Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2017 10:27 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hélt ræðu í sal öldungadeildar Spánarþings í morgun. Vísir/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hvatt öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni í sal öldungadeildarinnar í morgun sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Þingmenn klöppuðu fyrir Rajoy að ræðu lokinni, en flokkur forsætisráðherrans, Partido Popular, er þar í meirihluta. Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fór fram í upphafi mánaðar þar sem meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með sjálfstæði. Sambandssinnar sniðgengu langflestir atkvæðagreiðsluna, sem Spánarstjórn hafi úrskurðað ólöglega. Níutíu prósent þeirra sem kusu greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði, en þátttakan var einungis 43 prósent. Rajoy sagði í ræðu sinni að þörf væri á sérstökum aðgerðum vegna stöðunnar sem upp væri komin í Katalóníu – ekki væri neitt annað í boði – og nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Hann sakaði héraðsstjórnina um að sundra fjölskyldum og skaða samfélagið. Íbúar Katalóníu hafi þegar þjáðst of mikið vegna málsins og óvissan hafi hrakið fjölda fyrirtækja á brott. Rajoy sagði að ekki þyrfti að bjarga Katalónum frá því sem hafi verið kallað sem „spænsk heimsvaldastefna“ heldur frá minnihlutahópi sem hafi krýnt sjálfa sig eigendur Katalóníu á mjög óumburðarlyndan hátt. Þingmenn öldungadeildar Spánarþings munu síðar í dag greiða atkvæði um það hvort beita eigi 155. grein stjórnarskrár landsins sem myndi afturkalla sjálfstjórn Katalóníu. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hvatt öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni í sal öldungadeildarinnar í morgun sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Þingmenn klöppuðu fyrir Rajoy að ræðu lokinni, en flokkur forsætisráðherrans, Partido Popular, er þar í meirihluta. Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fór fram í upphafi mánaðar þar sem meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með sjálfstæði. Sambandssinnar sniðgengu langflestir atkvæðagreiðsluna, sem Spánarstjórn hafi úrskurðað ólöglega. Níutíu prósent þeirra sem kusu greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði, en þátttakan var einungis 43 prósent. Rajoy sagði í ræðu sinni að þörf væri á sérstökum aðgerðum vegna stöðunnar sem upp væri komin í Katalóníu – ekki væri neitt annað í boði – og nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Hann sakaði héraðsstjórnina um að sundra fjölskyldum og skaða samfélagið. Íbúar Katalóníu hafi þegar þjáðst of mikið vegna málsins og óvissan hafi hrakið fjölda fyrirtækja á brott. Rajoy sagði að ekki þyrfti að bjarga Katalónum frá því sem hafi verið kallað sem „spænsk heimsvaldastefna“ heldur frá minnihlutahópi sem hafi krýnt sjálfa sig eigendur Katalóníu á mjög óumburðarlyndan hátt. Þingmenn öldungadeildar Spánarþings munu síðar í dag greiða atkvæði um það hvort beita eigi 155. grein stjórnarskrár landsins sem myndi afturkalla sjálfstjórn Katalóníu. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00
Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16