Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2017 21:31 Frá Hofi í Öræfum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús til að mæta húsnæðisskorti. Fjallað var um Öræfin í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan í sveitunum sunnan Vatnajökuls blómstrar sem aldrei fyrr. Nýir gististaðir og afþreyingarfyrirtæki kalla eftir sífellt fleira starfsfólki og það þarf einhversstaðar að búa. Að Hofi í Öræfum, við grunnskólann að Hofgarði, er búið að skipuleggja þrjár íbúðagötur.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, það er búið að deiliskipuleggja þar átján íbúða hverfi við skólann. Vonandi fer bara að hefjast þar uppbygging á húsum,” segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Sveitarfélagið þarf til dæmis sjálft að byggja þar tvær til þrjár íbúðir bara fyrir starfsfólk grunnskólans. Og við þurfum að huga að því að það sé klárt strax á næsta ári.” Nýr skólastjóri Öræfinga, Magnhildur Björk Gísladóttir, kynntist húsnæðisskortinum af eigin raun. „Þegar ég réði mig hingað í vor þá var ekkert útséð um hvar ég byggi. En Öræfingar eru greiðvikið fólk og hafa getað séð til þess að ég hafi getað búið einhversstaðar,” segir Magnhildur. Magnhildur Björk Gísladóttir, skólastjóri leik- og grunnskólans að Hofgarði í Öræfum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn Björn Ingi sér bjarta tíma framundan í Öræfum. Þó að menn tali um að það hægist eitthvað á fjölgun ferðamanna á milli ára sé þetta það mikið að sveitarfélagið verði að eflast til að vera betur í stakk búið til að þjónusta og sinna þeim. Kirkjubæjarklaustur er næsti þéttbýliskjarni í vestri og Hornafjörður í austri og er um 200 kílómetra vegalengd þar á milli. Nú eru horfur á að nýtt þéttbýli gæti myndast þar á milli, að Hofi í Öræfum. „Já, þegar verða komnar þarna tvær þrjár götur með um átján húsum þá er þetta bara orðinn þéttbýliskjarni,” segir Björn Ingi.Séð heim að Hofgarði. Lóðir undir átján íbúðir hafa verið skipulagðar fyrir ofan skólann.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fjallað verður um Öræfasveit í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hornafjörður Um land allt Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús til að mæta húsnæðisskorti. Fjallað var um Öræfin í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan í sveitunum sunnan Vatnajökuls blómstrar sem aldrei fyrr. Nýir gististaðir og afþreyingarfyrirtæki kalla eftir sífellt fleira starfsfólki og það þarf einhversstaðar að búa. Að Hofi í Öræfum, við grunnskólann að Hofgarði, er búið að skipuleggja þrjár íbúðagötur.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, það er búið að deiliskipuleggja þar átján íbúða hverfi við skólann. Vonandi fer bara að hefjast þar uppbygging á húsum,” segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Sveitarfélagið þarf til dæmis sjálft að byggja þar tvær til þrjár íbúðir bara fyrir starfsfólk grunnskólans. Og við þurfum að huga að því að það sé klárt strax á næsta ári.” Nýr skólastjóri Öræfinga, Magnhildur Björk Gísladóttir, kynntist húsnæðisskortinum af eigin raun. „Þegar ég réði mig hingað í vor þá var ekkert útséð um hvar ég byggi. En Öræfingar eru greiðvikið fólk og hafa getað séð til þess að ég hafi getað búið einhversstaðar,” segir Magnhildur. Magnhildur Björk Gísladóttir, skólastjóri leik- og grunnskólans að Hofgarði í Öræfum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn Björn Ingi sér bjarta tíma framundan í Öræfum. Þó að menn tali um að það hægist eitthvað á fjölgun ferðamanna á milli ára sé þetta það mikið að sveitarfélagið verði að eflast til að vera betur í stakk búið til að þjónusta og sinna þeim. Kirkjubæjarklaustur er næsti þéttbýliskjarni í vestri og Hornafjörður í austri og er um 200 kílómetra vegalengd þar á milli. Nú eru horfur á að nýtt þéttbýli gæti myndast þar á milli, að Hofi í Öræfum. „Já, þegar verða komnar þarna tvær þrjár götur með um átján húsum þá er þetta bara orðinn þéttbýliskjarni,” segir Björn Ingi.Séð heim að Hofgarði. Lóðir undir átján íbúðir hafa verið skipulagðar fyrir ofan skólann.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fjallað verður um Öræfasveit í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Hornafjörður Um land allt Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira