Halda áfram þrátt fyrir hótun stjórnarinnar um fangelsisvist Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2017 06:00 Mariano Rajoy tilkynnti um helgina að stjórn hans ætlaði að virkja 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar um að svipta Katalóna sjálfstjórn. vísir/epa Katalónskir aðskilnaðarsinnar munu halda baráttu sinni fyrir sjálfstæði héraðsins áfram þrátt fyrir hótanir spænskra yfirvalda um fangelsisvist. Spænska stjórnin mun líklega virkja 155. grein stjórnarskrár landsins, sem kveður á um að svipta Katalóníu sjálfstjórn sinni, í þessari viku. „Engin stjórn í lýðræðisríki getur sætt sig við það að lög séu brotin,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í ávarpi á laugardag. Þar tilkynnti hann ákvörðun stjórnarinnar um að héraðið skyldi svipt sjálfstjórn. Að auki hafa spænsk stjórnvöld í hyggju að taka yfir stjórn lögreglu héraðsins og héraðsfjölmiðilsins TV3. „Ég átta mig á því að þetta eru erfiðir tímar en í sameiningu munum við komast yfir þetta líkt og við höfum áður gert,“ segir Rajoy.Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánarvísir/epaÞað hefur andað köldu milli Spánar og Katalóníu frá því að sjálfstjórnarhéraðið tilkynnti að það hygðist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði eður ei. Lögbann var lagt á kosningarnar en þær fóru fram engu að síður. Rúmlega níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað voru hlynnt sjálfstæði. Hótanir hafa gengið milli manna síðan þá. Stefnt er að því að spænska þingið verði kallað saman á föstudag til að afturkalla sjálfstjórn Katalóna. Carles Puigdemont héraðsstjóri stefnir að því að hafa þingfund í héraðsþinginu á sama tíma. Talið er næsta víst að Katalónía muni lýsa einhliða yfir sjálfstæði á næstu vikum, mögulega strax á föstudag. Saksóknari í Madríd varaði Puigdemont og aðra sjálfstæðissinna við frekara brölti af því tagi. Sagði hann að til greina kæmi að saksækja héraðsstjórann fyrir byltingu en allt að þrjátíu ára fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Forseti katalónska þingsins, Carme Forcadell, hefur kallað fyrirætlan spænsku stjórnarinnar „de facto coup d’état“ (byltingu í reynd). Því hafnar Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, alfarið. „Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu,“ sagði hann við BBC. „Við ætlum okkur að fylgja alfarið þeim ramma sem stjórnarskrá landsins setur.“ Það eru ekki aðeins Katalónar sem eru óánægðir með framgöngu stjórnar Rajoy í málinu. Formaður Basknesku þjóðarhreyfingarinnar hefur fordæmt framgöngu forsætisráðherrans í málinu. Sem stendur situr minnihlutastjórn í landinu. Baskar hafa varið hana falli en spurning er hvort slíkt haldi áfram. „Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru öfgafull og úr hófi,“ tísti Inigo Urkullu, héraðsstjóri Baska. „Hér er verið að sprengja brýr í loft upp. Héraðsstjórn Katalóníu hefur stuðning okkar til uppbyggilegrar framtíðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Katalónskir aðskilnaðarsinnar munu halda baráttu sinni fyrir sjálfstæði héraðsins áfram þrátt fyrir hótanir spænskra yfirvalda um fangelsisvist. Spænska stjórnin mun líklega virkja 155. grein stjórnarskrár landsins, sem kveður á um að svipta Katalóníu sjálfstjórn sinni, í þessari viku. „Engin stjórn í lýðræðisríki getur sætt sig við það að lög séu brotin,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í ávarpi á laugardag. Þar tilkynnti hann ákvörðun stjórnarinnar um að héraðið skyldi svipt sjálfstjórn. Að auki hafa spænsk stjórnvöld í hyggju að taka yfir stjórn lögreglu héraðsins og héraðsfjölmiðilsins TV3. „Ég átta mig á því að þetta eru erfiðir tímar en í sameiningu munum við komast yfir þetta líkt og við höfum áður gert,“ segir Rajoy.Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánarvísir/epaÞað hefur andað köldu milli Spánar og Katalóníu frá því að sjálfstjórnarhéraðið tilkynnti að það hygðist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði eður ei. Lögbann var lagt á kosningarnar en þær fóru fram engu að síður. Rúmlega níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað voru hlynnt sjálfstæði. Hótanir hafa gengið milli manna síðan þá. Stefnt er að því að spænska þingið verði kallað saman á föstudag til að afturkalla sjálfstjórn Katalóna. Carles Puigdemont héraðsstjóri stefnir að því að hafa þingfund í héraðsþinginu á sama tíma. Talið er næsta víst að Katalónía muni lýsa einhliða yfir sjálfstæði á næstu vikum, mögulega strax á föstudag. Saksóknari í Madríd varaði Puigdemont og aðra sjálfstæðissinna við frekara brölti af því tagi. Sagði hann að til greina kæmi að saksækja héraðsstjórann fyrir byltingu en allt að þrjátíu ára fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Forseti katalónska þingsins, Carme Forcadell, hefur kallað fyrirætlan spænsku stjórnarinnar „de facto coup d’état“ (byltingu í reynd). Því hafnar Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, alfarið. „Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu,“ sagði hann við BBC. „Við ætlum okkur að fylgja alfarið þeim ramma sem stjórnarskrá landsins setur.“ Það eru ekki aðeins Katalónar sem eru óánægðir með framgöngu stjórnar Rajoy í málinu. Formaður Basknesku þjóðarhreyfingarinnar hefur fordæmt framgöngu forsætisráðherrans í málinu. Sem stendur situr minnihlutastjórn í landinu. Baskar hafa varið hana falli en spurning er hvort slíkt haldi áfram. „Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru öfgafull og úr hófi,“ tísti Inigo Urkullu, héraðsstjóri Baska. „Hér er verið að sprengja brýr í loft upp. Héraðsstjórn Katalóníu hefur stuðning okkar til uppbyggilegrar framtíðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“