venjulegri bensínsölu. Á móti komi þó heildsölutekjur af mun meira magni en félagið seldi eitt og sér. Þá segir í verðmatinu að flestir ytri þættir séu hagstæðir Skeljungi um þessar mundir. Umferð hafi aukist mikið á þjóðvegum landsins, en styrkur félagsins liggi einna helst í þéttu neti stöðva um landið, hagvöxtur sé myndarlegur, fjárfesting á uppleið, umsvif í þjóðfélaginu fari vaxandi og olíuverð hækkandi. Þá hafi félaginu tekist vel að lækka kostnað og býst hagfræðideildin við því að áframhald verði á þeirri þróun. Sérfræðingar hagfræðideildarinnar gera ráð fyrir meiri tekjuvexti hjá félaginu á næstu þremur árum vegna aukinna umsvifa í flugi og mikillar heildsölu til Costco, ásamt því að efnahagshorfur séu góðar. Eftir árið 2020 verði vöxturinn hins vegar um tvö prósent vegna „skorts á tækifærum til vaxtar ótengt olíu“. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Skeljungi og mælir með því að fjárfestar kaupi hlut í olíufélaginu. Samkvæmt nýju verðmati hagfræðideildarinnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði hvers hlutar í félaginu 7,54 krónur. Er verðmatsgengið um 11 prósentum hærra en gengi bréfa í félaginu eftir lokun markaða í gær. Hagfræðideildin tekur fram að afkoma Skeljungs á fyrri helmingi ársins hafi verið yfir væntingum. Félaginu hafi tekist vel upp með að halda aftur af kostnaði á sama tíma og sala hafi aukist töluvert, fyrst og fremst í flugi, en fyrirtækið þjónustar bæði WOW air og Icelandair. Hagfræðideildin bendir auk þess á að félagið selji eldsneyti í heildsölu til bandaríska risans Costco. Um töluvert magn sé að ræða en að sama skapi sé framlegðin minni af þeim viðskiptum en af venjulegri bensínsölu. Á móti komi þó heildsölutekjur af mun meira magni en félagið seldi eitt og sér. Þá segir í verðmatinu að flestir ytri þættir séu hagstæðir Skeljungi um þessar mundir. Umferð hafi aukist mikið á þjóðvegum landsins, en styrkur félagsins liggi einna helst í þéttu neti stöðva um landið, hagvöxtur sé myndarlegur, fjárfesting á uppleið, umsvif í þjóðfélaginu fari vaxandi og olíuverð hækkandi. Þá hafi félaginu tekist vel að lækka kostnað og býst hagfræðideildin við því að áframhald verði á þeirri þróun. Sérfræðingar hagfræðideildarinnar gera ráð fyrir meiri tekjuvexti hjá félaginu á næstu þremur árum vegna aukinna umsvifa í flugi og mikillar heildsölu til Costco, ásamt því að efnahagshorfur séu góðar. Eftir árið 2020 verði vöxturinn hins vegar um tvö prósent vegna „skorts á tækifærum til vaxtar ótengt olíu“. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent