Gráttu fyrir mig Katalónía Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. október 2017 07:00 Mér þykir Spánn óskaplega spennandi eins og hann er með sín þrjú tungumál og óteljandi mállýskur. Svo er það þessi margfrægi núningur milli borga og landshluta sem virkar á mig eins og uppörvandi andstæða við einsleitnina í mínu heimalandi þar sem Stór-Reykjavíkursvæðið er alfa, ómega og amen eftir efninu. Mér þykir líka óendanlega vænt um lýðræðið þannig að ég hef lengi verið að vonast eftir því að íbúar Katalóníu fái að ákveða framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er því nokkuð daufur í dálkinn þessa dagana þegar ýmislegt bendir til þess að Katalónía sverji sig frá Spáni án þess að Katalóníumenn fái að útkljá það mál með lýðræðislegum hætti. Þá ber þess fyrst að geta að „þjóðaratkvæðagreiðslan“ sem fór fram þann fyrsta þessa mánaðar stendur ekki undir nafni en það var síður en svo lýðræðislega að henni staðið. Hún var undirbúin með leyndarhyggju og af þvermóðsku; lög um hana samþykkt með ónægum meirihluta og stór hluti Katalóníumanna taldi hana fúsk og sat því heima. Til að bæta gráu ofan á svart mætti Rajoy forsætisráðherra þessu með þjóðaröryggislögreglunni, grárri fyrir járnum, svo úr varð hin hræðilegasta niðurlæging fyrir gjörvalla þjóðina. Það sorglega í þessu er að líklegast myndi hann leggja drög að alvöru þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu ef hreðjum og lýðræðisvitund væri fyrir að fara. Það ætlar því að vera þvergirðingsháttur stjórnmálamanna sem tvinna örlög Katalóníu og eflaust munu stórfyrirtæki og bankar hafa sitt að segja en íbúarnir fá engu um ráðið. En til hvers er ég nú að masa þetta? Jú, svo að fólk vandi sig nú við að kjósa því, eins og dæmin sanna, getur það leitt hinar bestu þjóðir í hrikaleg öngstræti þegar kosnir eru forhertir ónytjungar til forystu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun
Mér þykir Spánn óskaplega spennandi eins og hann er með sín þrjú tungumál og óteljandi mállýskur. Svo er það þessi margfrægi núningur milli borga og landshluta sem virkar á mig eins og uppörvandi andstæða við einsleitnina í mínu heimalandi þar sem Stór-Reykjavíkursvæðið er alfa, ómega og amen eftir efninu. Mér þykir líka óendanlega vænt um lýðræðið þannig að ég hef lengi verið að vonast eftir því að íbúar Katalóníu fái að ákveða framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er því nokkuð daufur í dálkinn þessa dagana þegar ýmislegt bendir til þess að Katalónía sverji sig frá Spáni án þess að Katalóníumenn fái að útkljá það mál með lýðræðislegum hætti. Þá ber þess fyrst að geta að „þjóðaratkvæðagreiðslan“ sem fór fram þann fyrsta þessa mánaðar stendur ekki undir nafni en það var síður en svo lýðræðislega að henni staðið. Hún var undirbúin með leyndarhyggju og af þvermóðsku; lög um hana samþykkt með ónægum meirihluta og stór hluti Katalóníumanna taldi hana fúsk og sat því heima. Til að bæta gráu ofan á svart mætti Rajoy forsætisráðherra þessu með þjóðaröryggislögreglunni, grárri fyrir járnum, svo úr varð hin hræðilegasta niðurlæging fyrir gjörvalla þjóðina. Það sorglega í þessu er að líklegast myndi hann leggja drög að alvöru þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu ef hreðjum og lýðræðisvitund væri fyrir að fara. Það ætlar því að vera þvergirðingsháttur stjórnmálamanna sem tvinna örlög Katalóníu og eflaust munu stórfyrirtæki og bankar hafa sitt að segja en íbúarnir fá engu um ráðið. En til hvers er ég nú að masa þetta? Jú, svo að fólk vandi sig nú við að kjósa því, eins og dæmin sanna, getur það leitt hinar bestu þjóðir í hrikaleg öngstræti þegar kosnir eru forhertir ónytjungar til forystu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun