Sara Björk og Freyr völdu bæði danska stelpu sem þá bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 08:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og Pernille Harder fagna saman þýska bikarmeistaratitlinum síðasta vor. Sara er með bikarinn en Harder er lengst til vinstri. Vísir/Getty Líkt og með kosninguna hjá körlunum fengu landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kvenna einnig að taka þátt í kosningunni á bestu knattspyrnukonu heims en verðlaunahátíð FIFA fór fram í London í gærkvöldi. Fulltrúar Íslands í karlaflokki, Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson, völdu báðir Cristiano Ronaldo sem besta leikmann heims en hann stóð síðan uppi sem sigurvegari. Sömu sögu er ekki hægt að segja af landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Sú sem þau kusu bæði komst ekki í hóp þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr settu bæði danska landsliðsfyrirliðann Pernille Harder sem bestu knattspyrnukonu heims. Pernille Harder hjálpaði danska landsliðinu að ná í silfur á Evrópumótinu í Hollandi í sumar og þá urðu hún og Sara Björk tvöfaldir þýskir meistarar saman með VfL Wolfsburg á síðustu leiktíð. Hin hollenska Lieke Martens var kosin besta knattspyrnukona heims á árinu 2017 en hún var einnig valin best á Evrópumótinu og sú besta hjá UEFA. Sara Björk og Freyr voru bæði með hana í öðru sæti. Sara Björk og Freyr voru aftur á móti ekki sammála um þriðja sætið. Sara Björk valdi þar hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem spilar með Olympique Lyon og vann bæði Meistaradeildina og frönsku deildina með liðinu á síðustu leiktíð. Freyr setti aftur á móti hina áströlsku Sam Kerr í þriðja sætið en Sam Kerr hefur spila mjög vel Sky Blue FC í bandarísku deildinni auk þess að vera í stóru hlutverki hjá ástralska landsliðinu. Margir Ástralir voru mjög ósáttir með að Kerr hafi ekki verið í hópi þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr verða bæði í eldlínunni í dag þegar íslenska landsliðið mætir Tékklandi í undankeppni HM en íslensku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum. Það lið sem vinnur leikinn í kvöld verður í efsta sæti riðilsins. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Líkt og með kosninguna hjá körlunum fengu landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kvenna einnig að taka þátt í kosningunni á bestu knattspyrnukonu heims en verðlaunahátíð FIFA fór fram í London í gærkvöldi. Fulltrúar Íslands í karlaflokki, Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson, völdu báðir Cristiano Ronaldo sem besta leikmann heims en hann stóð síðan uppi sem sigurvegari. Sömu sögu er ekki hægt að segja af landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Sú sem þau kusu bæði komst ekki í hóp þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr settu bæði danska landsliðsfyrirliðann Pernille Harder sem bestu knattspyrnukonu heims. Pernille Harder hjálpaði danska landsliðinu að ná í silfur á Evrópumótinu í Hollandi í sumar og þá urðu hún og Sara Björk tvöfaldir þýskir meistarar saman með VfL Wolfsburg á síðustu leiktíð. Hin hollenska Lieke Martens var kosin besta knattspyrnukona heims á árinu 2017 en hún var einnig valin best á Evrópumótinu og sú besta hjá UEFA. Sara Björk og Freyr voru bæði með hana í öðru sæti. Sara Björk og Freyr voru aftur á móti ekki sammála um þriðja sætið. Sara Björk valdi þar hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem spilar með Olympique Lyon og vann bæði Meistaradeildina og frönsku deildina með liðinu á síðustu leiktíð. Freyr setti aftur á móti hina áströlsku Sam Kerr í þriðja sætið en Sam Kerr hefur spila mjög vel Sky Blue FC í bandarísku deildinni auk þess að vera í stóru hlutverki hjá ástralska landsliðinu. Margir Ástralir voru mjög ósáttir með að Kerr hafi ekki verið í hópi þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr verða bæði í eldlínunni í dag þegar íslenska landsliðið mætir Tékklandi í undankeppni HM en íslensku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum. Það lið sem vinnur leikinn í kvöld verður í efsta sæti riðilsins.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira