Síðasta púslið í vörn Íslandsmeistaranna var sá besti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 Valsmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2017 að mati Vísis og Fréttablaðsins. Vísir/Anton Sumarið 2017 var sumar Valsmanna í Pepsi-deildinni og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að margir leikmenn Íslandsmeistaranna séu meðal efstu manna í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis. Valsliðið á ekki bara tvo efstu mennina, því liðið á fjóra leikmenn á topp tíu, sjö leikmenn á topp tuttugu og 45 prósent af liði ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi. Valsvörnin var öðrum fremur það sem lagði grunninn að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í tíu ár og tveir bestu leikmenn tímabilsins eru báðir í lykilhlutverkum í henni. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er leikmaður ársins en hann var með langhæstu meðaleinkunnina eða 6,93. Eiður Aron fékk sjö eða hærra í ellefu af fimmtán leikjum sínum og sýndi mikinn stöðugleika í sínum leik í allt sumar. Eiður Aron er 27 ára gamall Eyjamaður sem spilaði síðast í Pepsi-deildinni sumarið 2014 með ÍBV-liðinu en hefur reynt fyrir sér í Svíþjóð (Örebro SK), Noregi (Sandnes Ulf) og Þýskalandi (Holstein Kiel) sem atvinnumaður. Eiður Aron byrjaði ekki tímabilið með Val en hann fékk félagsskipti frá þýska C-deildarliðinu Holstein Kiel 17. maí.Eiður Aroon í fyrsta leik sínum með Val.Vísir/AntonLét hann sitja á bekknum í fyrstu leikjunumEiður Aron lék sinn fyrsta leik með Val í Pepsi-deildinni á móti KA 18. júní en liðið hélt þá hreinu í 1-0 sigri. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá búinn að bíða með hann á varamannabekknum í þremur leikjum í röð án þess að setja hann inn á völlinn. Héldu miklu oftar hreinu Eiður Aron leit hins vegar ekki til baka eftir að honum var afhent byrjunarliðssætið og spilaði síðustu fimmtán leikina. Það má segja að besti leikmaður ársins sé síðasta púslið í meistaravörnina hans Ólafs. Valsliðið hélt einu sinni hreinu í fyrstu sjö leikjum án hans (14 prósent leikja) en sex sinnum hreinu í fimmtán leikjum með hann innanborðs (40 prósent). Vinstri bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson varð annar í einkunnagjöfinni í sumar en reynsluboltinn var aðeins 0,01 á undan markakónginum Andra Rúnari Bjarnasyni úr Grindavík. Þriðji meðlimur Valsvarnarinnar inn á topp tíu var miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson sem var í áttunda sætinu en brimbrjóturinn á miðjunni og helsti hjálparkokkur Valsvarnarinnar, Haukur Páll Sigurðsson, varð aftur á móti fimmti.Sjö Valsmenn á topp 20Það eru fleiri Valsmenn meðal efstu manna. Anton Ari Einarsson er efstur markvarða og miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er næsti maður inn á topp tíu. Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson, einn af óvæntu uppgötvunum sumarsins, er síðan sjöundi Valsmaðurinn inn á topp tuttugu. Það eru fleiri minni titlar sem menn tryggja sér. Eiður Aron er besti varnarmaðurinn, Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason besti sóknarmaðurinn, Blikinn Gísli Eyjólfsson besti miðjumaðurinn og Valsmaðurinn Anton Ari Einarsson besti markvörðurinn. Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson var besti gamli maðurinn (34 ára og eldri) en Fjölnismaðurinn Birnir Snær Ingason besti ungi leikmaðurinn (21 árs eða yngri). FH-ingurinn Steven Lennon var síðan besti erlendi leikmaður Pepsi-deildarinnar.Hér má sjá fimm Valsmenn umkringja KA-manninn Almar Ormarsson. Allir fimm voru meðal 23ja efstu í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Þeir eru Haukur Páll, Eiður Aron, Sigurður Egill, Bjarni Ólafur og Anton Ari. Vísir/AntonBesti leikmaður ársins:(Lágmark að fá einkunn í 14 leikjum) 1. Eiður Aron Sigurbjörnsso, Valur 6,93 2. Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur 6,65 3. Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 6,64 4. Gísli Eyjólfsson, Breiðablik 6,62 5. Haukur Páll Sigurðsson, Valur 6,58 5. Guðjón Baldvinsson, Stjarnan 6,58 7. Steven Lennon, FH 6,55 8. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 6,50 8. Orri Sigurður Ómarsson, Valur 6,50 8. Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan 6,50 11. Guðjón Pétur Lýðsson, Valur 6,43 12. Birnir Snær Ingason, Fjölnir 6,41 13. Sindri Snær Magnússon, ÍBV 6,40 13. Kwame Quee, Víkingur Ó. 6,40 15. Anton Ari Einarsson, Valur 6,36 16. Pablo Punyed, ÍBV 6,33 16. Christian Martinez, Víkingur Ó. 6,33 16. Atli Arnarsson, ÍBV 6,33 19. Einar Karl Ingvarsson, Valur 6,29 19. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 6,29 19. Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA 6,29 22. Baldur Sigurðsson, Stjarnan 6,27 23. Sigurður Egill Lárusson, Valur 6,24 24. Haraldur Björnsson, Stjarnan 6,22 25. Dion Acoff, Valur 6,20 26. Damir Muminovic, Breiðablik 6,18 27. Daníel Laxdal, Stjarnan 6,17 28. Alex Freyr Hilmarsson, Víkingur R. 6,14 29. Jósef Kristinn Jósefsson, Stjarnan 6,14 29. Kristijan Jajalo, Grindavík 6,14 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Sumarið 2017 var sumar Valsmanna í Pepsi-deildinni og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að margir leikmenn Íslandsmeistaranna séu meðal efstu manna í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis. Valsliðið á ekki bara tvo efstu mennina, því liðið á fjóra leikmenn á topp tíu, sjö leikmenn á topp tuttugu og 45 prósent af liði ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi. Valsvörnin var öðrum fremur það sem lagði grunninn að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í tíu ár og tveir bestu leikmenn tímabilsins eru báðir í lykilhlutverkum í henni. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er leikmaður ársins en hann var með langhæstu meðaleinkunnina eða 6,93. Eiður Aron fékk sjö eða hærra í ellefu af fimmtán leikjum sínum og sýndi mikinn stöðugleika í sínum leik í allt sumar. Eiður Aron er 27 ára gamall Eyjamaður sem spilaði síðast í Pepsi-deildinni sumarið 2014 með ÍBV-liðinu en hefur reynt fyrir sér í Svíþjóð (Örebro SK), Noregi (Sandnes Ulf) og Þýskalandi (Holstein Kiel) sem atvinnumaður. Eiður Aron byrjaði ekki tímabilið með Val en hann fékk félagsskipti frá þýska C-deildarliðinu Holstein Kiel 17. maí.Eiður Aroon í fyrsta leik sínum með Val.Vísir/AntonLét hann sitja á bekknum í fyrstu leikjunumEiður Aron lék sinn fyrsta leik með Val í Pepsi-deildinni á móti KA 18. júní en liðið hélt þá hreinu í 1-0 sigri. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá búinn að bíða með hann á varamannabekknum í þremur leikjum í röð án þess að setja hann inn á völlinn. Héldu miklu oftar hreinu Eiður Aron leit hins vegar ekki til baka eftir að honum var afhent byrjunarliðssætið og spilaði síðustu fimmtán leikina. Það má segja að besti leikmaður ársins sé síðasta púslið í meistaravörnina hans Ólafs. Valsliðið hélt einu sinni hreinu í fyrstu sjö leikjum án hans (14 prósent leikja) en sex sinnum hreinu í fimmtán leikjum með hann innanborðs (40 prósent). Vinstri bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson varð annar í einkunnagjöfinni í sumar en reynsluboltinn var aðeins 0,01 á undan markakónginum Andra Rúnari Bjarnasyni úr Grindavík. Þriðji meðlimur Valsvarnarinnar inn á topp tíu var miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson sem var í áttunda sætinu en brimbrjóturinn á miðjunni og helsti hjálparkokkur Valsvarnarinnar, Haukur Páll Sigurðsson, varð aftur á móti fimmti.Sjö Valsmenn á topp 20Það eru fleiri Valsmenn meðal efstu manna. Anton Ari Einarsson er efstur markvarða og miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er næsti maður inn á topp tíu. Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson, einn af óvæntu uppgötvunum sumarsins, er síðan sjöundi Valsmaðurinn inn á topp tuttugu. Það eru fleiri minni titlar sem menn tryggja sér. Eiður Aron er besti varnarmaðurinn, Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason besti sóknarmaðurinn, Blikinn Gísli Eyjólfsson besti miðjumaðurinn og Valsmaðurinn Anton Ari Einarsson besti markvörðurinn. Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson var besti gamli maðurinn (34 ára og eldri) en Fjölnismaðurinn Birnir Snær Ingason besti ungi leikmaðurinn (21 árs eða yngri). FH-ingurinn Steven Lennon var síðan besti erlendi leikmaður Pepsi-deildarinnar.Hér má sjá fimm Valsmenn umkringja KA-manninn Almar Ormarsson. Allir fimm voru meðal 23ja efstu í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Þeir eru Haukur Páll, Eiður Aron, Sigurður Egill, Bjarni Ólafur og Anton Ari. Vísir/AntonBesti leikmaður ársins:(Lágmark að fá einkunn í 14 leikjum) 1. Eiður Aron Sigurbjörnsso, Valur 6,93 2. Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur 6,65 3. Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 6,64 4. Gísli Eyjólfsson, Breiðablik 6,62 5. Haukur Páll Sigurðsson, Valur 6,58 5. Guðjón Baldvinsson, Stjarnan 6,58 7. Steven Lennon, FH 6,55 8. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 6,50 8. Orri Sigurður Ómarsson, Valur 6,50 8. Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan 6,50 11. Guðjón Pétur Lýðsson, Valur 6,43 12. Birnir Snær Ingason, Fjölnir 6,41 13. Sindri Snær Magnússon, ÍBV 6,40 13. Kwame Quee, Víkingur Ó. 6,40 15. Anton Ari Einarsson, Valur 6,36 16. Pablo Punyed, ÍBV 6,33 16. Christian Martinez, Víkingur Ó. 6,33 16. Atli Arnarsson, ÍBV 6,33 19. Einar Karl Ingvarsson, Valur 6,29 19. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 6,29 19. Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA 6,29 22. Baldur Sigurðsson, Stjarnan 6,27 23. Sigurður Egill Lárusson, Valur 6,24 24. Haraldur Björnsson, Stjarnan 6,22 25. Dion Acoff, Valur 6,20 26. Damir Muminovic, Breiðablik 6,18 27. Daníel Laxdal, Stjarnan 6,17 28. Alex Freyr Hilmarsson, Víkingur R. 6,14 29. Jósef Kristinn Jósefsson, Stjarnan 6,14 29. Kristijan Jajalo, Grindavík 6,14
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira