Pítsusendlar segja frá Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. október 2017 11:15 Einar Dagur Jónsson stundar nám í söng, bakar og sendist með pítsur. Visir/Eyþór Pítsusendlar gægjast inn í líf fólks í gegnum þrönga dyragættina. Þeir fá að kynnast öllum hliðum mannlífsins og lenda oft í spaugilegum aðstæðum. Nokkrir núverandi og fyrrverandi pítsusendlar segja hér sögur af ævintýralegum uppákomum.Þorvaldur Kári Ingveldarson hljóp einu sinni yfir í Gróttuvita með pítsu á meðan sjórinn frussaðist yfir hann.Vísir/EyþórFór í óveðri út í Gróttuvita Þorvaldur Kári Ingveldarson trommari starfaði sem pítsusendill fyrir meira en áratug. „Ég var nýkominn með bílpróf og var mathákur. Vinir mínir unnu á Domino’s í Ánanaustum þannig að starfsvalið var nokkuð ljóst fyrir 18 ára ungling. Ég vildi keyra sem mest og hlusta á músík á meðan. Það gekk ágætlega vel að rata og ég átti auðvelt með að lesa á kort, þótt það hafi alls ekki verið þannig einu sinni,“ segir Þorvaldur. Þorvaldi er sérstaklega minnisstæð sendiför eitt óveðurskvöld árið 2003. „Það kom inn pöntun myrkt vetrarkvöld þegar það hefði frekar átt að vera lokað vegna veðurs. Á lýsingunni á heimsendimiðanum stendur „húsið næst Gróttuvita“. Þannig að ég legg af stað út í storminn á stuttermabolnum í bílinn og keyri eins langt og ég kemst að vitanum. Fer úr bílnum og sé ljós í húsunum næst vitanum en sé ekki inn þar sem það er slydda og ég nokkurn spöl frá. Það er hvorki flóð né fjara þannig að það er hægt að komast út í Gróttu. Ég viðurkenni að ég hikaði aðeins og hugsaði að þetta væri ekki eðlilegt en pítsan er heit og fólk svangt. Þannig að ég ákveð að hlaupa af stað í fjöruna með pítsuna. Öldurnar gengu stundum yfir steinana og það frussaðist sjór og slydda yfir mig. En ég náði svo loks yfir og fór að leita að fólkinu í Gróttu. Ég byrja að banka á dyr á öllum húsunum þarna en það voru bara einhver útiljós þannig að ég fer að fatta að það var eitthvað bogið við þessa sendiför. Eftir að hafa reynt allar dyr þá fatta ég að það er kannski að koma flóð og ég gæti orðið fastur úti í Gróttu. Þá hleyp ég af stað til baka með pítsuna og ég upplifði það að sjórinn væri að koma nær og nær í myrkrinu en svo loks kemst ég í bílinn og svo beint niður í Ánanaust. Þaðan hringdi ég í viðskiptavininn og mér var tjáð að þetta væri seinasta húsið áður en ég kæmi að staðnum þar sem ég stoppaði. Þá fattaði ég hvert förinni var heitið og viðskiptavinurinn fékk að mér finnst ansi víðförla og lífsreynda pítsu í matinn.“Söng fyrir viðskiptavin Einar Dagur Jónsson stundar nám í klassískum söng og hefur starfað á pítsustöðum frá því hann var unglingur. Fyrst hjá Castello og nú hjá Eldsmiðjunni. „Ég sótti um og var strax spurður: Getur þú komið klukkan fimm í kvöld?“ Það má segja að upp frá því hafi ævintýrin hafist og Einar Dagur segir að fyrir alla þá sem hafi áhuga á mannlífi sé starf pítsusendilsins skemmtilegt. „Ég hef starfað við allt mögulegt er viðkemur pítsubakstri og líka þurft að sendast með pítsur. „Ég hef keyrt pítsu á Bessastaði, til Jóns Jónssonar sem tók á móti henni á nærbuxunum. Þá fór ég með tvær pítsur til fjallsins, Hafþórs Júlíussonar. Þær voru bara fyrir hann einan. Eftirminnileg er sendiferð með pítsur upp í sumarbústað til nokkurra stráka. Forritara sem voru þar við vinnu. Sumarbústaðurinn var afskekktur og ég þurfti að leggja á mig erfiði við að koma bíldruslunni upp erfiðan veg þar sem þeir biðu eftir pítsunum sínum. Mér fannst þær aðstæður mjög fyndnar. Þeim fannst ekkert að því að bíða svona lengi eftir pítsunum eða að ég þyrfti að fara svona langt og erfitt ferðalag. Svo hef ég auðvitað sungið fyrir viðskiptavin. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins veit að ég er að læra óperusöng og þegar sonur hans átti afmæli mætti ég með pítsu og söng fyrir hann,“ segir Einar Dagur og tekur tóndæmi úr Rigoletto fyrir blaðamann. Beðinn um að skutla börnunum á æfingu „Einu sinni keyrði ég pítsu til konu sem var með vinkonuhópnum. Þær fengu sér rauðvín með pítsunum og þegar konan hafði greitt fyrir pítsuna spurði hún í fyllstu einlægni: Heyrðu, gætirðu skutlað krökkunum mínum á æfingu?“ Sumir viðskiptavinanna eru einstæðingar og Einar Dagur nefnir að þeim mæti hann af virðingu. „Ónefnd kona sem fær sér oft í glas á sunnudögum pantar sér oft pítsu. Hún bauð manni alltaf inn til sín. Vildi að maður fengi sér í glas með henni. Stundum gerði maður það í smástund, þá vildi hún tala um kettina sína.“Pítsusneiðin sem vantaði „Svo eru sumir svo fyndnir. Pítsur eru auðvitað góður matur. Einn góður kúnni pantaði sér pítsu fjórum sinnum í viku í fjögur ár. Og alltaf sagði hann þegar hann tók við pítsunni: „Maður er eitthvað svo latur að elda?…“ Uppáhaldssaga Einars Dags er þó ekki hans eigin. „Hingað hringdi óánægður viðskiptavinur og tjáði okkur að það vantaði sneið í pítsuna. Menn skildu ekkert í þessu. Þangað til sendillinn kom. Hann þverneitaði að hafa snert á pítsunni en í síðu skegginu var hins vegar mikið af pítsusósu og mylsnu.“Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, var rekstrarstjóri Domino´s og sendist einnig með pítsur.Braust inn til viðskiptavinar Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, starfaði um árabil hjá Domino’s. Á árunum 1994 til 1995 var hann rekstrarstjóri keðjunnar og verslunarstjóri í Grensásútibúi. „Þá voru læti á næturnar. Það var opið hjá okkur til klukkan sex á morgnana en skemmtistaðir lokuðu klukkan 3. Það var snarvitlaust að gera hjá okkur frá klukkan þrjú til fimm á næturnar og það má segja að það hafi verið líflegur tími hjá pítsasendlum en líka í útibúunum. Fólk var að koma af djamminu og vildi fá sér pítsu,“ segir Þórarinn. „Sumir sendlanna lentu í alls konar ævintýrum. Það voru berrassaðar konur að bíða eftir þeim í pottunum og svona,“ segir hann og skellir upp úr. Þótt Þórarinn hafi verið rekstrarstjóri fyrirtækisins á þessum tíma sendist hann stundum með pítsur. Einn af tryggum fastakúnnum fyrirtækisins pantaði oft pítsur eftir að hafa farið á ball og því miður henti það nokkrum sinnum að hann var sofnaður áfengisdauða þegar pítsusendillinn hringdi bjöllunni. „Ég ákvað bara að fara sjálfur með pítsuna, var kominn með nóg af þessu. Ég hringdi bjöllunni og auðvitað var ekkert svar. Þegar ég leit inn um gluggann hjá honum sá ég að hann liggur steinsofandi áfengisdauða. Þetta var á fallegu vorkvöldi og ég ákvað að brjótast inn til hans. Ég skreið inn um glugga með pítsuna, skellti henni svo á borðið og vakti hann. Hann vaknaði með andfælum, greyið, og varð fyrir algjöru áfalli. Var löngu búinn að gleyma því að hann hefði pantað sér pítsu. En það gerðist aldrei aftur að hann sofnaði eftir að hafa pantað sér pítsu,“ segir Þórarinn og skellir upp úr og viðurkennir að vissulega hafi þetta verið óvanalegt inngrip í líf viðskiptavinar.Spegillinn í forstofunni Þórarinn rifjar einnig upp atvik sem honum fannst fremur neyðarlegt. „Þekkt athafnakona og samkvæmisljón, sem hafði t.a.m. látið til sín taka í stjórnmálum pantaði eitt sinn pítsu heim til sín í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag. Einhverra hluta vegna vantaði sendla og ég skaust með pítsuna. Það var rólegt að gera, lítil umferð og var ég kominn heim til hennar innan við korteri eftir að hún pantaði. Hún hafði greinilega ekki átt von á að sendillinn yrði þetta snöggur, því þegar hún kom til dyra var hún greinilega nýkomin úr sturtu. Hún var kviknakin, en faldi sig á bak við hurðina þannig að hausinn á henni var það eina sem sást. Það sem henni hins vegar yfirsást var að það var stærðarinnar spegill í forstofunni, beint aftan við hana og hún hefði allt eins getað opnað hurðina upp á gátt, því ég var þarna óvænt í stúkusæti.“Giftist systur sendilsins „En svo grípa örlögin í taumana,“ segir hann frá. „Ég réð til mín sendil úr Dölunum, sveitadreng sem var nýkominn til borgarinnar. Hann Ölvir Styrr, hann byrjaði nú á því að klessukeyra einn sendlabílinn. Hann var klesstur á öllum hliðum. Ég þurfti að ákveða hvort ég vildi hafa hann áfram í vinnu. Var nú ekki viss, en sá eitthvað í honum. Það var nú ágætt að ég gerði það. Hann er yfir öllum tölvumálum í IKEA í dag og einn minna nánustu samstarfsfélaga og vina. Fyrir utan það að ég giftist systur hans og á með henni þrjú börn,“ segir Þórarinn. Eftir þessa frásögn er ekki annað hægt en að slá á Ölvi Styr Sveinsson, yfirmann tölvumála hjá IKEA.Ölvir Styrr minnist þess að svartir sauðir stunduðu það að tefja fyrir pítsasendlum þegar pítsurnar fengust fríar ef þær voru ekki komnar innan þrjátíu mínútna.Vísir/EyþórHótuðu barsmíðum „Það eru svo margar sögur. Hausinn er fullur af þeim. Sumar eru reyndar ekkert fyndnar, heldur bara skelfilegar. Sérstaklega á þessum tíma sem var opið til klukkan sex á morgnana og maður var að mæta með pítsur til fólks í misjöfnu ástandi eftir djammið. Svo var bara eftirpartí í útibúunum. Þau fylltust af fólki. Þetta var stemning sem er ekki lengur,“ segir Ölvir Styrr. Á þessum tíma fengu viðskiptamenn pítsuna fría ef hún var ekki komin innan þrjátíu mínútna. Nokkrir svartir sauðir í hópi viðskiptavina stunduðu það að tefja fyrir pítsasendlum. Ef þeir áttu heima á jarðhæð í háhýsi pöntuðu þeir samt pítsuna upp á tólftu hæð. Slökktu svo ljósin í stigaganginum og svöruðu ekki dyrabjöllunni. Sumir reyndu meira að segja að setja upp vegartálma á götum borgarinnar til að tefja sendlana. Og þá voru það þeir sem gripu til þess ráðs þegar þeir voru auralausir að segjast eiga inni fría pítsu frá eiganda fyrirtækisins. „Ég lenti oft í því að fólk hringdi og sagði að eigandi Domino’s hefði sagt að það ætti að fá fría pítsu. Það var auðvitað ekki í myndinni og þegar maður sagði fólki það fékk maður hótanir. Ég veit ekki hversu margir sögðust ætla að berja mig. Eigendur fyrirtækisins gáfu mér á endanum leyfi til að hreinlega skella á þetta óða fólk. Það fannst mér mjög gaman,“ segir hann.12 mínútur Eitt sinn tókst honum að senda viðskiptavini pítsu á tólf mínútum. „Við vorum með númerabirti og tölvukerfi sem tengdist númerum sem var hringt úr. Þannig sáum við heimilisföng fólks og síðustu pantanir. Þótti mjög framúrstefnulegt á sínum tíma. Ég tók upp símann, fletti upp númerinu. Er þetta Jón? Já, svaraði hann. Ætlarðu að fá Domino’s Classic og ískalda kók með? Já, svaraði hann forviða. Svo sleit ég bara símtalinu. Gerði pítsuna klára í ofn á einni mínútu. Ofninn funheitur og sjö mínútum seinna var ég lagður af stað með pítsuna. Hringdi dyrabjöllunni nákvæmlega tólf mínútum seinna. Jón kom til dyra og var eitt spurningamerki. Hann leit aftur fyrir sig á heimasímann sem hann hringdi úr og ég held hann hafi haldið að hann væri að missa sig. Ertu kominn? spurði hann gjörsamlega forviða.“Tveggja bakka keppnin Ölvir segir að eftir að hann klessukeyrði sendlabílinn hafi hann lagt allt kapp á að standa sig vel. „Ég fékk stöðuhækkun og varð pítsubakari. Það var lítið annað að gera en að verða fljótari að gera pítsur en yfirmaðurinn. „Um aldamótin fór ég til Bretlands að keppa í svokallaðri „Two-Tray Competition“. Þetta er semsagt keppni í pítsugerð. Og var hún með því sniði á þessum tíma að maður þurfti að fletja út 14 pítsur, sex 15" og átta 12" og sósa þær. Pítsurnar urðu að sjálfsögðu að vera fullkomnar. Ég fór út til Bretlands og keppti í þessu og varð í öðru sæti og komst með því í aðalkeppnina í Bandaríkjunum. Þetta var mjög spennandi, aðalkeppnin var á furðulegum stað, Hilton hótelinu á Miami Beach, af öllum stöðum (James Bond, Goldfinger). Ég fór með honum Finnbirni Ólafssyni pítsumeistara (sem var þjálfarinn minn) og vorum við í æfingabúðum í viku áður en keppnin var. Allt frekar svona amerískt og skrítið. Ég hafði nú svo sem lítið að gera í keppnina og man ekki betur en ég hafi verið síðastur, en metið mitt var nú samt sem áður að gera þessar 14 pítsur á 2 mínútum og 34 sekúndum. Gaurinn sem vann var undir 2 mínútum, minnir mig, og vann 10 þúsund dollara og fékk svo Ferrari í bónus.“Göbbin eða það sem ekki var sótt Ölvir og Þórarinn tóku upp á því að gefa pítsur sem ekki voru sóttar eða gerðar fyrir mistök niður á lögreglustöð. „Þetta byrjaði sem brandari því einhvern tíma var sendill eða tveir hirtir fyrir að keyra óvarlega. En kannski átti ég svolítið sök á þessu því hann stjúpi minn vann á umferðardeild og var oft á næturvöktum. En umferðardeildin varð fljótt feit og pattaraleg þannig að við tókum upp þá óskrifuðu reglu að gefa þessar pítsur á spítala, slökkvistöðvar og lögreglustöðvar út um allt höfuðborgarsvæðið. Veit svo sem ekki hvort þetta er gert enn þann dag í dag en út frá þessu tókum við upp þá reglu að senda tveir fyrir einn tilboðið á þessa sömu staði og veit ég að þessi óskrifaða regla gildir enn í dag hjá Domino’s Pizza sem er frábært!“Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino´s, veiddi nokkrar skrautlegar sögur upp úr sendlum fyrirtækisins.Vísir/EyþórSendlinum hafnað á Tinder Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino’s, settist niður með sendlum á vakt á vikunni og tók niður nokkrar nýlegar sögur sendla. Einum sendlanna fannst eftirminnileg uppákoma hjá fjölskyldu í austurborginni. „Sendillinn fór í sendingu til konu sem var ein með tvær stelpur á aldrinum 6-7 ára. Hann rétti litlu stelpunni pítsuna og hún fer með hana inn í stofu alveg að missa sig úr spenningi. Á meðan mamma þeirra er að borga kemur yngri stelpan hágrenjandi fram og segir að systir hennar hafi prumpað á pítsuna og stóra systir hennar náttúrulega að deyja úr hlátri í stofunni,“ segir Anna Fríða og segir frá öðrum sendli sem varð alveg gapandi forviða í sendingu um daginn. „Hann mætti á staðinn. Stelpan opnar hurðina og segir strax: Bíddu, hef ég ekki séð þig einhvers staðar áður? Hann segist ekki kannast við hana og réttir henni pítsuna. Hún borgar og á meðan posinn bíður samþykkis er stelpan að velta vöngum. Svo segir hún: Jú, heyrðu. Núna man ég eftir þér. Ég var að segja nei við þig inni á Tinder áðan,“ segir Anna Fríða frá og segir sendilinn varla hafa vitað hvort hann ætti að hlæja eða gráta þegar hann var sestur í bílinn.„Ég skal fara í buxur!“ Þá minnist Anna Fríða á reynslu sendils sem lenti í því að nakinn maður kom til dyra. „Hann bankaði og það kom maður á typpinu til dyra. Sendlinum leist ekki á blikuna og gekk í burtu en sneri svo við þegar nakti maðurinn kallaði á eftir honum: Ég skal fara í buxur, ég skal fara í buxur!“ Sendlar lenda stundum í uppátækjum krakka. Anna Fríða segir af sendli sem fór með sendingu í einbýlishús í Ásunum. Þrír guttar, um tíu ára gamlir, komu til dyra. Segja sendlinum að bíða og hlaupa svo allir inn. Stuttu seinna opnast þakglugginn og einn þeirra prílar út á bílskúrsþakið og hinir byrja að ýta stórri stálkistu (kistan var álíka stór og þeir sjálfir) á eftir honum. Það tók þá alveg þó nokkrar tilraunir að koma henni út, en að lokum koma þeir allir saman að þakbrúninni og láta kistuna síga niður í reipi. Þeir segja sendlinum að það séu peningar í kistunni og biðja hann að setja pítsuna þar ofan í. Síðan draga þeir kistuna aftur upp og príla inn um gluggann með hana og eftir stóð sendillinn gapandi. Þessi sami sendill fór aftur í sendingu á sama heimilisfang nokkru seinna. Konan sem kom til dyra sá hann gjóa augunum upp á þak og segir við hann: „Varst það þú? Fyrirgefðu!“ Næturlíf Tinder Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Pítsusendlar gægjast inn í líf fólks í gegnum þrönga dyragættina. Þeir fá að kynnast öllum hliðum mannlífsins og lenda oft í spaugilegum aðstæðum. Nokkrir núverandi og fyrrverandi pítsusendlar segja hér sögur af ævintýralegum uppákomum.Þorvaldur Kári Ingveldarson hljóp einu sinni yfir í Gróttuvita með pítsu á meðan sjórinn frussaðist yfir hann.Vísir/EyþórFór í óveðri út í Gróttuvita Þorvaldur Kári Ingveldarson trommari starfaði sem pítsusendill fyrir meira en áratug. „Ég var nýkominn með bílpróf og var mathákur. Vinir mínir unnu á Domino’s í Ánanaustum þannig að starfsvalið var nokkuð ljóst fyrir 18 ára ungling. Ég vildi keyra sem mest og hlusta á músík á meðan. Það gekk ágætlega vel að rata og ég átti auðvelt með að lesa á kort, þótt það hafi alls ekki verið þannig einu sinni,“ segir Þorvaldur. Þorvaldi er sérstaklega minnisstæð sendiför eitt óveðurskvöld árið 2003. „Það kom inn pöntun myrkt vetrarkvöld þegar það hefði frekar átt að vera lokað vegna veðurs. Á lýsingunni á heimsendimiðanum stendur „húsið næst Gróttuvita“. Þannig að ég legg af stað út í storminn á stuttermabolnum í bílinn og keyri eins langt og ég kemst að vitanum. Fer úr bílnum og sé ljós í húsunum næst vitanum en sé ekki inn þar sem það er slydda og ég nokkurn spöl frá. Það er hvorki flóð né fjara þannig að það er hægt að komast út í Gróttu. Ég viðurkenni að ég hikaði aðeins og hugsaði að þetta væri ekki eðlilegt en pítsan er heit og fólk svangt. Þannig að ég ákveð að hlaupa af stað í fjöruna með pítsuna. Öldurnar gengu stundum yfir steinana og það frussaðist sjór og slydda yfir mig. En ég náði svo loks yfir og fór að leita að fólkinu í Gróttu. Ég byrja að banka á dyr á öllum húsunum þarna en það voru bara einhver útiljós þannig að ég fer að fatta að það var eitthvað bogið við þessa sendiför. Eftir að hafa reynt allar dyr þá fatta ég að það er kannski að koma flóð og ég gæti orðið fastur úti í Gróttu. Þá hleyp ég af stað til baka með pítsuna og ég upplifði það að sjórinn væri að koma nær og nær í myrkrinu en svo loks kemst ég í bílinn og svo beint niður í Ánanaust. Þaðan hringdi ég í viðskiptavininn og mér var tjáð að þetta væri seinasta húsið áður en ég kæmi að staðnum þar sem ég stoppaði. Þá fattaði ég hvert förinni var heitið og viðskiptavinurinn fékk að mér finnst ansi víðförla og lífsreynda pítsu í matinn.“Söng fyrir viðskiptavin Einar Dagur Jónsson stundar nám í klassískum söng og hefur starfað á pítsustöðum frá því hann var unglingur. Fyrst hjá Castello og nú hjá Eldsmiðjunni. „Ég sótti um og var strax spurður: Getur þú komið klukkan fimm í kvöld?“ Það má segja að upp frá því hafi ævintýrin hafist og Einar Dagur segir að fyrir alla þá sem hafi áhuga á mannlífi sé starf pítsusendilsins skemmtilegt. „Ég hef starfað við allt mögulegt er viðkemur pítsubakstri og líka þurft að sendast með pítsur. „Ég hef keyrt pítsu á Bessastaði, til Jóns Jónssonar sem tók á móti henni á nærbuxunum. Þá fór ég með tvær pítsur til fjallsins, Hafþórs Júlíussonar. Þær voru bara fyrir hann einan. Eftirminnileg er sendiferð með pítsur upp í sumarbústað til nokkurra stráka. Forritara sem voru þar við vinnu. Sumarbústaðurinn var afskekktur og ég þurfti að leggja á mig erfiði við að koma bíldruslunni upp erfiðan veg þar sem þeir biðu eftir pítsunum sínum. Mér fannst þær aðstæður mjög fyndnar. Þeim fannst ekkert að því að bíða svona lengi eftir pítsunum eða að ég þyrfti að fara svona langt og erfitt ferðalag. Svo hef ég auðvitað sungið fyrir viðskiptavin. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins veit að ég er að læra óperusöng og þegar sonur hans átti afmæli mætti ég með pítsu og söng fyrir hann,“ segir Einar Dagur og tekur tóndæmi úr Rigoletto fyrir blaðamann. Beðinn um að skutla börnunum á æfingu „Einu sinni keyrði ég pítsu til konu sem var með vinkonuhópnum. Þær fengu sér rauðvín með pítsunum og þegar konan hafði greitt fyrir pítsuna spurði hún í fyllstu einlægni: Heyrðu, gætirðu skutlað krökkunum mínum á æfingu?“ Sumir viðskiptavinanna eru einstæðingar og Einar Dagur nefnir að þeim mæti hann af virðingu. „Ónefnd kona sem fær sér oft í glas á sunnudögum pantar sér oft pítsu. Hún bauð manni alltaf inn til sín. Vildi að maður fengi sér í glas með henni. Stundum gerði maður það í smástund, þá vildi hún tala um kettina sína.“Pítsusneiðin sem vantaði „Svo eru sumir svo fyndnir. Pítsur eru auðvitað góður matur. Einn góður kúnni pantaði sér pítsu fjórum sinnum í viku í fjögur ár. Og alltaf sagði hann þegar hann tók við pítsunni: „Maður er eitthvað svo latur að elda?…“ Uppáhaldssaga Einars Dags er þó ekki hans eigin. „Hingað hringdi óánægður viðskiptavinur og tjáði okkur að það vantaði sneið í pítsuna. Menn skildu ekkert í þessu. Þangað til sendillinn kom. Hann þverneitaði að hafa snert á pítsunni en í síðu skegginu var hins vegar mikið af pítsusósu og mylsnu.“Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, var rekstrarstjóri Domino´s og sendist einnig með pítsur.Braust inn til viðskiptavinar Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, starfaði um árabil hjá Domino’s. Á árunum 1994 til 1995 var hann rekstrarstjóri keðjunnar og verslunarstjóri í Grensásútibúi. „Þá voru læti á næturnar. Það var opið hjá okkur til klukkan sex á morgnana en skemmtistaðir lokuðu klukkan 3. Það var snarvitlaust að gera hjá okkur frá klukkan þrjú til fimm á næturnar og það má segja að það hafi verið líflegur tími hjá pítsasendlum en líka í útibúunum. Fólk var að koma af djamminu og vildi fá sér pítsu,“ segir Þórarinn. „Sumir sendlanna lentu í alls konar ævintýrum. Það voru berrassaðar konur að bíða eftir þeim í pottunum og svona,“ segir hann og skellir upp úr. Þótt Þórarinn hafi verið rekstrarstjóri fyrirtækisins á þessum tíma sendist hann stundum með pítsur. Einn af tryggum fastakúnnum fyrirtækisins pantaði oft pítsur eftir að hafa farið á ball og því miður henti það nokkrum sinnum að hann var sofnaður áfengisdauða þegar pítsusendillinn hringdi bjöllunni. „Ég ákvað bara að fara sjálfur með pítsuna, var kominn með nóg af þessu. Ég hringdi bjöllunni og auðvitað var ekkert svar. Þegar ég leit inn um gluggann hjá honum sá ég að hann liggur steinsofandi áfengisdauða. Þetta var á fallegu vorkvöldi og ég ákvað að brjótast inn til hans. Ég skreið inn um glugga með pítsuna, skellti henni svo á borðið og vakti hann. Hann vaknaði með andfælum, greyið, og varð fyrir algjöru áfalli. Var löngu búinn að gleyma því að hann hefði pantað sér pítsu. En það gerðist aldrei aftur að hann sofnaði eftir að hafa pantað sér pítsu,“ segir Þórarinn og skellir upp úr og viðurkennir að vissulega hafi þetta verið óvanalegt inngrip í líf viðskiptavinar.Spegillinn í forstofunni Þórarinn rifjar einnig upp atvik sem honum fannst fremur neyðarlegt. „Þekkt athafnakona og samkvæmisljón, sem hafði t.a.m. látið til sín taka í stjórnmálum pantaði eitt sinn pítsu heim til sín í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag. Einhverra hluta vegna vantaði sendla og ég skaust með pítsuna. Það var rólegt að gera, lítil umferð og var ég kominn heim til hennar innan við korteri eftir að hún pantaði. Hún hafði greinilega ekki átt von á að sendillinn yrði þetta snöggur, því þegar hún kom til dyra var hún greinilega nýkomin úr sturtu. Hún var kviknakin, en faldi sig á bak við hurðina þannig að hausinn á henni var það eina sem sást. Það sem henni hins vegar yfirsást var að það var stærðarinnar spegill í forstofunni, beint aftan við hana og hún hefði allt eins getað opnað hurðina upp á gátt, því ég var þarna óvænt í stúkusæti.“Giftist systur sendilsins „En svo grípa örlögin í taumana,“ segir hann frá. „Ég réð til mín sendil úr Dölunum, sveitadreng sem var nýkominn til borgarinnar. Hann Ölvir Styrr, hann byrjaði nú á því að klessukeyra einn sendlabílinn. Hann var klesstur á öllum hliðum. Ég þurfti að ákveða hvort ég vildi hafa hann áfram í vinnu. Var nú ekki viss, en sá eitthvað í honum. Það var nú ágætt að ég gerði það. Hann er yfir öllum tölvumálum í IKEA í dag og einn minna nánustu samstarfsfélaga og vina. Fyrir utan það að ég giftist systur hans og á með henni þrjú börn,“ segir Þórarinn. Eftir þessa frásögn er ekki annað hægt en að slá á Ölvi Styr Sveinsson, yfirmann tölvumála hjá IKEA.Ölvir Styrr minnist þess að svartir sauðir stunduðu það að tefja fyrir pítsasendlum þegar pítsurnar fengust fríar ef þær voru ekki komnar innan þrjátíu mínútna.Vísir/EyþórHótuðu barsmíðum „Það eru svo margar sögur. Hausinn er fullur af þeim. Sumar eru reyndar ekkert fyndnar, heldur bara skelfilegar. Sérstaklega á þessum tíma sem var opið til klukkan sex á morgnana og maður var að mæta með pítsur til fólks í misjöfnu ástandi eftir djammið. Svo var bara eftirpartí í útibúunum. Þau fylltust af fólki. Þetta var stemning sem er ekki lengur,“ segir Ölvir Styrr. Á þessum tíma fengu viðskiptamenn pítsuna fría ef hún var ekki komin innan þrjátíu mínútna. Nokkrir svartir sauðir í hópi viðskiptavina stunduðu það að tefja fyrir pítsasendlum. Ef þeir áttu heima á jarðhæð í háhýsi pöntuðu þeir samt pítsuna upp á tólftu hæð. Slökktu svo ljósin í stigaganginum og svöruðu ekki dyrabjöllunni. Sumir reyndu meira að segja að setja upp vegartálma á götum borgarinnar til að tefja sendlana. Og þá voru það þeir sem gripu til þess ráðs þegar þeir voru auralausir að segjast eiga inni fría pítsu frá eiganda fyrirtækisins. „Ég lenti oft í því að fólk hringdi og sagði að eigandi Domino’s hefði sagt að það ætti að fá fría pítsu. Það var auðvitað ekki í myndinni og þegar maður sagði fólki það fékk maður hótanir. Ég veit ekki hversu margir sögðust ætla að berja mig. Eigendur fyrirtækisins gáfu mér á endanum leyfi til að hreinlega skella á þetta óða fólk. Það fannst mér mjög gaman,“ segir hann.12 mínútur Eitt sinn tókst honum að senda viðskiptavini pítsu á tólf mínútum. „Við vorum með númerabirti og tölvukerfi sem tengdist númerum sem var hringt úr. Þannig sáum við heimilisföng fólks og síðustu pantanir. Þótti mjög framúrstefnulegt á sínum tíma. Ég tók upp símann, fletti upp númerinu. Er þetta Jón? Já, svaraði hann. Ætlarðu að fá Domino’s Classic og ískalda kók með? Já, svaraði hann forviða. Svo sleit ég bara símtalinu. Gerði pítsuna klára í ofn á einni mínútu. Ofninn funheitur og sjö mínútum seinna var ég lagður af stað með pítsuna. Hringdi dyrabjöllunni nákvæmlega tólf mínútum seinna. Jón kom til dyra og var eitt spurningamerki. Hann leit aftur fyrir sig á heimasímann sem hann hringdi úr og ég held hann hafi haldið að hann væri að missa sig. Ertu kominn? spurði hann gjörsamlega forviða.“Tveggja bakka keppnin Ölvir segir að eftir að hann klessukeyrði sendlabílinn hafi hann lagt allt kapp á að standa sig vel. „Ég fékk stöðuhækkun og varð pítsubakari. Það var lítið annað að gera en að verða fljótari að gera pítsur en yfirmaðurinn. „Um aldamótin fór ég til Bretlands að keppa í svokallaðri „Two-Tray Competition“. Þetta er semsagt keppni í pítsugerð. Og var hún með því sniði á þessum tíma að maður þurfti að fletja út 14 pítsur, sex 15" og átta 12" og sósa þær. Pítsurnar urðu að sjálfsögðu að vera fullkomnar. Ég fór út til Bretlands og keppti í þessu og varð í öðru sæti og komst með því í aðalkeppnina í Bandaríkjunum. Þetta var mjög spennandi, aðalkeppnin var á furðulegum stað, Hilton hótelinu á Miami Beach, af öllum stöðum (James Bond, Goldfinger). Ég fór með honum Finnbirni Ólafssyni pítsumeistara (sem var þjálfarinn minn) og vorum við í æfingabúðum í viku áður en keppnin var. Allt frekar svona amerískt og skrítið. Ég hafði nú svo sem lítið að gera í keppnina og man ekki betur en ég hafi verið síðastur, en metið mitt var nú samt sem áður að gera þessar 14 pítsur á 2 mínútum og 34 sekúndum. Gaurinn sem vann var undir 2 mínútum, minnir mig, og vann 10 þúsund dollara og fékk svo Ferrari í bónus.“Göbbin eða það sem ekki var sótt Ölvir og Þórarinn tóku upp á því að gefa pítsur sem ekki voru sóttar eða gerðar fyrir mistök niður á lögreglustöð. „Þetta byrjaði sem brandari því einhvern tíma var sendill eða tveir hirtir fyrir að keyra óvarlega. En kannski átti ég svolítið sök á þessu því hann stjúpi minn vann á umferðardeild og var oft á næturvöktum. En umferðardeildin varð fljótt feit og pattaraleg þannig að við tókum upp þá óskrifuðu reglu að gefa þessar pítsur á spítala, slökkvistöðvar og lögreglustöðvar út um allt höfuðborgarsvæðið. Veit svo sem ekki hvort þetta er gert enn þann dag í dag en út frá þessu tókum við upp þá reglu að senda tveir fyrir einn tilboðið á þessa sömu staði og veit ég að þessi óskrifaða regla gildir enn í dag hjá Domino’s Pizza sem er frábært!“Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino´s, veiddi nokkrar skrautlegar sögur upp úr sendlum fyrirtækisins.Vísir/EyþórSendlinum hafnað á Tinder Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino’s, settist niður með sendlum á vakt á vikunni og tók niður nokkrar nýlegar sögur sendla. Einum sendlanna fannst eftirminnileg uppákoma hjá fjölskyldu í austurborginni. „Sendillinn fór í sendingu til konu sem var ein með tvær stelpur á aldrinum 6-7 ára. Hann rétti litlu stelpunni pítsuna og hún fer með hana inn í stofu alveg að missa sig úr spenningi. Á meðan mamma þeirra er að borga kemur yngri stelpan hágrenjandi fram og segir að systir hennar hafi prumpað á pítsuna og stóra systir hennar náttúrulega að deyja úr hlátri í stofunni,“ segir Anna Fríða og segir frá öðrum sendli sem varð alveg gapandi forviða í sendingu um daginn. „Hann mætti á staðinn. Stelpan opnar hurðina og segir strax: Bíddu, hef ég ekki séð þig einhvers staðar áður? Hann segist ekki kannast við hana og réttir henni pítsuna. Hún borgar og á meðan posinn bíður samþykkis er stelpan að velta vöngum. Svo segir hún: Jú, heyrðu. Núna man ég eftir þér. Ég var að segja nei við þig inni á Tinder áðan,“ segir Anna Fríða frá og segir sendilinn varla hafa vitað hvort hann ætti að hlæja eða gráta þegar hann var sestur í bílinn.„Ég skal fara í buxur!“ Þá minnist Anna Fríða á reynslu sendils sem lenti í því að nakinn maður kom til dyra. „Hann bankaði og það kom maður á typpinu til dyra. Sendlinum leist ekki á blikuna og gekk í burtu en sneri svo við þegar nakti maðurinn kallaði á eftir honum: Ég skal fara í buxur, ég skal fara í buxur!“ Sendlar lenda stundum í uppátækjum krakka. Anna Fríða segir af sendli sem fór með sendingu í einbýlishús í Ásunum. Þrír guttar, um tíu ára gamlir, komu til dyra. Segja sendlinum að bíða og hlaupa svo allir inn. Stuttu seinna opnast þakglugginn og einn þeirra prílar út á bílskúrsþakið og hinir byrja að ýta stórri stálkistu (kistan var álíka stór og þeir sjálfir) á eftir honum. Það tók þá alveg þó nokkrar tilraunir að koma henni út, en að lokum koma þeir allir saman að þakbrúninni og láta kistuna síga niður í reipi. Þeir segja sendlinum að það séu peningar í kistunni og biðja hann að setja pítsuna þar ofan í. Síðan draga þeir kistuna aftur upp og príla inn um gluggann með hana og eftir stóð sendillinn gapandi. Þessi sami sendill fór aftur í sendingu á sama heimilisfang nokkru seinna. Konan sem kom til dyra sá hann gjóa augunum upp á þak og segir við hann: „Varst það þú? Fyrirgefðu!“
Næturlíf Tinder Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira