Halldór Armand gefur út myndband fyrir næstu bók: „Það muna allir eftir 11. september“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2017 13:30 Halldór Armand er höfundur bókarinnar Aftur & Aftur. Skáldsagan Aftur & aftur eftir Halldór Armand hefst 11. september 2001 þegar unglingur eignast sinn fyrsta gemsa og sér Tvíburaturnana falla í sjónvarpinu. Vísir frumsýnir hér myndband fyrir bókina þar sem höfundur talar um minningar sínar frá þessum ótrúlega degi árið 2001 og fangar stemmningu bókarinnar. Þegar Tvíburaturnarnir hrynja eignast unglingsstrákur í Reykjavík farsíma og kynnist í kjölfarið fyrstu kærustunni. Á sama tíma lendir trommari í vinsælli sveitaballahljómsveit í bílslysi þar sem ung stúlka lætur lífið. Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara tveggja manna saman. Arnmundur er eirðarlaus ungur maður sem notar símann sinn til að komast yfir stelpur í útlöndum og drollar við að skrifa lokaritgerð. Stefán hætti að tromma, varð útrásarvíkingur og rekur nú sprotafyrirtæki sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Undir yfirborðinu krauma gömul leyndarmál, vonbrigði og hefndarþorsti. Aðspurður segist Halldór lengi hafa dreymt um að skrifa samtímasögu með 11. september sem bakgrunn: „Það muna allir eftir 11. september sem sáu hann og það muna allir eftir fyrsta gemsanum sínum. Mér leið eins og þetta væru tveir lyklar að lífi okkar í dag. Ég vona að lesendur geti myndað tengsl við karaktera bókarinnar og baráttu þeirra við að láta lífið meika sens í heimi sem þeir skilja ekki.“ Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur kallað Halldór „áhugaverðasta höfund landsins“ en hann hefur skapað sér mikla sérstöðu með fyrri bókum sínum Vince Vaughn í skýjunum og Drón sem hlutu mikið lof. Aftur og aftur er áhrifarík og spennandi samtímasaga þar sem venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi. Leikstjórar myndbandsins eru Erlendur Sveinsson og Rúnar Ingi Einarsson. Kvikmyndataka var í höndum Karls Óskarssonar og tónlistina samdi Högni Egilsson sem í þessari viku gaf út fyrstu sólóplötu sína Two Trains. Myndbandið var framleitt af Norður. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í matvöruversluninni Kjöt & fisk við Bergstaðarstræti 14 kl. 20 í kvöld, fimmtudag, en til stendur að breyta rýminu í bókabúð að þessu tilefni. Bókin kemur fyrst fyrir sjónir almennings í útgáfuboðinu og þar geta áhugasamir tryggt sér eintak áður en hún fer í almenna dreifingu. Bókmenntir Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Enn með stútfulla eitla af iðnaðarsílíkoni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Skáldsagan Aftur & aftur eftir Halldór Armand hefst 11. september 2001 þegar unglingur eignast sinn fyrsta gemsa og sér Tvíburaturnana falla í sjónvarpinu. Vísir frumsýnir hér myndband fyrir bókina þar sem höfundur talar um minningar sínar frá þessum ótrúlega degi árið 2001 og fangar stemmningu bókarinnar. Þegar Tvíburaturnarnir hrynja eignast unglingsstrákur í Reykjavík farsíma og kynnist í kjölfarið fyrstu kærustunni. Á sama tíma lendir trommari í vinsælli sveitaballahljómsveit í bílslysi þar sem ung stúlka lætur lífið. Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara tveggja manna saman. Arnmundur er eirðarlaus ungur maður sem notar símann sinn til að komast yfir stelpur í útlöndum og drollar við að skrifa lokaritgerð. Stefán hætti að tromma, varð útrásarvíkingur og rekur nú sprotafyrirtæki sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Undir yfirborðinu krauma gömul leyndarmál, vonbrigði og hefndarþorsti. Aðspurður segist Halldór lengi hafa dreymt um að skrifa samtímasögu með 11. september sem bakgrunn: „Það muna allir eftir 11. september sem sáu hann og það muna allir eftir fyrsta gemsanum sínum. Mér leið eins og þetta væru tveir lyklar að lífi okkar í dag. Ég vona að lesendur geti myndað tengsl við karaktera bókarinnar og baráttu þeirra við að láta lífið meika sens í heimi sem þeir skilja ekki.“ Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur kallað Halldór „áhugaverðasta höfund landsins“ en hann hefur skapað sér mikla sérstöðu með fyrri bókum sínum Vince Vaughn í skýjunum og Drón sem hlutu mikið lof. Aftur og aftur er áhrifarík og spennandi samtímasaga þar sem venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi. Leikstjórar myndbandsins eru Erlendur Sveinsson og Rúnar Ingi Einarsson. Kvikmyndataka var í höndum Karls Óskarssonar og tónlistina samdi Högni Egilsson sem í þessari viku gaf út fyrstu sólóplötu sína Two Trains. Myndbandið var framleitt af Norður. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í matvöruversluninni Kjöt & fisk við Bergstaðarstræti 14 kl. 20 í kvöld, fimmtudag, en til stendur að breyta rýminu í bókabúð að þessu tilefni. Bókin kemur fyrst fyrir sjónir almennings í útgáfuboðinu og þar geta áhugasamir tryggt sér eintak áður en hún fer í almenna dreifingu.
Bókmenntir Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Enn með stútfulla eitla af iðnaðarsílíkoni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira