ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2017 16:23 Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Vísir Vígamenn Íslamska ríkisins vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp varnir í kringum lokavígi þeirra á landamærum Írak og Sýrlands á bökkum Efrat. Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Írakar sækja að borginni al-Qaim, sem er í raun síðasta vígi þeirra í Írak. Úr norðri sækja sýrlenskir Kúrdar fram gegn vígamönnunum og stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra frá Íran og Rússlandi sækja fram úr vestri. Sýrlandsmegin við landamærin er borgin Abu Kamal. „Við sjáum uppbyggingu varna bæði í al-Qaim og Abu Kamal,“ segir bandaríski ofurstinn Ryan Dillon við blaðamann Reuters. Dillon sagði Bandaríkin telja að leiðtogar ISIS haldi til í Abu Kamal. Bæði stjórnarliðar og Kúrdar (SDF) sækja að borginni.Dillon segir þó að ekki liggi fyrir hvort að SDF muni reyna að ná borginni úr haldi ISIS. Þeir séu nú að tryggja yfirráð sín yfir olíulindum norður af Abu Kamal. Hann segir einnig að það sé mikill munur á vígamönnum ISIS nú og áður. Til dæmis þegar Írakar börðust gegn þeim í Mosul. Vígamennirnir séu ekki jafn viljugir til að berjast til dauða og baráttuvilji þeirra sé mun minni.Snúa sér að skæruhernaði Í stað þess að berjast á hefðbundin hátt hafa vígamenn ISIS beitt skyndiárásum og barist eins og skæruliðar. Sérfræðingar telja að slíkum árásum muni fjölga þegar hryðjuverkasamtökin missa yfirráðasvæði sitt.Sjá einnig: Komið að endalokum KalífadæmisinsTalið er að samtökin muni geta gert skyndiárásir á svæðum sem talið er að þau hafi verið rekin frá og það mun hægja á uppbyggingu þeirra svæði. Þá sérstaklega í Írak þar sem deilur á milli súnníta og sjíta hafa ýtt undir velgengni ISIS. Meiri líkur eru á því að vígamenn samtakanna í Sýrlandi muni ganga til liðs við aðra vígahópa þar í landi. Þá má ekki gleyma að vígahópar um heim allan hafa lýst yfir holustu við ISIS. Mögulega gætu leiðtogar samtakanna leitað skjóls hjá þeim og þannig stýrt ISIS áfram frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum, Afríku eða Asíu. Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp varnir í kringum lokavígi þeirra á landamærum Írak og Sýrlands á bökkum Efrat. Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Írakar sækja að borginni al-Qaim, sem er í raun síðasta vígi þeirra í Írak. Úr norðri sækja sýrlenskir Kúrdar fram gegn vígamönnunum og stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra frá Íran og Rússlandi sækja fram úr vestri. Sýrlandsmegin við landamærin er borgin Abu Kamal. „Við sjáum uppbyggingu varna bæði í al-Qaim og Abu Kamal,“ segir bandaríski ofurstinn Ryan Dillon við blaðamann Reuters. Dillon sagði Bandaríkin telja að leiðtogar ISIS haldi til í Abu Kamal. Bæði stjórnarliðar og Kúrdar (SDF) sækja að borginni.Dillon segir þó að ekki liggi fyrir hvort að SDF muni reyna að ná borginni úr haldi ISIS. Þeir séu nú að tryggja yfirráð sín yfir olíulindum norður af Abu Kamal. Hann segir einnig að það sé mikill munur á vígamönnum ISIS nú og áður. Til dæmis þegar Írakar börðust gegn þeim í Mosul. Vígamennirnir séu ekki jafn viljugir til að berjast til dauða og baráttuvilji þeirra sé mun minni.Snúa sér að skæruhernaði Í stað þess að berjast á hefðbundin hátt hafa vígamenn ISIS beitt skyndiárásum og barist eins og skæruliðar. Sérfræðingar telja að slíkum árásum muni fjölga þegar hryðjuverkasamtökin missa yfirráðasvæði sitt.Sjá einnig: Komið að endalokum KalífadæmisinsTalið er að samtökin muni geta gert skyndiárásir á svæðum sem talið er að þau hafi verið rekin frá og það mun hægja á uppbyggingu þeirra svæði. Þá sérstaklega í Írak þar sem deilur á milli súnníta og sjíta hafa ýtt undir velgengni ISIS. Meiri líkur eru á því að vígamenn samtakanna í Sýrlandi muni ganga til liðs við aðra vígahópa þar í landi. Þá má ekki gleyma að vígahópar um heim allan hafa lýst yfir holustu við ISIS. Mögulega gætu leiðtogar samtakanna leitað skjóls hjá þeim og þannig stýrt ISIS áfram frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum, Afríku eða Asíu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira