Breskir ferðamenn títt á röngum vegarhelmingi á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2017 09:49 Frá vettvangi umferðarslyss í síðustu viku þar sem breskt par lét lífið eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi í nágrenni Algarve á Spáni. Líkt og við Íslendingar eru Bretar tíðir gestir í hinu sólríka landi Spáni. Þar leigja þeir gjarna bílaleigubíla og það reynist öðrum vegfarendum alls ekki hættulaust því þeir aka þar oft á röngum vegarhelmingi. Þetta hefur könnun meðal breskra ökumanna í ljós, en 2% breskra ökumanna hefur viðurkennt að þeir hafi ekið á röngum vegarhelmingi á ferðalögum sínum á Spáni. Það þýðir að 200.000 breskir ökumenn hafi ekið á röngum vegarhelmingi á ári á Spáni á síðastliðnum 5 árum. Á síðasta ári gerðist það sem dæmi að breskur ökumaður ók niður 6 manna reiðhjólalið sem var við æfingar á Spáni og voru þeir allir færðir á spítala mismikið slasaðir. Ökumaðurinn ók þá á röngum vegarhelmingi og hjólreiðamennirnir áttu sér litla undankomuleið fyrir vikið. Annað nýlegt dæmi frá síðustu viku er af bresku pari sem lét lífið er það ók framan á pallbíl nærri Algarve á Spáni, en 68 ára breskur ökumaður ók þá á röngum vegarhelmingi. Könnunin leiddi einnig í ljós að um 13% breskra ökumanna viðurkenndu að litlu hafi munað að þeir hafi lent í umferðarslysi á ferðalögum erlendis vegna þess að þeir eru vanir að aka á hinum vegarhelmingnum í heimalandinu og að 8% þeirra hafi lent í umferðarslysum í akstri erlendis þar sem hægri umferð er við líði. Rétt um helmingur breskra ökumanna viðurkenndu einnig í könnuninni að þeir höfðu fyrir brottför ekki kynnt sér umferðarreglur og lög á Spáni. Vegfarendur á Spáni virðast því í talsverðri hættu er breskir ökumenn fara ferða sinna á bílum á Spáni og gera þarf reglulega ráð fyrir því að mæta breskum ökumönnum á röngum vegarhelmingi. Rétt er því að hvetja til árvekni þeirra sem leigja sér bíl á Spáni fyrir þessari hættu. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent
Líkt og við Íslendingar eru Bretar tíðir gestir í hinu sólríka landi Spáni. Þar leigja þeir gjarna bílaleigubíla og það reynist öðrum vegfarendum alls ekki hættulaust því þeir aka þar oft á röngum vegarhelmingi. Þetta hefur könnun meðal breskra ökumanna í ljós, en 2% breskra ökumanna hefur viðurkennt að þeir hafi ekið á röngum vegarhelmingi á ferðalögum sínum á Spáni. Það þýðir að 200.000 breskir ökumenn hafi ekið á röngum vegarhelmingi á ári á Spáni á síðastliðnum 5 árum. Á síðasta ári gerðist það sem dæmi að breskur ökumaður ók niður 6 manna reiðhjólalið sem var við æfingar á Spáni og voru þeir allir færðir á spítala mismikið slasaðir. Ökumaðurinn ók þá á röngum vegarhelmingi og hjólreiðamennirnir áttu sér litla undankomuleið fyrir vikið. Annað nýlegt dæmi frá síðustu viku er af bresku pari sem lét lífið er það ók framan á pallbíl nærri Algarve á Spáni, en 68 ára breskur ökumaður ók þá á röngum vegarhelmingi. Könnunin leiddi einnig í ljós að um 13% breskra ökumanna viðurkenndu að litlu hafi munað að þeir hafi lent í umferðarslysi á ferðalögum erlendis vegna þess að þeir eru vanir að aka á hinum vegarhelmingnum í heimalandinu og að 8% þeirra hafi lent í umferðarslysum í akstri erlendis þar sem hægri umferð er við líði. Rétt um helmingur breskra ökumanna viðurkenndu einnig í könnuninni að þeir höfðu fyrir brottför ekki kynnt sér umferðarreglur og lög á Spáni. Vegfarendur á Spáni virðast því í talsverðri hættu er breskir ökumenn fara ferða sinna á bílum á Spáni og gera þarf reglulega ráð fyrir því að mæta breskum ökumönnum á röngum vegarhelmingi. Rétt er því að hvetja til árvekni þeirra sem leigja sér bíl á Spáni fyrir þessari hættu.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent