Þrír slást um hylli tíu þúsund félagsmanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2017 06:00 vísir/vilhelm Þrír gefa kost á sér til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, varð fyrst til að ríða á vaðið. Þá tilkynnti Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, um framboð sitt 3. október. Á föstudagskvöld, skömmu áður en framboðsfrestur rann út, tilkynnti Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um framboð sitt. Kjartan Ólafsson, grunnskólakennari í Vatnsendaskóla, hafði lýst yfir framboði en dró það til baka um leið og Ragnar Þór tilkynnti um framboð. Kjartan hefur lýst stuðningi við framboð hans. Í framboði verða því tveir frambjóðendur úr Félagi grunnskólakennara og einn úr Félagi framhaldsskólakennara. Tveir frambjóðenda eru formenn aðildarfélaga en einn er starfandi kennari. Öll munu þau berjast um atkvæði um það bil tíu þúsund félagsmanna Kennarasambands Íslands. Kosið verður rafrænt 1. til 7. nóvember. Þau Ólafur og Guðríður eru sammála um að eitt stærsta hlutverk nýs formanns Kennarasambands Íslands verði að gæta hagsmuna kennara þegar laun opinbera markaðarins og almenna markaðarins verða jöfnuð, í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gaf þegar lög um jöfnun lífeyrisréttinda voru samþykkt. „Hlutverk formanns kennarasambandsins er að vera talsmaður allra félaganna í þeirra sameiginlegu málum. Aðalverkefni hans er að verða talsmaður allra kennara og koma málefnum kennara á framfæri. Það sem okkur vantað svolítið er að auka sýnileikann á kennurum og kennarastarfinu almennt,“ segir Ólafur. En það sé ekki hlutverk formanns Kennarasambandsins að taka þátt í kjaraviðræðum aðildarfélaganna. Guðríður telur að auk þess að gæta að hagsmunum varðandi launajöfnun opinbera og almenna markaðarins geti formaður sambandsins talað fyrir málum eins og styttingu vinnuvikunnar, sem sé sameiginlegt hagsmunamál allra kennara. Þá eigi hann að standa vörð um menntun allra kennara. „Það hefur verið mikið í umræðunni núna að bregðast við viðvarandi kennaraskorti á leikskólastiginu og að einhverju leyti grunnskólastiginu. Þá hafa einhverjir viðrað hugmyndir um það að lausnin gæti verið að stytta kennaranámið. Við munum aldrei samþykkja að slakað verði á menntunarkröfum kennara,“ segir Guðríður. Ragnar Þór segir stöðu menntamála vera orðna slæma, sama til hvaða skólastigs er horft. „Þetta hefur ekki gerst í tómarúmi eða af tilviljun. Hér hefur hlutum verið stýrt í ákveðið far og ef haldið verður áfram á þessari braut þá horfum við fram á stórkostlegan skaða. Minn tilgangur með því að bjóða mig fram er að reyna að nýta þann kraft sem býr í þessum fjölmennu samtökum kennara til að reyna að afstýra því,“ segir Ragnar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Þrír gefa kost á sér til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, varð fyrst til að ríða á vaðið. Þá tilkynnti Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, um framboð sitt 3. október. Á föstudagskvöld, skömmu áður en framboðsfrestur rann út, tilkynnti Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um framboð sitt. Kjartan Ólafsson, grunnskólakennari í Vatnsendaskóla, hafði lýst yfir framboði en dró það til baka um leið og Ragnar Þór tilkynnti um framboð. Kjartan hefur lýst stuðningi við framboð hans. Í framboði verða því tveir frambjóðendur úr Félagi grunnskólakennara og einn úr Félagi framhaldsskólakennara. Tveir frambjóðenda eru formenn aðildarfélaga en einn er starfandi kennari. Öll munu þau berjast um atkvæði um það bil tíu þúsund félagsmanna Kennarasambands Íslands. Kosið verður rafrænt 1. til 7. nóvember. Þau Ólafur og Guðríður eru sammála um að eitt stærsta hlutverk nýs formanns Kennarasambands Íslands verði að gæta hagsmuna kennara þegar laun opinbera markaðarins og almenna markaðarins verða jöfnuð, í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gaf þegar lög um jöfnun lífeyrisréttinda voru samþykkt. „Hlutverk formanns kennarasambandsins er að vera talsmaður allra félaganna í þeirra sameiginlegu málum. Aðalverkefni hans er að verða talsmaður allra kennara og koma málefnum kennara á framfæri. Það sem okkur vantað svolítið er að auka sýnileikann á kennurum og kennarastarfinu almennt,“ segir Ólafur. En það sé ekki hlutverk formanns Kennarasambandsins að taka þátt í kjaraviðræðum aðildarfélaganna. Guðríður telur að auk þess að gæta að hagsmunum varðandi launajöfnun opinbera og almenna markaðarins geti formaður sambandsins talað fyrir málum eins og styttingu vinnuvikunnar, sem sé sameiginlegt hagsmunamál allra kennara. Þá eigi hann að standa vörð um menntun allra kennara. „Það hefur verið mikið í umræðunni núna að bregðast við viðvarandi kennaraskorti á leikskólastiginu og að einhverju leyti grunnskólastiginu. Þá hafa einhverjir viðrað hugmyndir um það að lausnin gæti verið að stytta kennaranámið. Við munum aldrei samþykkja að slakað verði á menntunarkröfum kennara,“ segir Guðríður. Ragnar Þór segir stöðu menntamála vera orðna slæma, sama til hvaða skólastigs er horft. „Þetta hefur ekki gerst í tómarúmi eða af tilviljun. Hér hefur hlutum verið stýrt í ákveðið far og ef haldið verður áfram á þessari braut þá horfum við fram á stórkostlegan skaða. Minn tilgangur með því að bjóða mig fram er að reyna að nýta þann kraft sem býr í þessum fjölmennu samtökum kennara til að reyna að afstýra því,“ segir Ragnar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira