Íraksher og Kúrdar semja um vopnahlé Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2017 13:24 Átök hafa staðið milli Írakshers og Peshmerga-sveita Kúrda í norðurhluta Íraks að undanförnu. Vísir/AFP Fulltrúar stjórnarhers Íraka og Peshmerga-sveita Kúrda náðu í dag samkomulagi um vopnahlé, en átök hafa staðið milli þeirra í norðurhluta Íraks að undanförnu.Reuters hefur þetta eftir talsmanni Bandaríkjahers. Sveitir Írakshers og bandamann sóttu í síðustu viku óvænt inn á landsvæði í Norður-Írak sem Kúrdar höfðu að stórum hluta á sínu valdi. Var það gert í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í september um hvort Kúrdar ættu að lýsa yfir sjálfstæði. Með sókninni vildi Íraksstjórn aftur ná valdi á landsvæðum sem bæði Íraksstjórn og Kúrdar hafa gert tilkall til, auk landamærastöðva og olíuauðlinda. Íraksher náði aftur borginni Kirkuk án mikillar mótspyrnu Kúrda þann 16. október síðastliðinn, en Peshmergasveitirnar tóku að veita meiri mótspyrnu eftir því sem Írakar sóttu nær Erbil, helsta vígis Kúrda.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íraksher hefur sókn að Kirkuk Íraksher stefnir að því að ná borginni Kirkuk úr höndum Kúrda. 13. október 2017 10:06 Vilja stillingu í Kirkuk Bandaríkjamenn hafa hvatt til friðar í borginni Kirkuk í Írak eftir að írakskar hersveitir tóku borgina á sitt vald úr höndum Kúrda. 17. október 2017 06:48 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Fulltrúar stjórnarhers Íraka og Peshmerga-sveita Kúrda náðu í dag samkomulagi um vopnahlé, en átök hafa staðið milli þeirra í norðurhluta Íraks að undanförnu.Reuters hefur þetta eftir talsmanni Bandaríkjahers. Sveitir Írakshers og bandamann sóttu í síðustu viku óvænt inn á landsvæði í Norður-Írak sem Kúrdar höfðu að stórum hluta á sínu valdi. Var það gert í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í september um hvort Kúrdar ættu að lýsa yfir sjálfstæði. Með sókninni vildi Íraksstjórn aftur ná valdi á landsvæðum sem bæði Íraksstjórn og Kúrdar hafa gert tilkall til, auk landamærastöðva og olíuauðlinda. Íraksher náði aftur borginni Kirkuk án mikillar mótspyrnu Kúrda þann 16. október síðastliðinn, en Peshmergasveitirnar tóku að veita meiri mótspyrnu eftir því sem Írakar sóttu nær Erbil, helsta vígis Kúrda.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íraksher hefur sókn að Kirkuk Íraksher stefnir að því að ná borginni Kirkuk úr höndum Kúrda. 13. október 2017 10:06 Vilja stillingu í Kirkuk Bandaríkjamenn hafa hvatt til friðar í borginni Kirkuk í Írak eftir að írakskar hersveitir tóku borgina á sitt vald úr höndum Kúrda. 17. október 2017 06:48 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Íraksher hefur sókn að Kirkuk Íraksher stefnir að því að ná borginni Kirkuk úr höndum Kúrda. 13. október 2017 10:06
Vilja stillingu í Kirkuk Bandaríkjamenn hafa hvatt til friðar í borginni Kirkuk í Írak eftir að írakskar hersveitir tóku borgina á sitt vald úr höndum Kúrda. 17. október 2017 06:48