Óskalisti fyrir kosningar 2017 Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2017 07:00 Ég veit ekki enn hvað ég ætla að kjósa. Samt er ég í mjög góðri æfingu. Síðan ég fékk kosningarétt árið 2011 hef ég kosið í tvennum forsetakosningum og einum sveitarstjórnarkosningum. Ég kaus um Icesave og stjórnarskrána. Í lok mánaðar kýs ég svo í mínum þriðju alþingiskosningum. Þetta er lygilega mikið af X-um við hina og þessa flokka og loforð um frían bjór og breytingar. En mér finnst ég enn þá standa máttlaus frammi fyrir framtíð minni á Íslandi og ég held að mörgum á mínum aldri líði eins. Þess vegna er ég hér með lítinn lista, bara krúttlegan jafnvel – og sanngjarnan, finnst mér – en alls ekki tæmandi, af hlutum sem ég vil að verði kippt í lag. Ég eftirlæt svo svokallaðri „ríkisstjórn“ að finna út hvernig best sé að fara að því.1.Heilbrigðiskerfið: Laga það, takk. Mig langar til þess að sjúkrahús á þessu landi séu ekki bókstaflega að rotna utan af starfsfólki og sjúklingum. Mig langar að téðu starfsfólki séu borguð almennileg laun. Og aflúxusvæðið sálfræðiþjónustu, til dæmis.2.Menntamálin: Laga þau líka, gerið það. Plís. Byggið upp námslánakerfi með þarfir alvöru námsmanna í fyrsta sæti. Skerið ekki allt inn að beini. Látið ekki krakkana í Listaháskólanum sækja tíma í mygluðu húsi sem átti að rífa fyrir mörgum árum. Í alvöru talað.3. Húsnæðismarkaðurinn: Laga hann. Strax. Komið almennilega til móts við fólk sem vill kaupa sér fyrstu íbúðina. Gerið eitthvað í leigumarkaðnum því annars getum við ekki búið hérna.4.Flóttamenn: Takið á móti fleirum. Og skammist ykkar. Hef ég yfirhöfuð trú á því að eitthvað batni eftir næstu kosningar? Ég veit það ekki. Kannski skila ég bara auðu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ég veit ekki enn hvað ég ætla að kjósa. Samt er ég í mjög góðri æfingu. Síðan ég fékk kosningarétt árið 2011 hef ég kosið í tvennum forsetakosningum og einum sveitarstjórnarkosningum. Ég kaus um Icesave og stjórnarskrána. Í lok mánaðar kýs ég svo í mínum þriðju alþingiskosningum. Þetta er lygilega mikið af X-um við hina og þessa flokka og loforð um frían bjór og breytingar. En mér finnst ég enn þá standa máttlaus frammi fyrir framtíð minni á Íslandi og ég held að mörgum á mínum aldri líði eins. Þess vegna er ég hér með lítinn lista, bara krúttlegan jafnvel – og sanngjarnan, finnst mér – en alls ekki tæmandi, af hlutum sem ég vil að verði kippt í lag. Ég eftirlæt svo svokallaðri „ríkisstjórn“ að finna út hvernig best sé að fara að því.1.Heilbrigðiskerfið: Laga það, takk. Mig langar til þess að sjúkrahús á þessu landi séu ekki bókstaflega að rotna utan af starfsfólki og sjúklingum. Mig langar að téðu starfsfólki séu borguð almennileg laun. Og aflúxusvæðið sálfræðiþjónustu, til dæmis.2.Menntamálin: Laga þau líka, gerið það. Plís. Byggið upp námslánakerfi með þarfir alvöru námsmanna í fyrsta sæti. Skerið ekki allt inn að beini. Látið ekki krakkana í Listaháskólanum sækja tíma í mygluðu húsi sem átti að rífa fyrir mörgum árum. Í alvöru talað.3. Húsnæðismarkaðurinn: Laga hann. Strax. Komið almennilega til móts við fólk sem vill kaupa sér fyrstu íbúðina. Gerið eitthvað í leigumarkaðnum því annars getum við ekki búið hérna.4.Flóttamenn: Takið á móti fleirum. Og skammist ykkar. Hef ég yfirhöfuð trú á því að eitthvað batni eftir næstu kosningar? Ég veit það ekki. Kannski skila ég bara auðu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun