Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 15:08 Á annað þúsund íbúðar- og verslunarhúsa hafa orðið eldunum að bráð í norðanverðri Kaliforníu. Vísir/AFP Tilkynnt hefur verið um að minnsta kosti 150 manns sem er saknað til viðbótar við þá ellefu sem staðfest er að hafi farist í skógareldunum í norðanverðri Kaliforníu. Ríkisyfirvöld gera ráð fyrir að tala látinna eigi eftir að hækka. Alls hafa 433 ferkílómetrar lands í norðanverðri Kaliforníu brunnið og valdið gífurlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Slökkviliðsmenn eru vongóðir um að þeim takist að ná betri tökum á eldunum í dag þegar vindur sem hefur kynt undir þeim gengur niður. Áætlað er að um 1.500 íbúðarhús og verslunarbyggginar hafi eyðilagst og að um tuttugu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín, að því er segir í frétt Washington Post.NOAA's #GOES16 shows #wildfires (in Geo & Natural Fire Color) raging in parts of #California yesterday. More loops: https://t.co/8l5NGSMGLx pic.twitter.com/WKXhLgorcf— NOAA Satellites (@NOAASatellites) October 10, 2017 Staðfest er að sjö manns hafi farist í Sonoma-sýslu. Þar hafa sýsluyfirvöld fengið tilkynningar um á annað hundrað manns sem er saknað. „Við erum viss um að margt af þessu fólki finnist heilt á húfi og finni ástvini sína aftur en því miður búum við okkur undir frekari mannskaða,“ segir sýslumaðurinn í Sonoma-sýslu. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Miklir skógarelda hafa geisað í vestanverðum Bandaríkjunum. Alls hafa rúmlega 32.000 ferkílómetrar lands í fjórum ríkjum brunnið. Eldarnir í Washington- og Oregon-ríkjum urðu meðal ananrs til þess að ösku rigndi yfir Seattle-borg. Loftslagsmál Tengdar fréttir Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um að minnsta kosti 150 manns sem er saknað til viðbótar við þá ellefu sem staðfest er að hafi farist í skógareldunum í norðanverðri Kaliforníu. Ríkisyfirvöld gera ráð fyrir að tala látinna eigi eftir að hækka. Alls hafa 433 ferkílómetrar lands í norðanverðri Kaliforníu brunnið og valdið gífurlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Slökkviliðsmenn eru vongóðir um að þeim takist að ná betri tökum á eldunum í dag þegar vindur sem hefur kynt undir þeim gengur niður. Áætlað er að um 1.500 íbúðarhús og verslunarbyggginar hafi eyðilagst og að um tuttugu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín, að því er segir í frétt Washington Post.NOAA's #GOES16 shows #wildfires (in Geo & Natural Fire Color) raging in parts of #California yesterday. More loops: https://t.co/8l5NGSMGLx pic.twitter.com/WKXhLgorcf— NOAA Satellites (@NOAASatellites) October 10, 2017 Staðfest er að sjö manns hafi farist í Sonoma-sýslu. Þar hafa sýsluyfirvöld fengið tilkynningar um á annað hundrað manns sem er saknað. „Við erum viss um að margt af þessu fólki finnist heilt á húfi og finni ástvini sína aftur en því miður búum við okkur undir frekari mannskaða,“ segir sýslumaðurinn í Sonoma-sýslu. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Miklir skógarelda hafa geisað í vestanverðum Bandaríkjunum. Alls hafa rúmlega 32.000 ferkílómetrar lands í fjórum ríkjum brunnið. Eldarnir í Washington- og Oregon-ríkjum urðu meðal ananrs til þess að ösku rigndi yfir Seattle-borg.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37
Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32