Eiður Smári: EM að þakka að ég enda ekki sem gamall og bitur maður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 08:30 Eiður Smári Guðjohnsen þakkar fyrir leik á EM 2016. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen endaði ferilinn sinn í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og hann er þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í stórmóti með íslenska landsliðinu. Eiður Smári ræddi afrek íslenska karlalandsliðsins að komast inn á HM í Rússlandi við blaðmanninn Ashley Hammond hjá Flóafréttum, Gulfnews International. Íslensku strákarnir náðu að fylgja eftir sögulegum árangri á EM með því að halda áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu. Ashley Hammond byrjar viðtalið á því að segja frá því að Eiður Smári hafi skorað 26 mörk í 88 landsleikjum frá 1996 til 2016 en að landsliðið hafi aðeins byrjað að komast inn á stórmót þegar komið var að því hjá honum að leggja skóna á hilluna. Eiður Smári var hinsvegar með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmótinu á EM í Frakklandi sumarið 2016 þar sem hann kom inná sem varamaður í jafnteflinu á móti Ungverjalandi og í leiknum á móti Frakklandi í átta liða úrslitunum. „Evrópumótið hjálpaði mér svo sannarlega,“ sagði Eiður Smári þar sem hann hitti blaðamann Flóafrétta á hóteli í Dúbæ þar sem hann er að kenna við Football Escapes knattspyrnuskólann. „Ég spilaði bara tvo leiki og aðeins í tíu til fimmtán mínútur en það var nóg til að gefa mér fyllingu og upplifa draum sem ég hafði átt frá því að ég var strákur,“ sagði Eiður Smári. „Nú er auðveldara fyrir mig að sjá þá fara inn á HM án þess að ég fái að vera með. Ef ég hefði ekki farið með á EM þá værir þú líklega að horfa á bitran gamlan mann,“ sagði Eiður Smári sem segir að skrokkurinn sé búinn að setja stopp. „Ég mun vilja spila fótbolta þar til að ég dey en líkamlega þá get ég það ekki lengur,“ sagði Eiður Smári. Hann veit að hann átti sinn þátt í þessu öllu saman ekki síst sem sterk fyrirmynd fyrir þá stráka sem eru í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu í dag. Það má lesa allt viðtalið við Eið Smára með því að smella hér.Eiður Smári var nálægt því að skora í Ungverjaleiknum.Vísir/GettyEiður Smári að koma inn á í fyrsta sinn á stórmóti.Vísir/GettyEiður Smári kemur inn á fyrir Kolbein Sigþórsson í leiknum á móti Ungverjalandi á EM 2016.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen endaði ferilinn sinn í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og hann er þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í stórmóti með íslenska landsliðinu. Eiður Smári ræddi afrek íslenska karlalandsliðsins að komast inn á HM í Rússlandi við blaðmanninn Ashley Hammond hjá Flóafréttum, Gulfnews International. Íslensku strákarnir náðu að fylgja eftir sögulegum árangri á EM með því að halda áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu. Ashley Hammond byrjar viðtalið á því að segja frá því að Eiður Smári hafi skorað 26 mörk í 88 landsleikjum frá 1996 til 2016 en að landsliðið hafi aðeins byrjað að komast inn á stórmót þegar komið var að því hjá honum að leggja skóna á hilluna. Eiður Smári var hinsvegar með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmótinu á EM í Frakklandi sumarið 2016 þar sem hann kom inná sem varamaður í jafnteflinu á móti Ungverjalandi og í leiknum á móti Frakklandi í átta liða úrslitunum. „Evrópumótið hjálpaði mér svo sannarlega,“ sagði Eiður Smári þar sem hann hitti blaðamann Flóafrétta á hóteli í Dúbæ þar sem hann er að kenna við Football Escapes knattspyrnuskólann. „Ég spilaði bara tvo leiki og aðeins í tíu til fimmtán mínútur en það var nóg til að gefa mér fyllingu og upplifa draum sem ég hafði átt frá því að ég var strákur,“ sagði Eiður Smári. „Nú er auðveldara fyrir mig að sjá þá fara inn á HM án þess að ég fái að vera með. Ef ég hefði ekki farið með á EM þá værir þú líklega að horfa á bitran gamlan mann,“ sagði Eiður Smári sem segir að skrokkurinn sé búinn að setja stopp. „Ég mun vilja spila fótbolta þar til að ég dey en líkamlega þá get ég það ekki lengur,“ sagði Eiður Smári. Hann veit að hann átti sinn þátt í þessu öllu saman ekki síst sem sterk fyrirmynd fyrir þá stráka sem eru í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu í dag. Það má lesa allt viðtalið við Eið Smára með því að smella hér.Eiður Smári var nálægt því að skora í Ungverjaleiknum.Vísir/GettyEiður Smári að koma inn á í fyrsta sinn á stórmóti.Vísir/GettyEiður Smári kemur inn á fyrir Kolbein Sigþórsson í leiknum á móti Ungverjalandi á EM 2016.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira