„Við fengum annað tækifæri í lífinu“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. október 2017 19:30 Frændsystkin á unglingsaldri segjast hafa fengið annað tækifæri í lífinu þegar þau sluppu ómeidd frá hryðjuverkaárás í Manchester í maí. Þau hafa nú sett á fót söfnunarvef fyrir stærsta barnaspítala borgarinnar, en þangað komu fjölmörg fórnarlömb árásarinnar og fengu aðhlynningu. Ísak Snær Ægisson og Kara Lind Óskarsdóttir voru á meðal þeirra rúmlega 14 þúsund aðdáenda söngkonunnar Ariönu Grande sem staddir voru á tónleikum hennar á Manchester Arena þann 22. maí. Þar létust 22 tónleikagestir þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp við inngang leikvangsins. Þau Ísak og Kara segjast einfaldlega hafa hlaupið eins hratt og fætur toguðu þegar þau áttuðu sig á því hvernig í pottinn var búið og telja sig afar heppin að hafa sloppið ómeidd. Þau segja áfallið talsvert og þau séu enn óstyrk og vör um sig þegar þau heyra háa hvelli eða óvenjuleg hljóð á almannafæri. Þau segjast lengi hafa vilja leggja eitthvað af mörkum og ákváðu því að stofna söfnunarvefinn isakandkara.com þar sem hægt er að styrkja barnaspítalann Royal Manchester Children's Hospital. Þau vonast til þess að safna sem hæstri upphæð sem þau ætla svo að afhenda forsvarsmönnum spítalans persónulega í janúar.Rætt var við Ísak Snæ og Köru Lind í kvöldfréttum Stöðvar 2, en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Frændsystkin á unglingsaldri segjast hafa fengið annað tækifæri í lífinu þegar þau sluppu ómeidd frá hryðjuverkaárás í Manchester í maí. Þau hafa nú sett á fót söfnunarvef fyrir stærsta barnaspítala borgarinnar, en þangað komu fjölmörg fórnarlömb árásarinnar og fengu aðhlynningu. Ísak Snær Ægisson og Kara Lind Óskarsdóttir voru á meðal þeirra rúmlega 14 þúsund aðdáenda söngkonunnar Ariönu Grande sem staddir voru á tónleikum hennar á Manchester Arena þann 22. maí. Þar létust 22 tónleikagestir þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp við inngang leikvangsins. Þau Ísak og Kara segjast einfaldlega hafa hlaupið eins hratt og fætur toguðu þegar þau áttuðu sig á því hvernig í pottinn var búið og telja sig afar heppin að hafa sloppið ómeidd. Þau segja áfallið talsvert og þau séu enn óstyrk og vör um sig þegar þau heyra háa hvelli eða óvenjuleg hljóð á almannafæri. Þau segjast lengi hafa vilja leggja eitthvað af mörkum og ákváðu því að stofna söfnunarvefinn isakandkara.com þar sem hægt er að styrkja barnaspítalann Royal Manchester Children's Hospital. Þau vonast til þess að safna sem hæstri upphæð sem þau ætla svo að afhenda forsvarsmönnum spítalans persónulega í janúar.Rætt var við Ísak Snæ og Köru Lind í kvöldfréttum Stöðvar 2, en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira