Viljum vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2017 06:00 Elín Metta Jensen hefur skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í tveimur leikjum í undankeppni HM 2019. vísir/eyþór Elín Metta Jensen hefur verið funheit í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM 2019. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 8-0 sigrinum á Færeyjum í september og á föstudaginn skoraði hún eitt mark og lagði upp tvö í 2-3 sigrinum frækna á Þýskalandi í Wiesbaden. Þrjú mörk og þrjár stoðsendingar eru ekki amaleg afköst í tveimur leikjum. Og það sem meira er, þá er íslenska liðið með sex stig á toppi riðils 5 og getur komið sér í frábæra stöðu með sigri á Tékklandi í Znojmo á morgun. „Við vorum mjög ánægðar með þessi úrslit og það voru miklar tilfinningar í gangi,“ sagði Elín Metta um sigurinn frábæra á Þjóðverjum. „En mér finnst hafa gengið vel að halda spennustiginu réttu og það er góð stemning í hópnum og frekar róleg.“ Elín Metta segir að íslenska liðið sé mjög meðvitað um mikilvægi leiksins á morgun. „Auðvitað viljum við vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik og byggja ofan á það spil og þann karakter sem við sýndum. Það kemur ekkert annað til greina en að halda sömu stemningu í liðinu,“ sagði Elín Metta. Síðustu ár hefur Elín Metta aðallega spilað úti á kanti með íslenska landsliðinu. En í leikjunum tveimur í undankeppni HM hefur hún spilað sem framherji með góðum árangri. Elín Metta segist kunna vel við sig í framlínunni. „Mér finnst þetta vera allt öðruvísi staða. Ég er vön því að spila báðar stöður og mér finnst þær báðar skemmtilegar. Mér fannst ganga ótrúlega vel í síðasta leik, frammi með Fanndísi [Friðriksdóttur] og með Dagnýju [Brynjarsdóttur] þar fyrir aftan. Þetta er með skemmtilegri landsleikjum sem ég hef spilað,“ sagði Elín Metta sem hefur skorað átta mörk í 31 landsleik. Tékkneska liðið er með sex stig í riðlinum, líkt og það íslenska, en hefur leikið einum leik meira. Elín Metta segir að Tékkar séu sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er alvöru lið og það er ekkert tilefni til að vanmeta það. Við vitum að þær eru góðar og ætlum að mæta brjálaðar til leiks,“ sagði Elín Metta að lokum. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Elín Metta Jensen hefur verið funheit í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM 2019. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 8-0 sigrinum á Færeyjum í september og á föstudaginn skoraði hún eitt mark og lagði upp tvö í 2-3 sigrinum frækna á Þýskalandi í Wiesbaden. Þrjú mörk og þrjár stoðsendingar eru ekki amaleg afköst í tveimur leikjum. Og það sem meira er, þá er íslenska liðið með sex stig á toppi riðils 5 og getur komið sér í frábæra stöðu með sigri á Tékklandi í Znojmo á morgun. „Við vorum mjög ánægðar með þessi úrslit og það voru miklar tilfinningar í gangi,“ sagði Elín Metta um sigurinn frábæra á Þjóðverjum. „En mér finnst hafa gengið vel að halda spennustiginu réttu og það er góð stemning í hópnum og frekar róleg.“ Elín Metta segir að íslenska liðið sé mjög meðvitað um mikilvægi leiksins á morgun. „Auðvitað viljum við vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik og byggja ofan á það spil og þann karakter sem við sýndum. Það kemur ekkert annað til greina en að halda sömu stemningu í liðinu,“ sagði Elín Metta. Síðustu ár hefur Elín Metta aðallega spilað úti á kanti með íslenska landsliðinu. En í leikjunum tveimur í undankeppni HM hefur hún spilað sem framherji með góðum árangri. Elín Metta segist kunna vel við sig í framlínunni. „Mér finnst þetta vera allt öðruvísi staða. Ég er vön því að spila báðar stöður og mér finnst þær báðar skemmtilegar. Mér fannst ganga ótrúlega vel í síðasta leik, frammi með Fanndísi [Friðriksdóttur] og með Dagnýju [Brynjarsdóttur] þar fyrir aftan. Þetta er með skemmtilegri landsleikjum sem ég hef spilað,“ sagði Elín Metta sem hefur skorað átta mörk í 31 landsleik. Tékkneska liðið er með sex stig í riðlinum, líkt og það íslenska, en hefur leikið einum leik meira. Elín Metta segir að Tékkar séu sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er alvöru lið og það er ekkert tilefni til að vanmeta það. Við vitum að þær eru góðar og ætlum að mæta brjálaðar til leiks,“ sagði Elín Metta að lokum.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira