Einar Árni: Hörmulegir í 30 mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. október 2017 21:38 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara og fyrrum þjálfari Njarðvíkur. vísir/ernir Það var á tímum grátlegt að horfa upp á leik Þórs Þorlákshafnar í kvöld þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í körfubolta. Liðið steinlá gegn Haukum á útivelli, 96-64. „Já, já, ég get alveg tekið undir það. Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bak við neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Það var á tímum grátlegt að horfa upp á leik Þórs Þorlákshafnar í kvöld þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í körfubolta. Liðið steinlá gegn Haukum á útivelli, 96-64. „Já, já, ég get alveg tekið undir það. Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bak við neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45